Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1936, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1936, Blaðsíða 5
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 165 lendsson. Skýrði 'Waldbolirn fangavörður svo frá, að um bá- degi á sunnudiaginn hefði þeir horfið úr hegningarhúsinu, án þess að biðja urn burtfararleyfi, og ekki komið heim aftur fyr en klukkan 9 um kvöldið. Sýnir þetta nokkuð glögt hvern- ig eftirlitið með föngunum hefir verið, og að þeir munu hafa átt nokkuð auðvelt að strjúka, ef þeim hefði verið það fullkomin al- vara. Þórólfur var nú yfirheyrður fyrst og skýrði hann svo frá, að hann hefði skroppið suður á Álftanes til þess iað finna bróður sinn, sem byggi í Háhúsakoti( ?) Vigfús hefði farið með sjer og hefði þeir ekki víðar komið nema hvað þeir hefði gengið um í Landakoti og átt tal við Gamialíel, sem þar bjó, og fleiri, en ekki komið þar inn. Vigfús sagði hið sama um Álfta- nesferðina, nema að þeir hefði hvergi komið nemía til bróður Þórólfs, og þar hefði þeir fengið graut að eta. Nú bar Waldbohm þá kæru fram á hendur Þórólfi, að hann hefði stolið steinhamri frá hegninglar- húsinu og veðsett hann. Að vísu væri hamarinn kominn aftur, en söm væri Þórólfs gerð. Þórólfur svaraði þessu svo, að hann hefði á mánudagi'nn farið með hamarinn til Jóns Isachsens og beðið hann að geyma hann fyrir sig. Um leið hefði hann feng- ið lað láni hjá Jóni 2 mörk, en það hefði verið fjarri skapi sínu að setja hamarinn að veði fyrir þeim. En er hann var frekiar yfir- heyrður komst rjetturinn að þeirri niðurstöðu, að hjer hefði verið um veðsetningu að ræða. Voru þéir Vigfús og Þórólfur nú báðir dæmdir til líkamlegrar refsingar, Vigfús til að hýðast 20 kað- alhöggum, en vegna þess að Þórólfur hefði oft verið hýdd- ur áður og ekkert dugað, var hann dæmdur til að liggja í dróma í sólarhring, með knje bundin upp að höku, og vera þann tíma undir umsjá lög- regluþjóns, svo að víst væri að hann losnaði ekki. Það mun hafa verið í fyrsta skifti að slíkri refsingu var beitt við fanga, því að á næsta fundi stjórnar hegningarhússins er rætt um það, að sumir fangarnir sje svo ófyrirleitnir og forhertir að hýðingar bíti ekki á þá. Þess vegna sje nauðsynlegt að beita þeirri refsingu að keyra þá í dróma og láta þá liggja þannig lengi. Hafí þetta gefist vel er- lendis. Waldbohm segist ekkert ráða við fangana. Rjett eftir áramótin 1805—’06 skrifar Waldbohm stjórn hegning- arhússins. Kveðst hann ekki geta haft einn eftirlit með föngunum lengur, því að þeir sje oiðnir svo margir. Biður hann því um aðstoð. Samþykti þá tukthússtjórnin það að 01 e Björn, sem var hinn eini lögregluþjónn hjer í bænum, skyldi settur honum til aðstoðar og fá íbúð í hegningarhúsinu. Lofaði hann að taka þetta að sjer og vera þar altaf, nema þegar hann þyrfti nauðsynlega að gegna lögregluþjónsstörfum eða vitnis- störfum. Sýnir þetta hvað mönn- um hefir þótt lögreglustarfið þýð- ingarmikið á þeim árum, eða hitt þó heldur. Ennfremur samþykti stjóín hegningarhússins að það væri mjög æskilegt að byggja garð umhverf- is hegningarhúsið, svo að fang- amir væri ekki að rápa á ahnanna færi innan um frjálsa menn. Það væri og fullkomið hneyksli, sem viðgengist hefði, að þéir færi nið- ur í bæ og seldu af mat sínum og keyptu sjer brennivín fyrir! Þjófnaður í hegningar- húsinu. Hinn 30. október 1806 kærir Waldbohm það, að .þrír fangar, Þuríður Nikulásdóttir, Nikulás Pálsson og Jón Gíslason hefði gert sig sek um þjófnað í hegningar- húsinu. Voru þau nú yfirheyrð. Þuríður meðgekk það að hafa tekið rekkvoð úr rúmi í hegning- arhúsinu og saumað sjer úr henni svuntu. Karlmennirnir voi’u ákærðir fyr- ir það að hafa brotið upp kistu og stolið úr henni fiski og slpjöri. Nikulás neitaði því algerlegá a<> vera þessa valdur, en hann Irefði verið við þegar J ón Gísl&son gerði það. Var nú Jón yfirheyrður og með gekk hann þjófnaðinn, en sagði að Nikulá^ hefði hjálpað sjer til, Hann hefði opnað kistuna með nagla og síðan lokað henni aft- ur svo að ekki hefði sjeð mis smíði á. Sjálfur kvaðst Jón hafa tekið fiskinn og smjörið og svo hefði þeir skift því á milli sín. Waldbohm gaf þeim Þuríði og Jóni þann vitnisburð, að þau hefði hegðað sjer illa í hegningar húsinu, en það væri svo skamt síðan að Nikulás hefði komið, að um hann væri ekkert hægt að segja. Voru þau nú dæmd, Þuríður til að hýðast 21 vandarhöggi, en karlmennirnir sínum 24 kaðalshöggum hvor. Björn Gíslason stelur. Hinn 6. nóvember kærir Wald- bohm Björn Gíslason, þann er braust út úr hegningarhúsinu og framdi innbrotsþjófnað í Laxdals- húsi, eins og sagt var frá í sein- ustu Lesbók. Var honum nú gefið það að sök, að hann hefði stolið 2 ríkisdölum, 37 skildingum úr kofforti Ólafs Ormssonar fanga. Sannaðist þetta á hann og var hann dæmdur til að hýðast 48 kaðalhöggum á tveimur dögum (24 höggum hvorn dag). Stærsta símafjelagið í Ameríku. Stærsta símafjelagið í Banda- ríkjunum (og Ameriku) er American Telephöne and Tele- graph Co., venjulega skammstaf að A. T. T. — Bretar eiga mikinn hluta í því. Fjelag þetta á nú um 14 miljónir af þeim 17 miijónum síma, sem eru í Bandaríkjunum. Hina 3.000.000 símana eiga rúm- lega 6000 hlutafjelög, og eru það aðallega bæjarsímar í þorpum og smáborgum. Þegar notendur þeirra síma þurfa á langlínUsam- bandi að halda, verða þeir að fá, það sainband hjá A. T. T.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.