Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1935, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1935, Blaðsíða 1
I kolanámu: Sex*hundruð ím og níu metra niðri í jörðinni Þegar menn ferðast að nætur- lagi í jámbrautarlest milli borg anna í Ruhrhjeraðinu, sjá menn við og við blossandi loga, sem bera hátt við loft, eins og vitar væru kyntir á hárri fjallsegg. Þetta eru svonefndir háofnar, þar sem málmsteinn er bræddur við kolaeld. Dag og nótt, ár eftir ár, er kynt án afláts, sí og æ renna vagnar upp á brún ofnanna og spúa úr sjer kolum og málm- grjóti, en úr botni ofnsins renn- ur járnið hvítglóandi og hvæs- andi niður í sandmót og storknar þar. En efst uppi blossar upp úr ofnunum; það er gas, sem losnar úr kolunum við hinn gífurlega hita og logar á í náttmyrkrinu. Þessir ofnar eru settir, þar sem bæði kol og járnsteinn er í jörðu, en þar sem óvíðá hagar svo til, að völ sje á hvorttveggja, er einn- ig mikil járnvinsía í kolahjeruð- um, og er þá málmsteinninn flutt- ur að. Borgin Oberhausen í Ruhr- hjeraðinu liggur í miðju kola- auðugasta hjeraði í Þýskalandi, og eru þar djúpar og víðáttumikl- ar kolanámur og stórar stálsmiðj- ur; ná námugöngin svo mílum skiftir í allar áttir og inn undir borgina. íslenska knattspyrnuflokknum var sýnd ein slík kolanáma í Oberhausen. Er náman" eign mesta iðjufyrirtækis í borginni, er heitir Grosse Hoffnungshútte, og vinna 30,000 manns hjá því í Oberhausen einni, en auk þess hefir fjelagið víða í seli. Fjelag- ið á víðáttumiklar kolanámur við borgina, og eru þar 7 námu- brunnar og göng í allaa: áttir út frá hverjum þeirra; ekki er unn- ið í þeim öllum, og var mjer sagt, að betur borgaði sig að hafa færri í takinu í einu- Var farið með okkur að námubrunni nr. 1, sem heitir Zeche Oberhausen. Yf- ir brunnopið er reistur turn nokk- uð hár, en alveg rjett hjá eru gríðarmiklir háofnar, sem taka við kolunum, um leið og þau koma upp úr jörðinnú Ekki gafst tími til þess að skoða háofnana, og þótti mjer það mikið mein. Námubrunnur þessi er 609 metrar á dýpt, og liggja út frá honum námugöng á 7 stöðum. Er því að meðaltali 85 metra þykt jarðlag á milli námuganganna. Ekki er lengur unnið í þessum brunni, og hefir hann því verið útbúinn til þess að sýna hann ferðamönnum, og er gestum nú ekki hleypt niður í hina brunn- ana, enda veldur það mikilli töf, þegar flytja þarf fólk niður í brunnana og stöðva verður kola- flutninginn á meðan. Nú var stigið upp í lyftuna, 10 í hóp, og hófst nú lyftustóllinn á loft og fór upp en ekki niður, og þótti okkur kynlegt. Ekki stóð sú ferð lengi, því að áður en varði vorum við komnir upp á háan pall og stigum þar út úr stóln- um og fórum inn í annan, sem gekk niður í námuna. Sú lyfta fer með miklum hraða, 2 metra á sekúndu, og tekur þó 5 mínútur að komast alla leið niður. En þegar námumennirnir fara upp eða nið- ur er farið með 8 metra hraða á sekúndu, en kolavagnarnir fara mannlausir með 25 metra hraða á sekúndu. Okkur var sagt, að ef við fyndum suðu fyrir eyrum á leiðinni, væri ekki annað en að opna munninn, og mundi þá suð- an hverfa. En ekki þurfti jeg eða þeir, sem með mjer voru, á því húsráði að halda. Stóllinn rann svo ljett og jafnt niður, að von bráðar hvarf öll tilfinning fyrir því, að við værum á hraðri ferð, nema litið væri til þeirrar hliðar innar, þar sem op var á stólnum og við sáum brunnvegginn þjóta upp á við. Við og við sáum við Eftir Pjetur Sigurðsson, mag.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.