Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1935, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1935, Síða 8
344 LiÉSBÓK MORGUNBLAÐSINá Þetta er hin fyrsta flugvjel, sem stigin er, líkt og reiðhjól, og þannig knúin áfram. Það eru tveir þýskir verkfræðingar, sem hafa fundið hana upp. Á reynslufluginu fór hún um 200 metra og aðeins í 5 metra hæð yfir jörð. Gengið yfir Svalbarða. í sumar voru fjórir norskir veiðimenn frá Tromsö settir á land í Lómafirði, norðaustan á Svalbarða. Skip átti svo að sækja þá í ágúst, en komst ekki alla leið vegna íss. Leið nú og beið fram að septemberlokum. Þá komst skipið til Lómafjarðar, en greip í tómt. Veiðimennirnir höfðu lagt á stað daginn áður og ætluðu að ganga yfir fjöll og firnindi til Longyearþorps á suðvestanverðum Svalbarða, og er sú vegarlengd 200 km. Mennirnir komust alla leið heilu og höldnu, en hálfan mán- uð voru þeir á leiðinni. Urðu þeir að fara yfir 2000 metra há fjöll og landsvæði, sem enginn maður hefir farið um áður. Urðu þeir altaf að liggja úti og hreptu mikla kulda. — Þar sem innbrot hafa verið framin í París að undanförnu, hafa húsráðendur fengið brjef með tilkynningu um það, að brot- ist verði inn hjá þeim aftur. Það komst upp að það var firma, sem selur þjófalása, sem sendi þessar tilkynningar. 5mœlki. r — Jeg segi að þú sjert svona af öli, en óli segir að það sje af bauta. Hvor hefir á rjettara að standa? — Fyrir fimm árum týndi jeg úrinu mínu og vissi ekki hvernig í ósköpunum jeg hafði farið að því. — Nú? — Jeg leitaði og leitaði, en var engu nær. En í gær fór jeg í vestið, sem jeg var í þá, og hvað heldurðu að jeg hafi fundið? — Úrið. — Ónei, jeg fann gatið á vas- anum, sem úrið hefir farið út um. Frúin klykti út lagið með þrumum og gjallanda. Þetta var „Bani Siegfrieds“ mælti hún. — Því trúi jeg veh góða mín, sagði inaður hennar. — Hvað heldurðu að svona fíll kosti? — Afskaplega mikið. Jeg vildi bara að jeg ætti svo mikla pen- inga, að jeg gæti keypt hann. — Keypt hann? Hvað mynd- irðu gera við hann ? — Ekkert. Jeg vildi bara að jeg ætti svo mikla peninga. — Fríða, jeg hefi heyrt lag- lega sögu um manninn þinn. — Blessuð lofaðu mjer að heyra hana. Jeg þarf að láta hann gefa mjer vetrarkápu. — Inga, hvers vegna viltu alt- af láta ömmu þína gefa þjer inn meðalið? Jeg get alveg eins vel gert það. — Nei. Amma hellir mestu ut- an hjá. I rúmlega 100 ár hefir verið ófriðarástand milli stjórnarinnar í Bandaríkjunum og Semino- Indíánanna í Florida. En nú ný- lega eru sættir á komnar. Sjást hjer á myndinni höfðingi Indíán- anna og Ickes, innanríkisráð- herra, þar sem þeir eru að ræða um friðarskilmálana.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.