Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1937, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1937, Blaðsíða 2
26 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS byrjun, þareð jeg kom fyrst til llafuar kaustið 1902. Laust fyrir aldamótiu byrjaði Sigfús að æfa kórsöng með íiokk íslenskra iðnaðarmanna í Höfn, og munu m. a. þeir kafa verið þar með Agúst Jósefsson, Bjarni Jónsson frá Galtafelfi og Guð- mundur Gamalíelsson. — En svo var það aldamótaveturinn að kinn kuuni Grænlandsfari og ritköf- undur Mylius Ericksen, sem verið kafði kjer keima í danska stú- dentaleiðangrinum, sneri sjer til Sigfúsar og bað kann að æfa nokkur íslensk lög til að syngja á svo nefndri „Færösk-Islandsk Fest“, sem „Turistforeni;igen“ ætlaði að kalda í Konsertköllinni í Breiðgötu og bjóða til ýmsu stór menni ásamt konungsf jölskyld- unui. Þá var það að Sigfús safn- aði saman flokk íslenskra stú- denta og æfði með konum nokkur íslensk lög, sem kanu kafði sjálf- ur raddsett. Voru þar á meðal þjóðlögin „Ólafur reið með björg- um fram“, „Hrafninn flýgur um aftaninn" og „Bára blá“. Landar í Khöfn höfðu, sem von var, ekki trú á því að unt væri að velja úr hóp einna 60 stúdenta samstæðan söngflokk, sem boðlegur væri til að syngja á svona fínni samkomu, og gerðust ærið áhyggjufullir yfir því hvernig fyrirtækinu rnundi reiða af. En svo fór að söngur- inn vakti beinlínis storm af hrifn- ingu, og blöðin lirósuðu í káum tónum bæði hinum fögru lögum, hinum hljómskæru röddum og meðferð söngflokksins í heild. Einkum var laginu „Bára blá“ vel tekið. Söng þar einsöngsröddina Jón Sveinbjörnsson síðar konungs ritari. Þessi söngur var síðan end- urtekinn nokkru síðar með ein- hverri viðbót í „Larsens Lokaler". Svo fekk hinn kunni hljómsveit- arstjóri Joachim Andersen flokk- inn til að syngja á einni af hinum svonefndu „Palækonse-rtum“, er hljómsveitin hjelt á sunnudögum í Konsert-höllinni. Voru viðtökur þar og hinar bestu. Sigfúsi fanst nú, sem von var, öll ástæða til að halda söngflokkn- um við, eftir að hann hafði feng- ið slíka viðurkenningu, enda bætt- ust smámsaman við verðmætir kraftar, svo sem Haukur Gísla- son, kaustið 1901, besti bassinn, sem íslenskir kórar hafa nokkru sinni liaft, og haustið 1902 allmarg ir íleiri. Tók Sigfús til óspiltra málauna að æfa undir sjálistæðan samsöng, er svo var haldinn 9. des. 1902 í minni salnum í Kon- serthölliinii. Var söngkonan Etien Beck fengin til að iylla út söug- skrána með nokkrum lögum. Er styst frá að segja, að þessum samsöng var mjög vel tekið, og blöðin fóru mjög lofsainiegum orðum um hann. tíjerstaka athygii vakti umsögn liins kunua söng- dómara Leop. Rosenfelds, er hrós- oi bæði lögunum, meðferðinni og liinum skæru röddum, sem lielst mintu á raddirnar í hinum fræga finska karlakór „De muntra Mu- sikanter“ — og fann auk þess ástæðu til að minnast á hinn fág- aða blæ á sjálfum flokknum, kann ske til vonar og vara, ef einhverj- ir kynnu að hugsa sjer að þarna hefðu verið Eskimóar í selskinns- brókum að rífa giuið. Fleiri sjálf- stæða samsöngva hjelt flokkurinn ekki, en hann var þó fenginn til að syngja við ýms tækifæri, svo sem á samkomu í Studentersam- fundet, þrisvar á skemtistaðnum „Sommerlyst“. Og í fyrsta sinn, sem haldiun var svo nefndur „Börnehjælpsdag“, almennur frí- dagur til fjársöfnunar fyrir börn, söng „Det islandske Studenter- kor“, er flokkurinn var nefndur, í bát úti á vötnunum á meðan samskota var leitað meðal áheyr- enda í landi. Sigfús Einarsson mun þannig áreiðanlega vera sá fyrsti, sem látið hefir æfðan íslenskan kór- söng heyrast á útlendri grund. En reyndar leið ekki á löngu áður en íslenskur flokkur rjeðist til utanfarar. Það var árið 1905, að Sigfús kom úr tónleikaferð um Noreg ásamt unnustu sinni Val- boru Hellemann og Bjarna frá Vogi, er haldið hafði fyrirlestra, að þau sögðust hafa frjett um íslenskan söngflokk, sem • liefði verið á ferð þar um líkt leyti, en þótt fregnin heldur ótrúleg í fyrstu, þareð íslensk söngfjelög höfðu ekki ráðist í slíkt fyrirtæki fyr og ekkert hefði sjest ym þetta í íslenskum blöðum. En þetta reyndist þó að hafa verið rjett Það var karlakórinn „Hekla“ frá Akureyri, sem hafði verið á ferð um Vestur-Noreg undir stjórn Magnúsar Einarssonar. Sem nærri má geta, reyndist erfitt að halda stúdentasöngfje- laginu við lýði vegna þess, að hjer \|ar um menn að ræða, sem ekki höfðu fastan samastað og erfitt var að fá nýja í hópinn. — Myndin, sem hjer fylgir með, var tekin vorið 1903 og vantar þar eina þrjó, sem voru með á sam- söngnum 9. des. f. á. En aftur eru þar auk Sigfúsar ekki nema þrír, sem sungu með á fyrstu sam- komunni í Konserthöllinni. H. J. — Nei, lána þjer peninga fyrir fötum geri jeg ekki. En jeg skal gefa þjer gömul föt af mjer. — Hepnin er auðsjáanlega með ykkur. Þið ættuð að vita, hve landslagið hjerna er fagurt.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.