Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1935, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1935, Side 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 339 sína, má best sjá á því, hve mik- ið liefir verið út gefið af þjóðsö<i- um á síðustu árum. Það dylsf þó engum, að saprnir þessar eru mjög misjafnar að pjæðum. Margar liinna nýrri sagna standa þeim eldri að baki. Aldarháttur sá, sem nú ríkir, skapar naumast það andrúmsloft, sem vænlegast er til vaxtar k.jarngóðum þjóðsögum. Trúin á forynjur og drauga, hin barnslega einlægni og sannfæring um sann- léiksgildi æfintýranna, þverr, og um leið raissa þjóðsagnir þann blæ, sem gefur þeim máttinn og dýrðina. Ólafur Davíðsson ljet eftir sig feiknin öll af skráðum þjóðsög- um, og hefir óefað á þann hátt bjargað þeim mörgum frá gleymsku og glötun. Þó ekki væri fyrir neitt annað en þetta, á ís- lenska þjóðin honum mikið að þakka. Margir munu að vísu segja, að almenningi væri meiri þörf á öðrum bókum en þjóðsög- um, en það er þó í alla staði ílt að hafa þá fjársjóðu falda. Og margt er prentað, sem síður skyldi. Mjer er kunnugt um það, að margar af sögunum í safni Ól- afs eru mjög merkilegar og geta fullkomléga jafnast á við það besta, sem birst hefir áður í sömu grein. Auk sagna hans í tímaritinu Huld (1890—1898) og í Islensk- um þjóðsögum (1899). er nýlega komin út eftir hann bók, með sama nafni, sem gefin er út af Þorsteini M. Jónssyni á Akureyri. Bók þessi er 384 blaðsíður, en er þó aðeins fyrsta bindi af þjóð- sagnasafni Ólafs. Mun úrval úr handritum lians nægja í þrjú til fjögur álíka bindi. ■Á þessu sjest, hversu miklu Ól- afi hefur tekist að viða að sjer af þessum fræðum. Þegar alt safn ið er komið út, þarf enginn að ganga að því gruflandi, hvílíkt stórvirki Ólafnr hefir unnið á þessu sviði. Að útgáfunni lokinni munu nöfn þeirra frændanna og sam- herjanna, Jóns Árnasonar og ól- afs Davíðssonar, tengjast ennþá nánar, og standa þar efst á blaði, sem skráð eru nöfn mestu þjóð- sagnafræðinga, sem ísland hefir borið. Það fer vel á því, að nöfn þess- ara tveggja manna standa bæði á titilblöðum fyrir íslenskar gátur, skemtanir, vikivakar og þulur, sem Bókmentafjelagið gaf út í fjórum bindum (1887—1903) Annaðist Jón um gáturnar, en Ólafur um hitt. Að þessu verki vann Ólafur, meðal annars, með- an liann dvaldi í Höfn, safnaði, bar saman handrit og afritaði. Þó að sjá megi þar á nokkra galla, ef vel er að gáð, og skorti nokk- uð á stöku stað á vísindalega ná- kvæmni, er safnið þo alt stór- merkt safnrit, skemtilegt með af- brigðum, og ómetanlegt íslensk- um bókmentum og menningar- sögu. Og þegar aðstaða Ólafs er athuguð, verður ékki annað sagt en verkið alt sje lionum til hins mesta sóma. Var nokkur samtíðarmanna hans, sem hefði getað gert bet- ur? Jeg leyfi mjer að efast um það. En hitt veit jeg, að þetta rit hefir veitt mjer og ótal mörgum öðrum margar ánægjustundir og meiri fræðslu um speki og snild íslenskrar alþýðu, en flestar aðr- ar bækur. í innlend og erlend tímarit os: blöð skrifaði Ólafur fjölda rit- gerða og smágreina. um ólíkustu efni. Ein ritgerð hans er um ís- lenskar kvnjaverur í sjó og í vötnum, önnur um ísland og ís- lendinga, eftir því sem segir í gömlum bókum útlenduin, þriðja um Tóbaksnautn á fslandi 'að fornu. fjórða um Heklu o. s. frv. Mikið rit (óprentað) samdi hann um Galdra og Galdramál á ís- landi og blaut verðlaun fvrir. Enn fremur ritgerð Um þilskipa- veiðar, sem prentuð er í Andvara (1886), er hann einnig hlaut verð- laun fyrir. Er það eftirtektarvert og næsta furðulegt, að hann skyldi rita um svo óskvld efni, og vera jafnvígur á bæði. Hann ritaði um alt af áhuga á málefninu sjálfu, en ekki til að þiggja laun fvrir, enda munu þau oft hafa verið af skornum skamti, og venjulegast engin. Bæði þjóð- sagnasöfnun bans og rit hans um þau efni voru unnin af kærleika. í öllu, sem að þeim fræðum laut, var hann margra manna maki, og það segir dr. Jón Þorkelsson um hann, að „aldrei nokkurntíma liafi verið lærðari maður, hvorki fyrr nje síðar, á slíka hluti. en liann var“. III. Og þrátt fyrir það átti náttúru- fræðin, og þó einkum grasafræð- in, hug lians hálfan, tímunum saman. Þegar Ólafur kom heim úr Hafnarútivist sinni, hafði hann, sakir fjárskorts, orðið að farga öllum bókum sínum, nema nokkr- u m náttúrufræðiritum, þau gat hann ekki við sig skilið. Svo hjartfólgin var honum náttúru- fræðin, engu síður en þjóðsagn- irnar. Söfnunaniáttúra hans kom hon- um að góðu haldi við báðar þess- ar vísindagreinar. f sama brjefi og áður var getið (til Guðm. Davíðssonar) segir Ólafur: „Jeg er líka farinn að safna til náttúrusögu íslands, og hefi farið yfir flestar bækur um hana. einkum grasaríkið, og ritað upp úr þeim hitt og þetta. Jeg hefi nefnilega í höfðinu að sgmja ís- lenska grasafræði og dýrafræði með tímanum. ef annars enginn vérður fvrri til þess. Þá verð jeg fyrst í essinu mínu. þegar jeg fei að safna flugum og ormum.. fiðr- ildum, möðkum og allsko.nar jurt- um, því það tæmir maður ekki svo glatt, fremur en lausavísurn- ar. Maður getur heimfært línurn- ar úr Hallgrímssálminum: „Þú veist ei hvern þú. hittir þar“. upp á þær. Það sem virðist vera ó- merkilegt, getnr verið merkilegt". Þegar Ólafur skrifar þetta, er hann 21 árs, — þessir hafa fram- tíðardraumar hans .verið. Sumarið 1885 dvaldi ÓJafur heima á íslandi. Safnaði lianp þá miklu af grösum og ýmsum nátt- úrugripum, og hafði með sjer til Hafnar um haustið. Veturinn eft,- ir skrifar hann Guðmundi bróð- ur sínum : „Smátt gengur með gorkúlurn- ar og það dótarí. Jeg sendi mest alt dótið yfir ti] Svíþjóðar, og liefi ekkert fengið af því aftur. en brjef hefi jeg fengið, og stend-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.