Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1936, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1936, Blaðsíða 8
168 LESBÓK MORGUNBijaÐSINS ítalir gera jarðabœtur í Abyssiniu. ítalir eru þegar byrjaðir á því að gera jarðabætur í Abyss- iniu með nýtísku verkfærum. Sjást hjer fulltrúar Mussolini vera að afhenda abyssinskum bændum plóga og kenna þeim að nota þá. Bridge-hugur. — Dóttir mín á að spila Beet- lioven í kvöld. — Þá vona jeg hún vinni, ef liún býður nógu hátt. * í veitingahúsi nokkrn í London iiefir verið tekinn upp nýr siður, fð ges.tirnir geti þar fengið sjer „miðdegislúr“ þegar þeir hafa borðað. Sjerstakur salur er ætlað- ur fyrir þá, sem vilja hvíla sig á þann hátt. Þar eru inni mjúkir og .þægilegir svefnstólar, 0g þjónar á þófaskóm ganga þar um og vekja gestina á þeim tíma, er þeir hafa óskað. — Óska þjer til hamingju, gamli vinur! Jeg hefi heyrt að þú hafir grætt miljón á eimskipa- ldutabrjefum! — Þakka þjer fyrir — en það voru nú sykurhlutabrjef en ekki gufuskip, og svo voru það þúsund- ir en ekki miljón, og svo græddi jeg það ekki, heldur tapaði. Pabbi hafði hirt Sveinka. Þeg- ar Sveinki hafði þerrað af sjer tárin spurði hann snöktandi: —- Pabbi, flengdi hann'pabbi þinn þig oft? — Já. — Og pabbi hans, flengdi hann oft pabba þinn? — Áreiðanlega. — Og pabbi hans, flengdi hann oft hann pabba pabba þíns? — Auðvitað. Þá hristi hann höfuðið og sagði: — Ja, hver skyldi fyrs,tur hafa fundið upp á þessari vitleysu? * Mamma hafði flengt Stjána litla. Hann hljóp grátandi til ömmu sinnar. En amma sussaði og sagði: — Láttu e'kki svona strákur. Hver móðir hefir rje,tt til þess að slá barn sitt. — Svo? Ertu ekki móðir henn- ar? — Jú, Stjáni minn. — Jæja, berðu hana þá dug- lega.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.