Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1936, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1936, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 167 í Tröð Bjart er yfir bænum gamla, bygðin hvílir vært og rótt; út við hleinar öldur svamla, yrjar döggum vorsæl nótt. # Gísli’ í Tröð var glanni’ á sjónum, gætti lítt þótt syði’ á keip, oftast var hann einn á sjónum, árum sparn í rastarsveip. Snemma þótti Gísli geta grunt og djúpt á miðin sótt. Jafnan vildu fáir feta ferðir hans, því langt var sótt. Oft var talin óhrein leiðin örla víða’ á boða’ og grunn, samt í myrkri sigld var leiðin svona var hún Gísla kunn. Veðurspárnar vina sinna virti Gísli einskis hót; oftast fór hann ferða sinna fast þ.ótt ýmsir rjeðu mót. Rendi’ upp bökkum, rauk af báru, runnu’ í vestri stormadrög, stigu’ og hnigu’ í steytingsbáru straumsins kröppu þungu lög. Einn varð Gísli’ að ausa’ og stýra, aka seglum til og frá; fáir þóttu fimar stýra, furða var hvað skjektan lá. Þegar brast í röng og reiða, rykti’ í böndum, stefni’ og kjöl, skyldi þá við skutinn freyða, skella’ og lyfta undir kjöl. Skjektan var sem fugl á flugi, fast í skautið Gísli dró; altaf var hann ofurhugi, enginn veit hvað fleytan dró. Bridge. S: D, 9,7. H:Ás. T: Ás, 10. L: K, 6. S: Ás, 6, 4. I H: D, Q, 8. . T: enginn. L:7,5. ____fl_ S:G,8. H: K, 10,7,4,3. T: 7. L: ekkert. Grand. A slær út. A og B eiga að fá 7 slagi. —-—<-m>—-— lieilcigur Patrekur. Lesbókinni hefir borist eftirfar- andi athugasemd út af grein um heilagan Patrek, sem birtist í Lesbók 12. apríl þ. á. Hvaða helgi Patrekur það var, sem Orlygur gamli var í fóstri hjá í Suðureyjum, get jeg ekki fund- ið. En ekki hefir það verið hinn frægi St. Patrick, postuli og vernd- ardýrlingur írlands. því að hann var þá fyrir löngu dáinn. Hann lifði að talið er á árunum 373— 463 og er talið að hann hafi átt: mestan þátt í því að kristna Ir- land. En Kolumba, sá er þeir Ör- lygur frændur trúðu á, hefir ver- ið St. Columba, sem var uppi frá 521—597. Hann var írskur að ætt og ólst upp í Jriandi, en stofnaði klaustur í Ióna í Suðureyjum og starfaði þar lengi að kristniboði. Þar var hann og grafinn, en bein hans voru tekin upp eftir heila öld. Árið 878 var skrín hans með helgum dómum flutt frá Ióna til írlands. Þessi flutningur á hinum helgu dómum Columba, hefir þv.í verið litlu áður en Örlygur lagði af stað úr Suðureyjum í för sína til fslands. Sbr. Dictionary of National Bio- graph, Salmonsens Leksikon o. fl þar á meðal Pears Cyclopæd.a. Helgi Guðmundsson. S: 10. H: 9, 6, 5,2. T: 9,8. L: 8. Skaut er laust og skjekta naustuð, skorðum grópað fast í jörð. Gísli hlaut að leiðarlokum lending heim við Breiðafjörð. 3675 skref og 9 þumlunga mega Gyðingar ganga lengst á sabbats- daginn, samkvæmt Talmúd. Rjett- trúaðir Gyðingar gæta þessarar reglu enn í dag. L. K.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.