Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1935, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1935, Síða 2
170 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS lítil brydding laus við sjóinn í Álftaveri er heitir Bolhrann, því iitsunnan veður bægði æ frá sjón- um og að fjalli sögðu öskufalli og eldingum. Hvað alt svo upp byrjaðist og til gekk sem hjer eftir fylgir. Anno 1625 þann annan dag Septembris mánaðar um morgun- inn snemma í fyrstu dögun, þá heyrðist fyrst hingað til Þykkva- bæjar dunur og dynkir af því mikla vatns og jöklaflóði eður hlaupi úr Mýrdalsjökli. En um það bil sem úti voru mjaltir, tók strax vatnsflóðið að koma í Land- brotsá, sem fellur suður við stað- inn og staðarins tún, svo hún gekk strax á bakka úr öllu hófi og heim um túnin allvíða, síðan um allar engjar staðarins, miklu lengra og víðara en hin fyrirfar- andi tvö hlaup, sém menn til muna gengið hafa, svo þar tók bæði sætt hey og ósætt, fordjarf- aði og spilti því öllu þe.irra engi og heyi er það þar áttu, og var það meir ,en upp á hundrað hesta hey. Strax lítilli stundu þar eftir það í ána kom, gekk hið sama hlaxip bæði að sunnan og vestan að þeirri staðarins hjáleigu er heitir Hraungerði, og þar inn um öll hús, að svo full urðu að raftarn- ir vöknuðu og það sem uppi á bitunum lá, en fólkið alt flýði upp á einn háan hól þar við túnið. Síðan fell það (þ. e. flóðið) alt heim í kring um allan staðinn með jakaferð, fossnið og boðaföll- um svo ógn og undur var að sjá, alt heim að hliði bæði á húsgarði og kirkjugarði, hvar sem vjer öll treystum og í hlóðum alt sem vjer kunnum með hurðum, grjóti og torfi, og sá straumur með fossferð var svo stór og djúpur á milli fjóss og bæjar, að haffæru skipi géngt var að fljóta, og gekk það rúnt í kring um allan stað- inn (hver þó í einni lág eður lægð stendur, en hæð alt um kring) svo ekki var frí utan alleina það lítið pláss eður hreiður er bær- inn og kirkjan á stóð og þau hús w þar með fylgja. En þó komst nokkuð af vatninu heim að bæjardyrum í gegn um eitt lítið garðshlið, hvað strax heft varð, svo ekki varð að mein, hvar fyrir guði sje lof og eilífar þakkir. Skamt þar eftir, svo sem um miðdegi, þá lj,et guð fyrir sína náð sama vatnshlaup þverra og aftur upp þorna, svo að strax um kvöldið varð nær vatnslaust kring um staðinn, að ánni undantekinni, hver þó strax meir og meir í minkun fór. En þessu jafnframt strax aft- ur, svo kom myrkur yfir alt að norðan með stórum reiðarslögum, eldingum, braki og brestum stór- um, líka eins að heyra og að loft- ið og himnarnir mundi í sundur springa og húsin ofan ríða, og aldrei varð þess svo langt í milli, eður allskjaldan, að maður mætti þorstalaug út drekka. Eldurinn og bálglossarnir fló svo í kring um fólkið og á jörðina, svo að sjá sem alt væri í einum loga, og fyrst um kvöldið, meðan myrkrið óx ekki svo mjög norður yfir, þá varð stundum svo mikil birta, langt eftir dagsetur, að frá Þykkvabæ sáust öll Mýrdalsfjöll- in með sinni aðgreining og sund- urskilnaði, hvað þó er að vega- lengd half þingmannaleið, svo sjerhvert pláss og stað mátti frá öðrum kenna, og slíkt bar títt við þegar stór eldglossar og fýr- flammar að komu svo furða og ógn var að sjá og á að heyra; og svo gekk það hjer suður um Ver- ið, alt til miðrar nætur. Linaði þá nokkuð alt á morgun. Item þá aftur reiðarslög og stórdunur í loftinu með sorta og eldgangi, braki og brestum, hvað þó alt gekk með fjalli frá vestri og til austurs, því vindur var þá út- sunnan, og gekk þá svo það myrk- ur, sorti og eldgangur og reiðar- þrumur austur með allri fja.llbygð inni norðan, en eigi hið syðra, því vindur helt þar frá alt austur í Fljótshverfi. Og þann sunnudag, sem var 3. September, þá hafði enginn pen- ingur haga nje björg vegna þeirr- ar ösku og sands, sem á var fall- in. Peningur hljóp aftur og fram, út og suður, naut með bauli og grenji, en kapalpeningur með hlaupum og hneggr, sjer bjargar og fæðu að leita, svo búfjenað varð strax inn að binda og hey að gefa. Þann 4. september Arar veður útsiznnan, með blíðu og sólskini við sjóinn og um Verið, en við fjallið með öskufalli, myrkri, reið- arslögum og eldgangi einum mesta, sem áður er sagt. Þann 5„ 6. og 7. September var og útsunnan veður, svo öllu helt til fjallbygða með sama braki og brestum, eldgangi og myrkri sem áður er sagt. Og um sömu daga þá kom svo mikið myrkur og öskufall í Tungu og austur með öllu fjalli, að frá því fyrir mið- degi og fram að sólarlagi, þá kunni engin skepna af sólarinnar ljósi eður af 'dagsins birtu aðra að sjá eður gagn af að hafa, með þeim ógnar eldi og reiðarslögum er þar með fylgt hafði . Þann 7., sem var miðvikudagur, hafði vindurinn snúið sjer útnorð- an, sem sneri öllu öskufalli og myrkri hingað á Verið og staðinn svo að strax eftir dagmál og mjalt ir kom hjer soddan öskufall ,með því þykkva myrkri, að enginn sá annan, þótt í héndur heldist. Ljet jeg áður en myrkrið óx reka all- an minn búfjenað heim að fjósi og hugði hann að binda, hvað mjer þó ekki vanst við 12. mann að gera. Frh., Meistarinn: Gloprað úr höndun- um á þjer rjett einu sinni! Nei, nú er nóg komið! Þú brýtur meira heldur en þú gætir borgað með mánaðarkaupi þínu. Lærlingur: Þá þarf jeg að fá kauphækkun.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.