Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 13.12.1936, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 13.12.1936, Qupperneq 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 89S Amma kvað. Eftlr Orn Arnarson. Ekki gráta unginn minn. Amma kveður við drenginn sinn, gullinhærðan glókoll þinn geymdu í faðmi mínum Elsku litli ljúfurinn, líkur afa sínum. Afi þinn á Barði bjó, bændaprýði, ríkur nóg. Við mjer ungri hugur hló. — Jeg hrasaði fyr en varði. Ætli jeg muni ekki þó árið mitt á Barði. Man jeg enn hve hlýtt hann hló hversu augað geislum sló og hve brosið bað og dvó — blendin svör og fyndin. Jeg ljest ei vita en vissi þó að vofði yfir mjer syndin. Dýrt varð mjer það eina ár. — Afi þinn er löngu nár. — Öll mín bros og öll mín tár eru þaðan runnin, — gleðin ljúf og sorgin sár af sama toga spunnin. \ Elsku litli ljúfur minn leiki við þig heimurinn, ástin gefi þjer ylinn sinn þótt einhver fyrir það líði. Vertu eins og afi þinn allra bænda prýði. •x-x-w-x-x-:-x~:~x-x-x~x-:-x-:-x-x~x~x~:~x~x~x~x~xx-:~:~x*<-x~x~x~:~>*x~:-x~x~x~x-:-x-x~x-x**x*4-H svo langt frá því að vatnið virtist hafa nokkur kælandi áhrif á eld- flóðið, að það var engu líkara en að vatnið flýði undan eldinum, seg ir síra Jón. „Upp þurkaði hinn glóandi hraunstraumur allan botn og grundvöll vatnsins og fleytti þar yfir brennandi grjóti og hrauni, sem marga faðma strekkir sig hátt í loftið“. Þegar bálstraumarnir komu út í vatnið kvæstu þeir og bljesu eins og þúsundir dreka, en .hvítir og þykkir gufumekkir þyrluðust hátt í loft upp. Fb'lgdu þessu ógurlegir brestir og gnýr, og mun tæplega liafa orðið annar eins bardagi milli höfuðskepnanna hjer á landi síðan það bygðist. Yatnið hrökk undan eldinum, eins og síra Jón segir, en þegar hraunið tók að storkna, sprengdi gufan það alt í sundur og umturnaði því á alla vegu, svo að háir drangar mynduðust. Sjer- staklega þótti það ægifögur sjón á nóttunni að horfa á þennan hild- arleik, hraunstraumana hvítgló- andi svo að lýsti af, steypast út í vatnið, sem bar gufumekkina fyrir sig eins og stórkostlega skjöldu. Noakur hluti vatnsins þornaði upp og er þar nú hrauu. „Ein ey. sem þar hafði verið í vatninu, 130 lamha fóður, er nú komin í blá- hraun“, segir í hrjefi 15. okt. 1729. Seinustu dagana í september hætti hraunrenslið, og gerðu eld- gosin ekki meira tjón en þá var orðið. En þótt hraunið storknaði að ofan, var glóandi ieðja undir og vall áfram. Mvnduðost við það margir stórir og einkennilegir hellar. Einn þeirra er skamt fyrir austan Reykjahlíð, afar langur og mjór. Er farið niður í hann um lítið op og komið upp um annað op langt þar frá. Lengi heldust umbrot í hraun- inu. Brotnaði það alla vega af hit- anum undir niðri og hlóðst upp í kletta og klungur og alls konar mvndir. Víðsvegar stóðu gufu- strókar, reykjarmekkir og brenni- steinssvæla upp úr hrauninu og helst það í mörg ár. Er þess jafn- vel getið árið 1747 að enn rjúki úr hrauninu. Geta menn nokkuð af því markað að þykt hefir það verið úr því að það var svo lengi að kólna. enda segir síra Jón að hraunið sje 10 faðma þykt ofan á bænum Gröf og túninu þar. * ORfMSTAÐTR urðu einnig fvrir miklum skemdum af eldflóðinu. Tók það af engjar og nokkuð af heimatúninu. Þá flýðu bændur með konur og börn og annað heimafólk, til þess að bjarga lífinu. Leist þeim ekki ráð- legt að búa á jörðinni og rifu þar öll hús um haustið svo að jörðin var í eyði næsta ár. En þó var það sem eftir var af túni og engj- um svo sæmilegt, að jörðin bygð- ist aftur, en ekki með nándar nærri eins mikilli áhöfn og verið liafði áður. « INS og að líkum lætur voru bágstaddir þeir bændur sein urðu að flýja jarðir sínar og höfðu mist öll húsgögn sín og matarforða. Munu þeir áður hafa verið skuldugir við Húsavíkur- verslun, en gátu nú emra lífsbjörg fengið þar. Kaupmanni leist held- ur ekki á að þeir mnndu geta horgað skuldir sínar, og skrifaði hann vfirvöldunum brjef út af því. Varð það til þess að Benedikt Þorsteinsson lögmaður og sýslu- maður Þingeyinga helt hjeraðs- þing i Haganesi við Mývatn hinn 11. september 1730 til þess að taka skýrslu af bændum um eldgosin og tjónið sem orðið hafði af þeim. Komu á þetta þing flestir bændur sveitarinnar. — Prestur og sóknarm'enn skýrðu frá því ,að vegna þessara hamfara náttúrunnar hefði þeir mist alla lífsbjörg sína, bæði af landi og silungsveiði í vatninu, sem hingað til hafi verið þeirra hesta lífs uppihald, gæti hvorki greitt konungi skatta nje kaup- manninum í Húsavík skuldir sínar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.