Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1936, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1936, Page 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 93 GuOmundur „dúllari". Hjer bætir kona ein úr Rangárþingi við frásagn- ir þær, sem áður hafa birst í blöðum um þenna sjer- kennilega mann, þenna „glaðlynda og góðlynda" flakk- ara. Þegar je'g fyrir nokkru las í Fálk- anum grein dr. Guðbrands Jóns- sonar, um Símon Dalaskáld, grein sem bæði var skrifuð af þekk- ingu og snild, þá hlakkaði jeg til að heyra eitthvað frá sama höf- undi, um gamla kunningja minn, Guðmund dúllara. En je'g verð að segja það, að jeg varð fyrir von- brigðum, ennþá meiri vonbrigð- um en þegar jeg í fyrra las grein Odds Oddssonar í Lesbók Morgun- blaðsins, um þenna sama mann. Mig furðar annars á því hvað báð- ir þessir höfundar hafa lítið þekt hann, karlsauðinn, sem bar þó að allra dómi að öllu eða flestu af sínum stjettarbræðrum, flökkur- unum. Dr. Guðbrandur gerir hann að Hnappdæling og segir að hann hafi verið sönghneygður eins og ættmenn hans, Hnappdælingar!! Hvernig er ættfærslan 1 Það gæti nú einhve'r sagt sem svo að litlu máli skifti um ætt Guðmundar dúllara. En það er misskilningur. Það skiftir ætíð miklu, að rjet.t sje farið með heim- ildir og það verður að gera þá kröfu til þeirra sem skrifa fyrir fjöldann, að þeir að minsta kosti geri sjet far um að vita hvað þeir eru að fara með. Guðmundur dúllári var Arna- son, fæddur í Rangárvallasýslu af^ góðum ættum þar, hann var syst- ursonur Tómasar Sæmundssonar prests á Breið,abólsstað. Föður- ætt Guðmundar þekki jeg minna, faðir hans, Árni, var Hjartarson prests að Gilsbakka. Guðmundur var upphaflega góðum gáfum gæddur og er ekki hægt að bre’gða honum um að hafa farið illa með þær, en um tvítugt kendi hann heilsubilunar og leitaði sjer við því lækninga, til skottulækna þó, og eitthvað munu þeir hafa reynt að bæta úr lasleikanum, því etftir því sem Guðmundur sagði sjálfur frá, þá var honum tekið 9 sinnum blóð, á einu ári. Geta læknar frætt fólk á því hvort það hefir verið honum heilsubót. En hvort sem það hefir verið þessum lækningatilraunum að kenna eða ekki, þá fór svo að Guð- mundur varð gersamlega truflað- ur, þó ekki um langan tíma, en jeg heyrði hann oft minnast á þetta ástand sitt. En upp frá því varð hann hraustur og kendi sjer aldrei nokkurs meins í neinu. Hann er sá eini maður, sem jeg hefi haft kynni af sem var að öllu leyti fyllilega ánægður með lífskjör sín og má í því líkja honum við hinn skyrtulausa, sem allir kannast við. Hann var þakklátur fyrir það sem honum var gott gert, og sagði eitt sinn við Guðmund kíki, sem einn- ig var flakkari, en talaði eitthvað ógætile'ga í áheyrn nafna síns: „Það hæfir ekki mönnum í okkar stöðu að sýna mikla heimtu- frekju". Guðmundur var aufúsugestur þar sem hann kom og bar margt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.