Lesbók Morgunblaðsins - 05.01.1936, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 05.01.1936, Síða 4
4 LBSBÓK MORGUNBLAÐSINS En líklegt sje að fjelagið tœki sjer aukastðð fyrir austan. Mun hann þar hafa haft Dyrhólaós í huga, því að hann var með það ó prjón- unum jafnframt að byggja þar höfn. Hann segir ennfremur, að tog- arar þeir, sem fái að veiða í land- helgi muni verja hana fyrir öðr- um togurum í sjólfs síns þágu, og með því móti mundi miklu færri togarar en ella veiða í landhelgi. Að lokum segir hann: „Þess má geta, að ef þingið vill ganga að þeim skilyrðum, sem nauðsynleg etu frá þess liálfu, þé mun ekki standa á stofnun fjelagsins, með nægum höfuðstóli, sem auðvitað lilýtur að nema svo mörarum miljónum skiftir". Fekk hann svo Guðlaug Guð- mundsson til að bera fram frum- varp á þingi um þetta, og fanst þá sem alt væri klappað og klárt, og fór nú að búa sig til utanferðar til þess að stofna fjelag í Londou, til þess að hagnýta sjetleyfið. Seldi hann nú Miljónafjelag- inu gufubátinn „Hvítá“. Hjet hann seinna „Orninn“, og var höggvinn upp nokkrum árum seinna. En flutningabóturinn hafði farist í Borgarfirði haustið áður. Hvað skal gera, þegar peninga vantar? Baróninn átti fallega hesta, sem hann ætlaði nú að selja. Bar einn þó af. Var það grár brokkari, hinn besti reiðhestur; hafði bar- óninn einu sinni riðið honum upp að Kolviðarhóli á klukku- stund. Nú var það maður í Borg- arfirðinum. sem vildi kaupa Grána. Baróninn heimtaði 300 krónur fyrir hann, en maðurinn kvaðst ekki eiga nema 200 kr. „Vitið þjer ekki hvað maður á að gera þegar mann vantar pen- inga V' spurði baróninn. Nei, það vissi hinn ekki. ,,Þá á maður að stinga hyssu upp í sig og hleypa af“. Skömmu síðar sigldi hann. en Richard varð eftir og fór ekki fyr en hálfum mánuði seinna. Þótti honum ilt að skilja við vínbirgðir þær, er baróninn átti. Bauð hann þá ýmsum bændum heim og sátu þeir þarua að sumbli í 2 eða 3 daga. En þá var líka alt upp drukk ið nema nokkuð af öli. En það er að segja af þinginu, að eftir langar umræður var frum- varpið felt með jöfnum atkvæð- um, 10 :10. Baróninn dvaldist um hríð í London, eu varð ekkert ágengt og mun Vídalínsútgerðin hjer hafa spilt fyrir honum. Og svo lagði hann á stað frá London og þóttist ætla til Vín. En skamt fyrir utan London skaut hann sig í járnbraut arvagninum. Var hann þá aðeins með eitt penny á sjer, og stór- skuldaði á gistihúsinu þar sem hann hafði briið. Þannig lauk ævi hins eina bar- óns, sem átt hefir heima á íslandi. Hann fylgdi kenningu sinni unt það hvað peningalaus maðlU' íetti að gera. Þrotabú. Þegar Sigurður Fjelsted fór frá haróninum rjeðist þangað ráðs- maður Þórmundur Vigfússon, sem nú er i Bæ. Helt hann búinu gangandi til vors, en þá var alt selt og var þrotabú, því að bar- óninn hafði haft þann sið að skulda öllum, sem hann gat skuld- að. ólafur Davíðsson á Þorgauts- stöðum keypti jörðina af skifta ráðenda, en Edinborg keypti fjós- ið hje'r; siðan eignaðist bærinn það. Gísli Þorbjarnarson kevpti húsið við Laugaveg. Aðrar eignir barónsins voru boðnar upp og fóru fyrir lítið. Meðal annars hafði baróninn átt mikið af málverkum. Þau keypti Einar skáld Benediktsson öll fyrir 1000 krónur. Hafði Einar oft verið gestur harónsin.s á Hvít- árvöllum, og í einni ferð þangað varð til kvæði harts „Haugaeldar". Af Richard er það að segja að hann var í Bielefeld í Þýskalandi þegar hann frjetti lát barónsins. Ætlaði hann að reyna að ná í fje til þess að bjarga búinu á Hvít- árvöllum. En það tókst ekki. — Rieðist hann þá • í siglingar oer flæktist víða um heim. Skrifaði hann Sigurði Fieldsted við og við. en svo hættu brjefin að koma og byggur Sigurður að Richard muni þá hafa látist einhvers staðar úti í heimi. * Hjer lýkur að segja frá barónin- um á Hvítárvöllum, einhverjum merkilegasta útlending, sem hing- að hefir komið. Því miður farnað- ist honum ekki vel, en enn í dag lifa þær hugsjónir, sem hann flutti liingað: trúin á -breyttan land- búnað, trúin á gróðurmagn ís- lenskrar moldar og trúin á hafið, Tyrkland og San Marino Þegar ftalía sagði Miðríkjunúm stríð á he’ndur 1915, gerði kot- ríkið Sah Mariho það líka. V'ýrir nokkru fór búnaðarmála- stjóri Tyrkja til Evrópu til þess að k.vnna sjer nýjústú framfarir í landbúnaðarinálum. Meðal annars fór hahn til San Marino, en þá brá honum í brún er hann var tek inn fastur á landamærunum, vegna þess að hann væri þegn fjand- manna þjóðar; Tyrkland og San Marino væri enn í striði. Kom það nvi upp úr kafinh, að begar bandamenn sÖmdu frið við Tyrki, Lausanne-friðinn svð- nefnda, var San Marino ekki boð- ið að taka þátt í þeim friðarsamn- ingnm. oa: ríkið hefir aldrei undif- skrifað þá. Hafði San Marino alveg gleymst við þessa friðarsamniníra og Tvrkir vissu ekki betur en að San Marino og ítalía væri eitt. En San Marino hefir ekki glevmt þe'ssU. og telur sig enn eiga í stríði við Tyrki. San Marino er aðeins 61 fer- kílómetri að stærð, og þar eru um 13000 íbúar. Pietur litli vill ekki sofna. Pabbi bans sest því á rúmstokk- inn bjá honum og fer að segia bonum söeur. Eftir nokkra stund verður alt bliótt bar inni. og mömmu verðnr bughmgrn Hún onna.r svefnberbergisburð- ina gætilega og hvíslar: — Sefur hann’ Á gólfinu stendur Pietur litli í náttfötunum og hvíslar aftur; — Já, nú sefur hann.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.