Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1935, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1935, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGTTNBLAÐSTNS 301 margs nýtur, en þó alls ekki til þess að vera eiginmaður. Allir sátu án þess að xnæla orð. Oliva fór að skæla. Þá stóð Mark Twain á fætur og sagði: „Hatturinn minn, frakki og stafur lianga í anddyrinu. Jeg skal gæta þess að taka þetta alt með mjer, því að hingað kem jeg víst aldrei aftur“. Svo fór. þó að lokum, að Oliva „kom vitinu fyrir“ pabba sinn og fekk Mark sinn. Þau voru gefin saman árið 1870. * Mark Twain skrifaði bækur og belt fyrirlestra- TJpplagið af bók- um hans hverri fyrir sig var upp undir miljón á enskunni einni. — Fyrirlestra flutti hann um all- an heim. En í fyrstu var hann hálf kvíð’nn vegna þessara fyrir- lestra. „Salurinn verður opnaður kl. 7, en kvalirnar byrja kl. 8“, stóð í fyrstu fyrirlestraauglýs- ingum hans. * Mark Twain græddist vel fje; á „Huekleberry Finn“ þjenaði hann 100-000 dollara og bóka- forlagið, sem hann setti á stofn gaf einnig góðan arð. En peningamir vom ekki lengi í handraðanum hjá Mark Twain. Hann sóaði þeim út m. a. til að styrkja hugvitsmenn og tapaði f d. á einu af þessum „fyrirtækj- um“ meir en 700 þús. krónum. Einu sinni varð hann gjaldþrota, én þá hætti hann ekki fyr, en allir skuldunautar hans höfðu hver fengið sitt. „Það var í fyrsta skifti, sem jeg liafði meiri ánægju af því að borga peninga en að nurla þeim saman. * Enski rithöfundurinn Georg Ballans skrifaði Mark Twain einu sinni brjef og bjóst við að fá svar innan skamms. En eins og oftar dróst það fyrir Mark Twain að svara, og þá varð Georg Ballans hinn réiðasti og sendi honum skrifpappírsörk og frímerki. Mark Twain svaraði um hæl: Hefi móttekið skrifpappír og frímerki. Sendið undir eins umslag“. * Mark Twain var vinsælasti maður Bandaríkjanna, sinna sam- tíðarmanna, og jafnvel fyr og síðar og era til um hann fjöldinn allur af smásögum. Hyatt Smith prestur, sem var andbýlingur Mark TAvains um eitt skeið, hefir sagt eftirfarandi sögu: Jeg sat einu sinni á veggsvöl- um mínum og var að drekka kaffi, er Mark Twain fór hjá. Hann nam staðar og virtist hugsa sig um, en gekk síðan rakleiðis til mín og fleygði sjer i hægindastól og tók djúpt sog úr vindli sínum. — Gott veður í dag. — Ágætt veður. — Hamingjan veit hvort ekki væri betra að kæmi dálítil rigning. — Víst væri það gott fyrir okkur, — Hvernig líður konunni yð- ar ? —’Ágætlega, og yðar? — Einnig prýðilega. Nú varð þögn, en því næst krosslagð.i Mark Twain fæturna og sagði; — Þjer eruð kannske hlessa á að sjá mig í dag. Jeg þyki held- ur ekki sjerlega fjelagslyndur ná- búi. En jeg er hingað kominn í dag vegna þess að jeg helt að yður kynni að langa til að vita, að hús yðar er að brenna .... — Brenna? Öll fjölskyldan rauk upp til handa og fóta og í sama bili brutust logarnir í gegn um þakið. A. G. í Abyssiniu er algengt að hermenn greiði með skothylkjum ef þeir eru auralausir. Þessi hermaður hefir verið að láta gera v’ð sár sín í sjúkrahúsi og hann borgar fyrir greiðann með skot- hylkjum úr belti sínu-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.