Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1937, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1937, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 29 sem tortýmist. guðlegu valdi og prestastjett stjórnaði landinu, og skipulagning stjórnarfarsins miðaði að því, að gefa almenningi sem nákvæmust fyrirmæli um hvaðeina. í um- gengni ríkti mikil siðavendni. Meðal guðamynda voru hrikaleg- ar dýramyndir. Alt þetta minnir á Egypta, og auk þess skilningur manna á „naturalistiskum" mynd- um, með ríkri tilhneiging til hreinna stíltegunda í asðri list, óhófleg skrautgirni og stórfeng- legar hyggingar. En augljósastur er skyldleikinn milli trúarhragða Mexicomanna og Kristindómsins. Keisari þeirra, sem um leið var æðsti prestur, bar kórónu, sem var mjög svipuð kórónu páfans. í goðsögnum þeirra var sagan af Evu og högg- orminum, syndaflóðinu og Babels- turninum. Þeir höfðu skírn, með svipuðum hætfi og kristnir, skriftir og sakramenti, klaustur með munkum er eyddu lífi sínu með vökum og bænahaldi, föstum og meinlætalífi. Þeir skoðuðu krossinn sem helgitákn, og höfðu hugmynd um heilaga þrenning. Siðalærdómur þeirra var í sum- um greinum nærri samhljóða biblí- unni. Þar segir svo á einum stað: „Haltu friði við alla, umberðu móðgun með jafnaðargeði. Guð sem alt sjer mun hefna þín“. Og en’n segir þar: „Sá sem lítur hýru auga til eiginkonu annars manns, drýgir hjónabandsbrot með aug- um sínum“. Trúarbrögð þeirra voru þó flekk'uð á þeim tímum eins og kristnin, að því leyti, að manna- fórnir voru leyfðar, því herfangar þeirra sættu sömu meðferð og viilutrúarmenn hjá kristnum. Menn þeir, sem fórna skyldi. voru leiddir til hofanna á ákveðnum hátíðisdögum, þar sem sjerstakur hofprestur, sem vígður var til þessarar þjónustu, skar upp brjóst þeirra með beinhníf, reif út hið blæðandi hjarta úr brjósti þeirra og lagði það á blótstall hofsins. Siður þessi hefir vitaskuld vald- ið viðbjóði meðal síðari tíma manna, og stuðlað að þeim hug- myndum, að Mexicoþjóðir þessar hefðu verið einskonar villimenn. En ýmislegt er hægt að segja þeim til afsökunar. Fyrst og fremst það, að það voru aðeins Aztekar, sem höfðu þenna sið, og siður þessi virtist vera að leggjast nið- ur. í Cholula, sem var næst stærsta borgin í Mexico á þeim dögum, var t. d. hof, þar sem guðinum Quetzalcoatl voru færðar grasafórnir. Man,nabiótin báru heldur engan svip af grimd og blóðþorsta, voru mikið frekar trú- arsiður, að vísu mjög villimanna- legur, þar sem hinir trúuðu reyndu að gera guðinn sjer vin- veittan, og sem í almenningsaug- um var svo lítið niðrandi, að guð- hrætt fólk bauðst stundum til þess að láta fórna fejer. Siður þessi stafaði eiginlega af angist og hjá- trú, og var eigi siðlausari en trú- villingabrennur Spánverja, og ekki svipað því eins villimensku- legur og „gladiotora'‘-bardagar Rómverja þar sem herföngum var slátrað áhorfendum til skemtunar. Eitt af merkilegustu sjerkenn- um í trúarbrögðum Mexicoþjóða var átrúnaðarurinn á endurkomu hins fyrnefnda guðs þeirra Quet- zalcoatl. Menn trúðu því, að hann hefði stjórnað heiminum fyrir löngu síðan, og hefði kent mönn- unum alskonar nytsamar listir. Að hann hefði komið þáverandi þjóð- skipulagi á, og hefði að lokum siglt á brott á töfraskipi sínu. En einmitt- um það leyti, sem Spánverjarnir komu til landsins, höfðu prestarnir haldið því fram, að von væri á endurkomu Quet- zalcoatl. Menn bjuggust við hon- um frá austri. Og hann átti að vera frábrugðinn Aztekum að því leyti, að hörund hans átt-i að vera hvítt, og hann átti að vera blá- eygur með ljóst skegg. Allir þess- ir spádómar áttu að rætast. Og þessi barnslega trú Aztekanna varð ein meginorsök þess, að hópi óvaldra þorpara, sem hvorki kunnu að lesa nje skrifa, tókst að undiroka þessa menningarþjóð og tortýma henni gersamlega. En fleiri orsakir voru til þessa. Evrópumenn voru þróttmeiri en þessi þjóð. Hitabeltisloftslagið, friðurinn og allsnægtirnar höfðu dregið þróttinn úr þessu fólki, svo það var orðið kvrstætt, óx á sín- um stað eins og liljur merkurinn- ar. Evrópumenn voru líka alt öðru vísi og mun betur vopnum búnir. Þeir höfðu byssur, púður- fallstykki, stálbrynjur og hesta. Alt voru þetta hlutir, sem voru Mexicobúum algerlega óþektir, er hlutu að skjóta þeim skelk í bringu, auk þess sem útbúnaður þessi gerði leikinn ójafnan á víg- völlum. Yfirburðir Spánverja í hernaði gagnvart Mexicobúum voru svipaðir eins og yfirburðir Macedoníumanna yfir Persum á sinni tíð. Auk þess voru Mexico- þjóðir innbyrðis sundurlyndar. En aðalmeinið hefir líklega ver- ið það, að menning Maya-þjóðar hefir þegar verið komin á hnign- unarstig. í allri mannkynssögunni, sem vjer þekkjum, getum við fylgt þeim þræði, að yngri menn- ingarþjóðir undiroka þær eldri. Sumeriska menningin varð að víkja fyrir Babylonsmenningu, Babylon fyrir Assyríumönnum, Assyríumenn fyrir Persum, Persar fyrir Grikkjum, Grikkir fyrir Rómverjum, Rómverjar fyrir Ger- mönum. En altaf hefir hjer sú saga endurtekið sig, að menning sú, sem fyrir var, hefir haft áhrif á þá sem við tók. Babýloníumenn fengu t. d. fleygletur sumerísku menningarinnar, Persar hina kald- æisku stjörnufræði, Rómverjar listir og heimspeki Grikkja, Ger^ manir rómversku kirkjuna. 1 Ameríku fór þetta alt á aðra leið. Menning Indíána er alveg horfin. Þetta einsdsemi í sögunni verður ebki skilið á annan hátt en þann, að hjer var ekki um að ræða þjóð, sem undirokaði aðra, heldur var hjer um að ræða sam- viskulausan ræningjahóp sem rændi og útrýmdi þjóð þeirri er hann hitti á leið sinni. Forn menning Egypta og Litlu- Asíuþjóða, og ennþá fremur hin FRAMH. Á BLS. 31.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.