Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1935, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1935, Síða 5
LESBÓK MORGFNBLAÐSINS 277 Thule-nýlendan í Grænlandi Nýlega fór Grænlandsfarið „Disko“ frá Kaúpmannahöfn til Grænlands, og tóku margir sjer far með því til þess að kynnast Grænlandi. Myndin er tekin rjett áður en skipið leggnr á stað. Fremst á henni til vinstri sjest Daugaard-Jensen, forstjóri græn- lensku stjórnarinnar. Fór hann með skipinu eftirlitsferð til græn- lensku bygðanna. Til hægri er mynd af Hanne Rasmussen, dótt- ur Knud Rasmussen. Hún ætlaði að fara lengst allra farþeganna. Förinni var heitið norður til ný- lendunnar Thule, sem faðir henn- ar stofnaði. Þar vildi hún vera við stödd hátíðahöld, sem fara fram í tilefni af því, að nú eru 25 ár liðin síðan að nýlendan var stofnuð. Daugaard-Jensen. Henni Rasmussen. Bústaður landstjórans í Thule. Eins og áður er sagt voru fyrir skemstu 25 ár liðin síðan Knud Knud Rasmussen stofn aði nýlenduna Thule í Norður Grænlandi, hjá North Star Bay, norðan við Kap York. Er nýlendan á 7ú gráðu 33 mín. norðurbreidd- ar. Á þessum slóðum býr sjerstök kynkvísl Skræligja, sem nefndir era Pólskrælingjar. Yissu menn ekki fyr en árið 1818, að enskur landkönnuður kom þangað, að þar væri bygð. Á 25 ára afmæh nýlendunnar var þar mikið um dýrðir og við það tækifæri var afhjúpaður þar minnisvarði af dr. Knud Rasmus- sen.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.