Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1936, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1936, Blaðsíða 4
164 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Arnl Ola: Kaflar úr sttgu HEGNINGARHÚSSINS í REYKJAVÍK. ii. Nýjar ráðagerðir um strok. Nú var það þessu næst, seint í október 1805 að Waldbohm fanga- vörður kœrir það fyrir yfirvöld- unum, að enn hafi nokkurir fangar tekið sig saman um það að strjúka úr fangahúsinu, og kvað hann að- alhvatamann þess Steinmóð Odds- son. Hafi hann reynt að fá Ein- ar Ásmundsson til þess að strjúka með sjer. en hann hafi ekki vilj- að það og sagt sjer frá fyrirætl- aninni. Hafi hann því lokað Stein- móð Oddsson inni. Bæjarfógeti þingaði í málinu 23. október og yfirheyrði fangana livern eftir annan. Fóru þeir und- an í flæmingi, eins og vant var og sögðu víst ekki rjett og satt frá „'állu. En svo mikið má sjá á yfhheyrslunum, að þarna hefir ver ið um víðtækt samsæri að ræða, og líklega hafa 7—8 fangar ætl- að sjer að strjúka í einum hóp. Einar Ásmundsson var fyrst yf- irheyrður og bar hann það, að •Tón Sigurðsson hefði fyrstur manna komið á mál við sig um að strjúka. Hefði Jón sagt að hann ynni honum þess vel að losna úr hegningarhúsinu, og að þeir væri nú 4 eða 5 sem hefði tek- ið sig saman um að strjúka og fá frels!. Seinna hefði Steinmóður Oddsson komið til sín og talað um þetta. Hefði hann þá sagt að Ein- ar skyldi ekki vera svo vitlaus að lát-a pína sig í tukthúsinu, og skyldi hann því strjúka með sjer og 3 öðrum, sem hann nefndi þó ekki hverjir væri. Sagði Steinmóð- ur að þeir fjelagar hefði einsett sjer að strjúka áður en póstskip- ið kæmi. Enn fremur sagði Einar frá því að Jón Sigurðsson hefði sagt sjer að hann yrði að ^míða kníf áður en þeir legði á stað, en nefndi ekki til livers hann ætlaði að nota hann. Þetfca hefði verið í miðri fyrri viku. Þá var kallaður fyrir rjett fang- inn Kjartan Ólafsson, sem grun- aður var um það að vera í sam- særinu. Hann bar það, að enginn liefði talað um þetta við sig nema Einar Þórðarson, sem nýlega væri kominn til hegningarhvissins aust- an úr Múlasýslu. Einar hefði sagt sjer að þeir ætluðu að strjúka í gær (þ, e. 22 október) og fara eitthvað austur á land. Væri þeir sjö í hóp, sem sje hann, Einar stóri Eiríksson iir Eyjafjarðar- sýslu. Steinmóður Oddsson, Vig- fús Erlendsson, Þórólfur Bjarna- son, Jón Sæmundsson og Jón Sig- urðsson. Sagði hann að Einar hefði sagt sjer að Jón Sigurðsson hefði nóga knífa. Kvaðst hann hafa þvertekið fyrir það að strjúka með þeim. en sagt Grími Olsen frá ráðagerðinni. og hann hefði síðan l.jóstað þessu upp við Waldbohm. Þá var Einar Eiríksson kallað- ur fyrir. Kvaðst hann ekki hafa heyrt minst á þetta fyr en Kjart- an Ólafsson hefði s.agt sjer frá samsærinu á sunnudaginn. Þórólfur Bjamason kvaðst ekk- ert hafa um þetta vitað fyr en eftir að Steinmóður hefði verið lokaður inni. Nú kom Jón Sigurðsson fyrir rjettinn. Hann kvað Þórólf Bjamason fyrstan manna hafa minst á þetta við sig og fcalið sig á að strjiika. Var Þórólfur þá spurður að því hvað hæft væri í þessu. og kannaðist hann við það. en kvaðst aðeins hafa sagt það í gamni. Eftir það var Jón þýfg- aður betur um málið, og viður- kendi hann nú að hafa talað um það við Einar Ásmundsson hvort hann vikli ekki strjiika með þeim Steinmóði og Einari Þórðarsyni, en kvaðst sjálfur ekki hafa ætlað sjer að strjúka með þeim. Steinmóður kvaðst ekki iuaia átt neina hlutdeild í ráðagerðinni. Kvnðst aðeins hafa spurt Einar Asmundsson að því hvort hann vildi ekki strjúka, eins og taðrir, en ekkert meira. Þá var Jón Sæmundsson yfir- heyrður. Viðurkendi hann að hann hefði heyrt minst á þetta fyrirhugaða strok fyrir nokkru. Vigfús Erlendsson hefði spurt sig að því hvort liann vildi ekki strjúka með þeim til Austurfjalla. Þórólfur Bjarnason yrði með, og það hefði hann sjálfur játað fyr- ir sjer. Hefði þeir a'lir verið ein- huga um þetta, og með þeim hefði ætlað að strjíika þeir Einar Eiriksson, Steinmóður og Kjart- an. Hefði verið áformað að strþika í vikunni sem leið, eða í öndverðri þessari viku, til þess að þeir gæti haft vikuskamt sinn með sjer í nesti. Þórólfur hefði átt að vera leiðsögumaður og foringi far- arinnar. Ekki hefði þeir ætlað að hafa nein vopn með sjer, en knífia og önnur verkfæri hefði þeir ætl- að sjer að fá á bóndabæjum. Síð- an átti að halda á fjöll og þar ætluðu þeir ;að 'ifa á sauðaþjófn- aði. Engin kona hefði átt að vera með. Sagði hann fyrst að Jón Sig- urðsson hefði ekki viljað vera með, en tók það svo iaftur og sagði þá að Jón Sigurðsson hefði einmitt átt að smíða knífa handa þeim, og hefði hann ætlað sjer að fara í smiðju til Hannesar í Þing- holti til þess. Þórólfur var nú spurður hvað hæft væri í framburði þessum, Og kvaðst hann þá hafa boðist til þess í gamni að vera leiðsögumað- ur þeirra yfir fjöllin. Vitnaðist svo ekki meira í þessu strokumáli. Tveir fangar fara í skentti- ferð. Einum mánuði eftir þetta, eða hinn 23. nóvember 1805 komu þeir Trampe lamtmaður og Prydenberg bæjarfógeti upp í hegningarhús til að halda þar rjett út af því að tveir fangar höfðu farið í óleyfi „að heiman". Vom það þeir Þór- ólfur Bjarnason og Vigfús Er-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.