Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1936, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1936, Blaðsíða 6
166 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Arið 1916 var því friðlýst, að „TTndir Þríhyrningi“ þar sem Starkaður bjó, væri sami staður sem nú og lengi kallast Kirkju- lækjarseb Þetta er á hálsinum aust- an við Þríhyrning norðarlega. Nú eru ekki sjáanlegar líkur til þess, að þarna hafi bær verið, heldur aðeins selkofar svo sem um alda- skeið. En með því að um jarðsig getur verið að ræða á þessum stað, gæti hafa verið þama bær í forn- öld. Vitað er, að þama var haft í seli frá Kirkjulæk um langt skeið Og seltættumar eru mjög greini- legar. Selkofar hafa verið að minsta kosti 3: Svefnkró, eldhús- kofi og mjólkurhús; auk þess hafa vevið hlaðnar kvíar, sem daglega hafa verið mokaðar út. Kofar þess- ir sennilega mjög ljelegir og oft þurft endurbyggingar. Það er því greinilegt að slíkur staður um- hverfist og hækki, með því líka að þar hefir myndast og verið síðan mjög mikill gróður. Þetta er það sem sjest nú. En hafi samt sem áður verið þarna bær, þá hygg jeg líliara tilgetið að þarna hefði búið Víga-Hrappur. Þessi staður hefir að líkum verið Grjótárland í þá tið og ekki er þess getið, að Þrá- inn hafi keypt land handa Hrappi í Hólmslöndum, sem hann hefði orðið að gera ef bær hans hefði verið á Rafnstaðatanga (svo kall- að lengi) og sem einnig var frið- lýst 1916 sem Hrappstaðir. Ástæðan fyrir því, að jeg get ekki fallist á að Stark- aður hafi búið uppi á háls- inum er sú, að jeg get ekki skilið, að maður sem átti sjer nokkurs úrkosta hafi sett bæ sinn á þann stað, sem fyrst er þröng- lent, en þó sjerstaklega vegna þess, að á hálsinum er hið versta veðravíti og snjókyngi svo mikið, að oft er illfært um, að komast, þótt annars staðar sje góð færð. Til eru -skrif um það, að á háls- inum sje veðrátta betri, en búast mætti við, en þetta er vitleysa. Jeg hefi horft alla daga sem jeg hefi verið heima í 40 ár (sem jeg man vel eftir) á hálsinn, sem er beint fram af mínum bæjardyrum og veitt því eftirtekt, að á hálsinum er mjög vont veður marga daga, sem alstaðar annarsstaðar undir Þrí hyrningi, en á öllum nálægum bæj- um er blíða. Auk þess er einmitt svo snjóþungt, að þar er illfært oft, þó annars staðar sje ljettfæri. þetta vitna og þeir sem kunnugastir eru, svo sem Sæmundur á Þor- leifsstöðum, Valdimar á Butru o. m. fl. Þessi staður hefir því ver- ið líkastur ástæðúm Hrapps, sem ekki átti annað til en drengskap Þráins, enda á þeim stað næstur Grjótá. Var Starkaður þá á Hrappstöð- um? Miklu væri það líklegra, því þar eru mikil verksummerki, sem benda á stærri búskap en ætla má að Hrappur bafi haft. Þó er lík- legast að Starkaður híafi búið vestan undir Þríhyrningi í Engi- dal, en þar hefir að sjálfsögðu altaf verið miklu meira graslendi og oft veðurblíða sbr. að sjaldan eru mikil veður í Vatnsdal, þó ofsi sje annars staðar; að vísu nokk- uð snjóþungt, þó miklu minna en austan megin, enda þar þrautaleið- in á vetrum. Er þar svo miklu bvggilegra en að austanverðu, að ekki er sambærilegt. En þar eru litlar eða engar minjar um að býli hafi verið. En sjeu verksummerki nú falin í Kirkjulækjarseljum af jafnvel skriðuhlaupum og jarðsigi úr Þrí- hyrningi, þá gæti þetta ver'ið engu síður í Engidal og jafnvel hklegra eftir staðháttum. Líklegast er því, að „Undir Þrí- liyrningi“ hafi einmitt verið í Engidalnum eða þar nálægt. Hver bjó þá á Hrappstöðum? Mannvirki þar eru mikil; vott- ar vel fyrir tóftum og löngum garðlögum. Vegna þess, hvað þetta er enn vel skýrt eða greinilegt, mætti lielst búast við, að mann- virki þessi væru yngri en frá tíð Starkaðar. Líkast mætti því vera, að þarna hafi Þorleifsstaðir verið fyrst bygðir, en færðir eftir nokk- urn tíma þangað sem bærinn er nú, enda þá verið færðir nær slægju landi. Þó hinir og aðrir staðir hafi verið friðlýstir sem slíkir, þá er engan veginn víst að það sje rjett. Fjárrjett sú hin mikla, er Þorsteinn rauðnefur hlaut að hafa haft, var friðlýst 1916 á vissum stað, þar sem sjest móta fyrir gömlu gerði. Núverandi fornminjavörður rann- sakaði þetta síðar, og áleit þetta vera gamalt akurgerði, en ekki fjárrjett. Svona gæti víðar verið. ----------■——------------- Með því að taka Röngentmynd- ir af barnasmurlingum hafa menn komist að raun um að sömu barna- sjúkdómar hafa verið að fornu í Egyptalandi og nú eru, svo sem hryggskekkja og beinkröm. Víða sjest vottur þess að böru:‘n hafa liðið skort, en þar sem aðrir e'ti auðmenn höfðu ekki efni á því að láta smyrja lík barna sinna mun þe.tta ekki hafa stafað af fæðuskorti, heldur fjörefnaskorti.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.