Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1936, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1936, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 163 Sjóliðsforingjaefni í herskólanum í Potsdam, eru látin læra margskonar líkamsæfingar. Meðal annars er sú að kasta járnkúlum og henda þær aftur á lofti, eins og sjá má hjer á myndinni. konungur Þormóði að rita sögu Danakonunga á latínu. Svo fór Þormóður að fást við Noregskonungasögur, og þá jafn- framt um sögur norsku landnema- bygðanna, og þær sögur gaf hann iit smám saman: „De rebus gestis Faereyensium“ (Færeyingaþátt), „Orcades" (Orkneyingasögu), „Vinlandia" (um fund Vínlands hins góða), „Grönlandia antiqua" (Grænlendingasögur) og auk þess sögu Hrólfs Kraka á latinu. Alt voru þetta rit, sem hlutu að vekja mikla athygli, þegar þau voru orð- in aðgengileg vísindamönnum um allan heim. Saga Noregs. Um líkt leyti og seinustu ritin birtust, hafði Þormóð- ur fuUgert, að svo mikhi te/ti sem honum entist það, aðalrit si't, sern gerði hann frægan um aidir, en það var „Historia rerum Norwegi- earum“ eða saga Noregs framan úr grárrj forneskju og fram að á.rinu 1387. Þetta mikla rit, sem átti engan sinn líka, ve.r prentað 1711. Hafði Þormóður þar stuðst við hinar bestu heimildir, svo sem Heimskringlu Snorra. Fagurskinnu, Morkinskinnu og Hrokkinskinnu fen hann gaf handritunum bessi nöfn. sem haldist hafa síðan). Auk bess stnddist hann við íslend- int'asögurnar. Hann dró saman úr bessum heimildnm ait sem saman átti. c\n haf^i sína aðferð við sam- anhnrð heimilda ^Ffintvr Og kvniasönnr tók hann með. bví að bann leit svo á. að í beim gæti verið fnltriun sö«rnie<rur kiarni. Og með bessu riti hafði hann unnið það brekvirki að skrifa sögu Nor- egs í heild svo að hún var að- gengileg fvrir vísindamenn um aU- an beim. Að einu ievti hefir rit. þetta miög mikla býðingu fyrir oss Islendinga. bví að bar eru kaflar og útdrættir úr ritum, sem nú eru giötuð. Og hann gerði ann- að meira. Hann Ijet Asgeir Jóns- son ritara sinn afrita fiölda mörg handrit, sem seinna forust í brun- anum mikla í Kaupmannahöfn 1728, og þess vegna eru þær heim- i'dir ekki glataðar. Þessi handrit Ásgpirs eru þvi afar m’kils virði. líjer eftir skal farið fljótt yfir sögu. Hinn 10. júlí 1664 var Þormóð- ur gerður að konunglegum um- boðsmanni í Stafangurstifti. Varð honum það embætti að mörgu leyti mæðusamt, En á meðan hann gegndi því, kyntist hann konu, sem hjet Anna Hansdóttir og kallaði sig Stangeland. Átti liún heima á bænum Stangeland á eynni Körmt. Hún hafði verið gift tvívegis áður, fyrst Laurids Jensen, lector tþeol. við dómkirkjuna í Stafangri, og síðar Iver Nielsen Lem, umboðs- manni Útsteinsklaustúrs. Triilof- aðist Þormóður henni, og var trú- lofunarveisla þeirra haldin að Stangeland, en síðan voru þau gefin saman í Koparvík. Segir Þormóður svo um kvonfang sitt í einu af brjefum sínum, að hann hafi verið á ferð um Körmt að leita fornminja og liafi þá kynst konunni, og trúlofast henni til að fá fastan samastað og trvggja framtíð sína. Hjónaband þeirra varð farsælt, en ekki varð þeim barna auðið. Eina dóttur mun konan hafa átt af fvrra hjónabandi. og þegar hún ljest í árslok 1605 (úr land- farsótt, sem Þormóður segir að hafi orðið 1000 manns að bana í nærliggjandi hjeruðum), greiddi Þormóður erfingjum hennar arf eftir hana, en kaus Stangeland undir sig. Árið 1671 fór Þormóður til Is- lands til að ráðstafa arfi eftir fÖð- ur sinn og Sigurð bróður sinn. Ferð þessi varð söguleg, því að á heimleiðinni vóg Þormóður mann í sjálfsvörn á Sámsey og var dæmdur til dauða fyrir það, Þeim dómi fekst þó brej«tt, en vegna þess að frá þessu er skýrt í grein í Lesbók Morgunblaðsins 1927, bls. 216, verður sú saga ekki rakin hjer nánar. Þormóður bjó á Stangéland á Körmt til dauðadags. - Um 1705 varð hann veikur af of mikilli á- reynslu og misti þá minnið. Eft- ir það gat liann ekki starfað neitt. En þá hafði hann þegar lokið glæsilegu æfistarfi, og reist sjer með því þann bautastein, að marg- ir metnaðargjarnir menn myndi vilja kjósa sjer slíkan. Hann andaðist 31. janúar 1719.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.