Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1937, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1937, Blaðsíða 1
hék or®wM&hBÍm 4. tölublað. Sunnudaginn 31. janúar 1937. XII. árgangur. úaful-ufprfnUmiejft h.f. Próf. Sigfús Einarsson raddsetti fyrstur íslensk þjóðlög fyrir karlakór, — stýrði fyrstur íslenskum söngflokki erlendis. Söngfjelag íslenskra stúdenta í Kaup- mannahófn árið Í903. — Frá vinstri: Skúli Bogason læknir í Danm., Ólafur Björnsson ritstjóri, próf. Jón Hj. Sig- urðsson, Magnús Sigurðsson, bankastj., dr. Gunnl. Claessen, Sigurður Sig- tryggsson mentaskólakennari í Dan- mörku, Páll Egilsson læknir í Danm., próf. Sigfús Einarsson, Halldór Jón- asson aðstm. á Hagstofunni, Einar Jónasson f. sýslum., Jón Magnússon stúd. fra Rvík, dáinn, sjera Haukur Gíslason, dr. Björn Þórðarson. í sambandi við sextugsafmæli próf. Sigf. Einarssonar tónskálds, ber að minnast þess, að hann verð- ur að telja fyrsta frumkvöðul þess að farið var að syngja íslensk þjóðlög í karlakór. Þeir fyrstu sem æfðu hjer á landi karlakór voru, sem vænta má kennarar Latínuskólans hver fram af öðr- um, þeir Pjetur Guðjohnsen, Steingrímur Johnsen, og Brynj- ólfur Þorláksson og svo aðallega þeir Jónas Helgason, Bjarni Þor- steinsson, Magniis Einarsson á Akureyri, Jón Laxdal á Isafirði og Kristján Kristjánsson á Seyð- isfirði. En það voru nær eingöngu útlend lög, sem þessir menn höfðu til umráða. — Það var Sigfús, sem fyi-stnr tók að raddsetja íslensk þjóðlög fyrir karlakór og æfa þau. Og það merkilega var, að lietta gerðist ekki hjer á landi heldur í Kaupmannahöfn. Vil jeg nú segja stuttlega frá þessu, þótt jeg fylgdist ekki með alveg frá

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.