Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1935, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1935, Page 7
LESBÓK MOBGUNBLAÐSINS 175 MALORCA. Töfraeyjan í Miðjarðarhafi. Palma, höfuðborgin á Malorca. Járnbrautarlestin, sem á að fara til Barcelona, er að leggja á stað frá París. Ekki heyrist vagn- stjórinn þeyta flautu, ekkert merkí er gefið með veifum um burtförina. En maður finnur það þó að lestin er í þann veginn að leggja á stað, því að ys og þys eykst altaf og altaf verða kveðju- köllin háværari og fleiri. Vjer er- um að leggja á stað til hinnar suðrænu dýrðar. Það er orðið kvöldsett. Og vegna þess hve illa fer um mann á glerhörðum bekkjum lestarinn- ar, er maður ekki í skapi til þess að horfa á landslagið, flatneskju með einstaka trjám og stórum ökr um, sem eru skuggalegir í rökkr- inu. Endrum og eins bregður fyr- ir ljósum —r þá brunar lestin í gegn um eitthvert þorp. í kiefa með mjer er franskur undirliðsforingi og kona hans. Hann >er að fara til herþjónustu í Aigier. Jeg hefi ekkert nesti með mjer, en þau hafa nóg og bjóða mjer að borða með sjer. Matur- inn er: laukur, sardínur og hveitibrauðssneið, og þessu skol- um við iþður með rauðvíni með lauk í. Og svo höllumst við hvert að öðru á glerhörðum trjebekkn- um og sofnum öll. Klukkan 6 um morguninn erum við komin hálfa leið til spönsku landamæranna —• komin í stið- rænu fegurðina. Yfir oss hvelfist fagurblár himinn. Sólin kemur upp og geislar hennar eru brennandi. Pálmaeikur þeysast fram hjá og á einstaka stað sjer maður tvo hvíta uxa draga gamlan trjeplóg og stýrir honum sólbrendur æsku- maður. Barcelona er fögur. Breiðar götur, skrautleg gistihús og ótelj- andi hrýr. En borgin hefir ekki á sjer spanskan svip. Skipið, sem fer þaðan til Mal- orca, er ekki nema nótt á leiðinni. Vjer komum til Palma, höfuð- borgarinnar á eynni. Þetta er ný- tískuborg á að líta. Þar eru ágæt og falleg gistihús fyrir ferða- menn, kvikmyndahús, vagnar á ferðinni fram og aftur. Þar eru fyrirmyndar hafnarvirki, toll- verðir og smyglun. Þar eru búð- ir, sem versla eingöngu með minja gripi, og þar eru kaffiveitingar á götum úti og þar ganga sísyfjað- ir þjónar um beina. En ef maður bregður sjer út af hinum stóru götum miðborgar- innar, sem ferðamenn skoða ein- göngu, þá kemur maður í alt ann- að umhverfi, þar sem tíminn stendur í stað. Þar verður ekki vart neinna framkvæmda, og þar er málshátturinn „Tími er pen- ingar“, algjörlega óþektur. Fæstir eyjarskeggjar hafa kom- ið til meginlandsins. Þeir tala sína eigin tungu, sem er mjög frá- brugðin spönsku. Hún er hlýrri og hljómfegurri heldur en spænsk an; að minsta kosti lætjir hún svo í eyrum útlendinga. Eyjarskeggjar lifa aðallega á möndlurækt og olíuviðarrækt. Oiíuviðirnir geta orðið óskaplega gamlir. Þarna eru ti*je, sem menn vita méð vissu að eru 1000 ára. Eftir því sem þau eldast verða þau skringilegri og furðulegri á- sýndum. Mestur hluti þessara gömlu og kræklóttu trjáa er feýskinn, en einhvern veginn er það svo, að þau hafa kraft í sjer til þess að ná lífskrafti úr jörð- unni og skjóta grænum greinum inn á meðal hinna visnu. Og elli- hrumustu og kræklóttustu trjen bera hjer ríkan ávöxt. Hjer vaxa einnig vínber og sítrónur. Af sítrónunum mettast kvöldloftið af svo dýrlegri ang- an, að manni finst sem hann sje kominn í einhvern ævintýraheim. Malorcabúar eru friðsamir og rólegir. Morgundagurinn heitir hjá þeim manjana — og það orð er mest notað á eynni. Öllu er skot- ið á frest td manjana. Þeir þurfa heldur ekki að leggja mikið á sig nje bera kvíðboga fyrir komandi stund. Húsin mega vera ræfils kofar, hurðarlausir og glugga- lausir, því að veðrið er svo milt allan ársins hring, að það sakar ekki. En þegar skýfall kemur — og skýföll koma þar tvisvar eða þrisvar á ári — þá flýja menn heimili sín, fara í kaffihúsin og bíða þar þangað til blessuð sólin hefir þurkað húsið aftur. Malorcabúar fara gjarna í veit- ingahús og drekka þar bjúgaldina- líkjör og heimabruggað sterkt vín, sem kostar ekki meira en 40

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.