Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1936, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1936, Side 4
316 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Fögnuður í Grikklandi. bwjarlífinii: Nóttina næstu á eftir er hátíð um þvert og endilangt Grikkland, en þó mest í Aþenu sjálfri. Fólk- ið syngur og hlær, dansar og drekkur alla nóttina og langt fram á morgun. Allar íþróttir sem áttu að fara fram um kvöldið falla nið- ur, þjóðdansar eru dansaðir á göt- um úti, hljómsveitir leika á stærstu torgunum, blysfarir halda eftir götunum, flugeldum er skot- ið og fallbyssuskot dynja. — ðer af ðen store Höð með Hammeren maa foruanðle ðen haarðe Sten til Bröð. leppe Rakjcer. Sigurvegarinn hverfur. Á meðan öll gríska þjóðin heiðrar Spiridon Luis og dásamar íþróttaafrek hans, hverfur liann um kvöldið einsamall á brott svo enginn veit af, hann hverfur upp í einveru heimkynna sinna, þar sem fátækir foreldrar og vin- gjarnlegar geitur bíða hans. Þar fyrst getur hann notið sín, þar getur hann glaðst yfir sigri sín- um — sigri sem gerði nafn hans frægt um gjörvallan heim. PANNIG er saga liins gríska bónda sem jeg mæti í Neue Kantstrasse. Frægð hans var fall- in í gleymsku og hann var sjálf- ur búinn að gleyma sigri sínum, stærsta sigri sem Grikkir hafa unnið á Olympíuleikum síðari ^íma. En dag nokkurn fekk hann brjef heim í sveitina sína. Það var heimboð frá þýsku stjórninni á Olympíuleikana í Berlín. Gamli maðurinn þáði boðið, hann fór í eimlest til Þýskalands en flaug til baka. í Berlín var honum tekið með kostum og kvnjum eins og höfðingja, hann hafði bæði bif- reið og flugvjel til eiginumráða og afnota, hann hafði heiðursvörð og túlk hvert sem hann fór, hann sat í veislum með þjóðhöfðingjum og lifði sem konungur. En mjer er spurn hvort gríska bóndann hafi ekki langað heim til bús og barna — heim í einveru heimkynna sinna, ekis og hann langaði þangað forðum, eftir;' stærsta sigur lífs síns. Og ef tiljjh vill er það einveran — hin þögulaEt kyrra einvera — sem hefir mest gildi fyrir hvern einstakling, og sem — ef alls er gætt — eru eft- issóknarverðustu auðæfi mann- lífsins. Þorsteinn Jósepsson. Benedikt og grjóthrúgurnar hans. AÐ eru ejtki ýkja mörg ár stórgrýtisurð, á fögrum sumar- síðan að Skólavarðan gnæfði^dögum, með börn sín og nesti til yfir Reykjavík, og þaðan var feg- urst útsjón yfir bæinn og ná- grennið. Þangað sóttu þá erlendir ferðamenn til þess að fá fegursta víðsýn hjeðan, um fjallahringinn fágra, vestan frá Snæfellsjökli, um allan fjallgarðinn á Snæfells- nesi, Kolbeinsstaðafjall, Akrafjall, Esju, Súlur, Tindaskaga, Hengil, Vífilfell, Lönguhlíðar, Helgafell, Gæsafjöll, Keili. Skólavarðan stóð þá á háholti, og engin bygð um kring. Þangað fóru ekki aðeins ferða- menn og vísindamenn, heldur einnig konur úr Austurbænum. Þær gengu þangað upp eftir, yfir •þess að njóta sumarsælunnar. ' Þegar upp að Skólavörðu var komið, eða upp fyrir hana í holt- ið, var sest í skjól undir steini að snæðingi. Dregnar voru upp brauð sneiðar, annað hvort haft heitt kaffi með á könnu ellegar hitað þar 1 hlóðum milli steina. Og svo þóttist alt fólkið vera komið „langt upp í sveit“, og naut þar friðsælu sveitalífsins. NÚ er Skólavarðan horfin. Bygðin þrengdi að henni ár eftir ár, og nú er Skólavörðuholt- ið umkringt af húsum. Breitt og óunnið torg er þó þarna enn og Benedikt Jóhannesson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.