Lesbók Morgunblaðsins - 05.01.1936, Side 2
2 1 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
ekki það að kynnast landinu
st*m ferðamaður, heldur hafði
hann hu{tsað sjer að ger-
ast stórhóndi á Islandi. —
Frjetti hann nú að jörðin Hvítár-
vellir í Borgarfirði mundi föl, og
fór liann þá þangað upp eftir um
vorið. Keypti hann jörðina og
búið af Andrjesi Fjeldsted fyrir
36 þús. kr. Var kaupsamningur-
inn gerður 21. maí og tók hann þá
þegar við búi og búslóð.
Samkvæmt kaupsamningnuni
fylgdi þessi kvikfjenaður: 7 kýr
mylkar, 2 kvígur, 1 naut, 1 ung-
neyti. 5 hestar, 4 hryssur, 2 folar
(2. og 3. vetra), 3 tryppi vetur-
gömul, 109 ær, 93 gemlingar, 13
hrútar veturgamlir og 4 eldri.
Það varð og að samningum að
Sigurður, sonur Andrjesar Fjeld-
sted, nú bóndi í Ferjukoti, yrði
ráðsmaður barónsins og gengdi
Sigurður því starfi í tvö ár. En
vinnufólk það, sem fvrir var,
fylgdi bviinu.
A sumrin var þar margt kaupa-
fólk, og var tíísli Þorbjarnarson
búfræðingur verkstjóri þar. um
sláttinn. Munu þá hafa verið þar
í heimili um 30 manns. Það er
mælt, að baróninn hafi jafnan
sjálfur viljað sjá það fólk, sem
ætlaði að ráðast til hans. Þóttist
liann vera svo mikill mannþekkj-
ari að hann gæti sjeð á því hvort
það mundi vinna sjer trúlega.
Annars ljet hann verkafólkið alveg
afskiftalaust, og talaði aðeins við
ráðsmann sinn eða verkstjóra, er
liann vildi hafa einhver afskifti af
búskapnum. og voru þá margar
tilliigur hans þannig. að vel var
hægt að taka þær til greina, þótt
ókunnur væri hann öllum búnað-
arháttum hjer og íslenskri veðr-
áttu. Tei jeg sennilegt að hann
hafi opnað augu ýmissa manna
fyrir því að vjer íslepdingar gæt-
um lært þó nokkuð af búskapar-
lagi annara þjóða, að breyttu
breytanda, enda þótt það yrði hon-
um . sjáJfum ekki til gengis.
Eins og áður er sagt var hann
ljúfmannlegur í umgengni, en af
verkafólki sínu krafðist hann fullr
ar virðingar, og heimtaði það t. d.
að karlmenn tæki ofan, þegar þeir
ssei sig, við hvaða verk sem þeir
væri. Tlla var honum við alla
hnýsni. Einu sinni gerðu piltar
það að gamni sínu að senda til
hans einfalda en framhleypna
kauj»akonu að spyrja hann um það
hverra manna hann væri, vegna
þess að þeir þóttust ekki vita nein
deili á þessum einkennileg i mtnni.
Baróninn leit aðeins við henni o<r
mælti: „Vitið þjer ekki að þ«o er
ljótt að spyrjaf*
Hús bygði hann handa sjálfum
sjer á Hvítárvöllum og hafðist
þar aðallega við þegar hann var
heima, en það var sjaldan lengur
en hálfan mánuð í senn, því að
hann virtist eirðarlaus og vildi
altaf vera á ferðalagi.
Á veturna dvaldist hann laug-
dvölum í Reykjavík, en heimtaði
að hann væri sóttur þangað hvern-
ig sem á stóð. Varð þá að flytja
hann á skipi upp á Akranes, og
hafa þar til hesta, er hann gæti
farið á heim að Hvítárvöllum.
Voru þessi ferðalög hans dýr, og
báru rneir vott um að í honum
byggi eirðarlaus sál, heldur en
fjáraflamaður og framsýnismaður.
I fylgd með lionum var nnglings
piltuf, sem hjet Richard Leciiner
og var talinn fóstursonur hans og
• ritari. Þeir voru oftast saman. —
Fekk baróninn sjerstaka ráðs-
konu fvrir |»á að Hvítárvöllum.
Það var Elísabet Árnadóttir,
sem seinua giftist Sig-
ui ði Fjeldsted og er nú liús-
freyja í Ferjukoti. Var baróninn
liitm inesti sælkeri og helt sig vel
í mat <>g drvkk. Átti hann jafuan
-ærnar birgðir af áfengi, sem liann
pantaði frá útlöndum. Kvaðst hann
ekki geta borðað nema því aðeins
að liann hefði vín með mat.
Stofnandi fyrsta mjólkur-
bús á íslandi.
Um þessar mundir fekk bar-
ÓTiinn þá hugmynd að setja á stofn
kúabú í Reykjavík. Bygði hann
þá fjós hjer fyrir 40 kýr, og gekk
það undir nafninu Barónsfjósið,
og út af því fekk Barónsstígur
nafm sitt.
Til þess að fá kýr í þetta fjós,
seldi hann sauðfje á Hvítárvöll-
um og ljet svo kaupa kýr hingað
og þaugað, austan við fjall, í Mos-
fellssveit og víðar, en fekk aldrei
nema -20. Ætlaði liann svo að
græða á því að selja mjólk í bæ-
inn. En mjólkurpotturinn kostaði
þá ekki nema 15 aura, kýrnar
vonx víst mestu gallagripir og
dýrar á fóðrunum.
Hugmynd barónsins var sú, að
liafa þær uppi á Hvítárvöllum á
sumrin og gera smjör, skyr og
osta úr mjólkinni, og flytja svo
hey á sumrin hingað suður. Til
þess að annast þessa flutninga
keypti liann lítinn gufubát, sem
nefndur var Hvítá, og ennfremur
stóran flutningabát til að hafa í
eftirdragi.
Segja Borgfirðingar að allur
búskapurinn á Hvítárvöllum hafi
gengið ævintýri næst, en þó hafi
þeim fátt þótt ævintýralegra og
skemtilegra, heldur en þegar gufu
báturinn kom öslandi upp eftir
allri Hvítá. Vrakti þetta og þá
von í brjóstum margra, að sumar
af stóru ánum á íslandi myndi
vera skipgengar á köflum og yrði
að því stórkostlegar samgöngu-
bætur þegar slíkir bátar kæini á
fleiri ár.
Fjósið kostaði 16—20 þús-
iind krónur, ,,Hvítá“ 12 þús. og
flutningabáturinn 3000 kr., svo
að stofnkostnaður varð ærinn. Við
það bættist að kaupa varð liey hjer
í kring lianda kúnum, og auk þess
var þeim gefinn mikill matur.
Mun því altaf hafa verið tap á
kúabúi’iu. En þetta var fyrsta
kúabú. sem sett var á stofn hjer
á iandi í því skyni að selja mjólk,
og varð baróninn því brautryðj-
andi á því sviði.
Ævintýramaður.
Baróninn mun hafa verið fje-
íítill er hann kom hingað. Hafði
hann eytt aleigu sinni í einhverja
konu vestanhafs. Þó átti hann eitt-
hvað af hlutabrjefum í járnbraut-
um þar vestra, og var bróðir hans,
sem átti heima í Baltimore að
selja ]>au fyrir hann. Þessi bróðir
ávítaði hann harðlega í brjefum
sínum fyrir það uppátæki að fara
til íslands, og sagðist ætla að
hann ætti nú að vera orðinn svo
veraldarvanur, að hann gerði ekki
fleiri skyssurnar. Ljet hann þess