Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1936, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1936, Síða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 91 að endurbyggja nauðsynleg fjen- aðarhús. Handa fólkinu ljet je'g einungis koma upp skúrhýsi til vetrarins. Yar það ráð tekið að undirbygging baðstofunnar var reist við og fóðruð og þiljuð á alla vegu, en sperrur teknar ofan og gluggar settir á eftir þörfum. Bæjardyr, búr og eldhús var sett við hliðina á þessum skíír og síð- an mokað mold að á þrjár hliðar og svo tyrft yfir alt saman svo að vatn gengi síður í bynginn. Þetta er sú ljótasta bygging sem je'g hefi nokkum tíma sjeð á guðs grænni jörð. En hún gerði sitt gagn, var hlý og gat ekki hrunið, hvað sem á kynni að ganga. Er mje'r það enn í minni hvað við vorum öll barnslega glöð í Arnarbæli daginn sem rúmfatn- aðurinn var borinn inn úr tjöld- unum, eftir að við höfðum legið í fötunum úti frá því 26. ágúst og þangað til komið var langt fram í október. Við hlökkuðum til eins og böm að mega hátta og þurfa vonandi ekki að rjúka upp úr rúm unum með andfælum um miðja nótt, til að bjarga lífinu. EGAR kom fram yfir vetur- nætur fór jeg að húsvitja eins og vant var. Kom je'g þá á hvem einasta bæ í sveitinni og stóð óvenju lengi við á mörgum bæjum. Þá voru allir komnir í bæi sína endurbætta, eða í bráðabirgðaskýli til vetrarins og öllum leið þá orð- ið sæmilega. Bömin, sem suður fóra, voru fle'st komin heim aftur og hafði dvölin fyrir sunnan verið þeim ein óslitin jólahátíð. Þau komu heim feit og sælleg og fötuð til margra ára. Krakkarnir töluðu ekki.um ann- að en mömmu og pabba fyrir sunn an. Og þegar mæðurnar vorp að sýna mjer fatnaðargnægðina, sem fylgdi börnunum lir suðurferðinni, þá runnu gleði og þakklætistárin niður eftir kinnum þeirr.a í stríð- um straumum. Það var einungis ei.tt, sem vakti leiðar endurminningar hjá krökk- unum, og það var, að um leið ög suður kom og þau voru færð í ný föt innst sem yst, þá voru þeir snoðkliptir og baðaðir, sumir jafn vel oftar en einu sinni. „Mjer þótti yers.t þegar jeg var Síra Ófeigur Vigfússon í Fells- múla iýsir jarðskjálftanum svo: Jörðin var sem sollinn sær, menn köstuðust til að slengdust niður og urðu að halda sjer, að þeir yþti ekki sem kefli. Fjenaður fæld- ist, fell, eða stóð nötrandi af hræðslu með alla fætur sem mest út undan sjer til að detta ekki, og tryltu augnaráði; hestar frís- uðu og fnæstu, kýrnar öskruðu hamslausar, kindur stöppuðu í jörðina og bljesu og engin skepna þorði undir þak. Mikið þótti Kaldárholtsfólki og öðrum seln búa við Þjórsá, að sjá ána í jarðskjálftunum. Hafði aðra stundina verið sem liún þurkaði sig, og sá í botn dýpstu ála, en hina stundina beljaði hún yfir alt, og" eins hafði verið ægilegt að sjá Rangá ytri frá bæjunum meðfram henni. Á Rangárvöllum: Á Þingskálum voru 6 manns í heimili auk húsfreyju, sem ekki var heima; hún var yfirsetukona og liafði verið sót.t. Bóndi svaf ásamt 2 unglingum í öðrum enda baðstofunnar og komst þar út um stafnglugga. Ætlaði bóndi yfir í liinn endann að bjarga vinnuhjú- um, sem þar sváfu, vinnukonu, vinnumanni og ungling hinum þriðja, en þá var miðbik baðstof- unnar fallið og er hann kom út um gluggann hjá sjer, sá hann að hinn endinn var einnig fallinn ofan á fólkið; ætlaði hann þá að ná sjer í ljá til að ske'ra ofan af þeim þakið, en verkfæri öll og amboð lágu þá undir rústunum. Flýtti bóndi sjer þá berfættur til næsta bæjar, fekk þar ljá og mannhjálp og tókst svo að ná mönnunum lifandi. Þekjan með súðinni hafði lagst á rúmgaflana og bríkurnar, en baðstofuglugginn brotnaði svo loft komst að þeim í rúmunum; höfðu þau öll líf og sakaði ekki. látin í stampinn“, sagði eitt te'lpu- krílið og það fór hrollur um hana um leið. I Bolholti ól kona barn hálfri s,tundu á undan jarðskjálftanum; var það andvana. Hafði konan verið færð í rúm andspænis því í baðstofunni, og kom það til af atviki að hún var ekki aftur kom- in í sitt eigið rúm, en fullyrt er að ef hún hefði verið komin þang- <að aftur, mundi hún hafa kramist til dauða, svo miklu meira seig súðin þeim megin. Tóks.t svo að koma konunni út um stafnglugg- ann á baðstofunni og var hlúð að henni í kálgarðinum, þangað til náðist í tjald og tjaldað var yfir henni. Konan komst fljó.tt til heilsu aftur. í Koti var húsmóðirin ein í bænum, bóndinn var í Grafarnesi að heyja og fór ekki heim eftir kippinn. En um morguninn, þegar bóndinn frá Svínhaga fór fram hjá Koti og tók að hyggja að hvernig þar væri ástatt, sá hann að húsmóðirin lá úti í glugganum, var föst undir rústunum og komst eigi út. Hafði hún legið þannig alla nót.tina. í Landsveit: Skarðsfjall þoldi ekki hreýfing- una, og auk þess sem blágrýtis- björgin sprungu 1 sundur og hrundu í feikna stórum molum niður á sljettlendið, dustaði fjall- ið utan af sjer hinar fögru grasi grónu hlíðar, er lágu með líðandi halla upp á brún þess; þessar feikna þykku grashlíðar höfðu runnið líkt og þykkur lögur niður á sljettar grundir og námu ekki staðar fyr en rúmum 100 föðmum eftir að þær komu niður á jafn- sljettu. Vinnumaður svaf í skemmu í Fellsmúla; háir grjótveggir og þykt ræfur fell ofan á hann þar sem hann svaf; hann var gnafinn upp, þjakaður mjög, en ómeiddur. Þremur húsfreyjum var bjargað undan eldhúsrús.tum: Guðríði Finnbogadóttur á Vindási, Helgu Árnadóttur og Guðríði Gísladótt- Ur sögu jarðskjáiftanna

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.