Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1935, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1935, Blaðsíða 6
302 LESBÓK M 'KGITNBLAÐSTNS Skemtiskipið brunaði hrað- skreytt út úr hafnarmynninu. Um borð var fjöldi farþega, sem það átti að skita af sjer í ýmsum höfn- um. — Allir voru þeir í góðu skapi, gerðu sjer vonir um ótal œvintýri og viðburðarík í sum- arleyfinu. Þegar ferðafólkið var búið að veifa nógu lengi til kunningjanna í landi og dáðst að bænum, sem var fagur í fjarska, og blasti við ljómandi sundinu, hópaðist það upp á efstu þiljur. Þar mátti láta fara vel um sig í legu- stólunum, sem þjónninn setti upp og seldi til umráða á leiðinni — fyrir fimm krónur. Þar var staður og stimd til þess að njóta hressandi sjávarloftsins, kynnast samferðafólkinu — og horfa á máfana, sem flugu livíld- arlaust á eftir skipinu. Þessa sí- svöngu gesti, sem vörpuðu sjer skrækjandi yfir fenginn, ef kastað var matarleyfum fyrir borð. Síðan hófu þeir sig óðar á flug aftur og eltu skipið í von um nýtt æti. Meðal þeirra, sem veittu máf- unum sjerstaka athygli var ung og lagleg stúlka. Hún var óvenju aðlaðandi, þar sem hún stóð hugsandi á svip, hallaði sjer út fyrir borðstokkinn og fylgdi hin- um hvítu fuglum með alvarlegum augum. Vindblærinn ljek sjer að lokkum henar og sólin kjassaði brúnt hörundið. Það brá fyrir gáskafullum glampa í hreinum og skærum, himinbláum augum hennar, í hvert sinu og hún brosti. Piltarnir sveimuðu líka í kring um hana og drógu ekki dul á hrifningu sína. Þeir ljetu hana ekki í friði nokkra stund. Að lokum datt henni í hug að leita til skipstjórans. Hann var gamall og reyndur víkingur. Alt unga fólkið um borð leit upp til hans og var farið að elska hann eing og góðan föður. Þarna stóð hún alt í einu í klefadyrum hans. Það var alls ekki laust við að hún væri dálítið feimin, þegar hann horfði á hana staðfestulegum augum sínum. — Skipstjóri, byrjaði hún, en svo vafðist henni tunga um tönn, og hún vissi ekkert hvernig hún átti að byrja. — Get jeg gert nokkuð fyrir yður, ungfrú? — Já, en, jeg veit ekki vel, hvernig jeg á að koma orðum að því. Jeg ber mikið traust til yðar — eins og reyndar allir farþeg- arnir — mig langaði til þes's að leita til yðar. — — Jeg er réiðubúinn að Hð- sinna yður eftir megni, sagði skipstjórinn uppörfandi. — Þakka vður fyrir, skipstjóri. Svo er mál með vexti — æ — jeg kem mjer samt ekki til þess að segja það- ‘ ’ — Þjer getið örugg sagt alt við mig, ungfrú. Jeg er þögull sem gröfin. Það er kannske eitt- hvert ástarævintýri, sem — — Einmitt rjett. Þarna hjálp- uðuð þjer mjer af stað — En jeg ætla ekki að orðlengja þetta. — Svoleiðis er, að hjer eru þiúr yng- ispiltar um borð, sem altaf eru að biðja mín! Þeir fóru eingöngu með þessu skipi ,af því að þeir vissu að jeg ætlaði með því. Mjer geðj- ast eiginlega að þeim öllum. Þeir eru allir svo dæmalaust hugsun- arsamir við mig og vilja alt gera til þess að þóknast mjer —- en nú er svo komið, að------- — Þjer vitið ekkert hver er sá rjetti, botnaði skipstjórinn hlæjandi. — Jeg veif satt að segja ekki mitt rjúkandi ráð. — Þjer viljið gjama fara að ráðum reynds manns? Gott og vel. Það er engu síður hættulegt að taka skakkar ákvarðanir í hjónabandinu en sigbngafræðinni. Við reynum biðlana yðar! — En hvernig? — Nú skuluð þjer heyra. Næst þegar blæjalogn er, og þjer eruð að hoi'fa á máfana, eins og þjer gerið svo oft, skuluð þjer lialla yður svo langt út fyrir borðstokk- inn, að þjer fallið útbyrðis. — Jeg skal sjá um, að björgunarbát- urinn sje til reiðu, og að yður verði ekkert meint af. — Að öðru leyti skulum við láta örlögin ráða. — Falbst þjer á uppá- stungu mína? Stúlkan brosti til samþykkis og kvaddi skipstjóra. Næsta dag var sjórinn spegil- sljettur. Alt fór eins og ætlað var. Þegar flestir farþegarnir voru á gangi uppi á þilfari, heyrðist skyndiega veikt óp. Án þess að nokkur gæti gert sjer grein fyrir með hverjum bætti slysið vildi til, var stiilkan komin fyrir borð og út í sjó! Skipið var þegar í stað sett aft- ur á bak og með æfðum höndum var björgunarbát rent í sjóinn- En hann var varla kominn á flot, er tveir yngispiltar köstuðu sjer í sjóinn á eftir stúlkunni. Eftir fáein augnablik voru þau öll komin upp í björgunarbátinn, og hann var dreginn upp á skip aftur. En „sjóhetjurnar" þrjár, hurfu óðar tH þess að draga hin votu klæði af sjer. Hálfri stundu síðar stóð stúlk- an enn í klefa skipstjóra. — Jeg þakka yður fyrir hjálp- ina, sagði hún hálf vandræðaleg En jeg er jafn nær! Tveir þeirra hættu lífi sínu fyrir mig. Hvora á jeg að taka? — Kæra ungfrú. Jeg var að vona, að þjer skilduð mig betur. En ef jeg má ráð, takið þjer hvor- ugan! — Er yður alvara, skipstjóri? — Bláköld alvara. Og nú skal jeg segja yður hvers vegna. Báð- ir þessir ungu menn fóru eftir augnabliks hvötum og gönuðu út í óvissuna. Þeir hugsuðu ekkert um hvað þeir vora að gera, nje hvað af því kynni að hljótast.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.