Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1937, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1937, Blaðsíða 7
w LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 31 sjerstaklega þykir mjer gaman að koma upp í bíl! — Hvers mynduð þjer óska yð- ur, Þórunn mín, ef þjer ættuð eina ósk? — Ja, það veit jeg nú eiginlega ekki, en ef það hefði verið fyrir 10 árum, mundi jeg hafa óskað injer að fá gerfitennur. Það er alveg óþolandi að vera svona tann laus. — En nú er of seint að bæta úr því. — Mundi yður ekki þykja gam- an að því að verða aftur 18 ára? — Nei, góði minn. Það var ekk- ert gaman í þá daga að vera 18 ára! Þetta var alt bannsett-ára púl! — Þjer eruð farnar að tapa sjón? — Já, jeg er nú hrædd um það. Jeg held bara að jeg sje að verða steinblind og svo er jeg farin að heyra svo lierfilega. — En annars eruð þjer hraust- ar ? — Já, stálhraust, eins og jeg hefi æfinlega verið. Einu sinni hefi jeg fengið heimakomu, og þar með er veikindaþætti æfi minnar lokið. — Hverju haldið þjer nú að þjer eigið sjerstaklega að þakka svo langa æfi? — Þakka, og þakka! Auðvitað því, að jeg hefi altaf verið svo hraust! Svo hefi jeg altaf farið snemma á fætur og snemma í rúmið, og áður en jeg hátta geng jeg æfinlega út til þess að svipast um eftir Sjöstirninu. Nú er jeg alveg hætt að sjá það. Þó finst mjer stundum eins og jeg sjái glitta í það — en auðvitað er þetta bara ímyndun. Jeg geri þetta bara af gömlum vana, því þegar jeg var ung, miðaði gam- alt fólk hættur sínar við Sjö- stirnið, og þeir, sem gátu eygt það að kvöldi, áttu víst að lifa af nóttina! Þetta, og annað slíkt., er talin sjei’viska og hindurvitin í okkar gamla fólkinu. En bíðið bið bara róleg þangað til þið, eruð komin á miun aldur, og þá skuluð þið '’anna til, að þá Hiunið þið aðal- lega minnast þeirra, sem voru giimlir, þegar þið voruð ung. S. B. MENNINGIN SEM TORTÝMDIST. FRAMH. AF BLS. 29. gríska og rómverska menning, hafa enn í dag dularíull frjógv- andi áhrif á heiminn. En hinir svívirðilegu og glæpsamlegu land- vinningar Spánverja þarna vestra hafa gert mannkynið fátækara, er þeir afmáðu hjer verðinæta og sjerkennilega menningu. (Hernando Cortes, sem getið er um í ofanritaðri frásögn, var fæddur 1485. Hann lagði upp frá Cuba í landvinningaferð sína til Mexico í febrúar 1519. Hann hafði 11 skip 500 hermenn og 110 há- seta, en 10 fallbyssur. Konungur Azteka Mantezuma II. reyndi að blíðka Cortes með því að senda honum dýrindis gjafir, eftir að Cortes hafði sett her sinn á land. En þetta varð til þess að Cortes fekk ennþá meiri hugmyndir um auðæfi landsins. Og í ágúst sama ár lagði hann í herleiðangur sinn til höfuðborgar Azteka Tenoeh- titlan. Þann 8. nóv. kom Cortes til höfuðborgarinnar. Konungur vísaði honum á mikla höll fyrir hann til búsetu og fylgdarlið hans. Cortes víggirti höllina. Og 8 dög- um seinna tók hann konunginn höndum og píndi hann til þess að viðurkenna Spánarkonung sem æðsta drotnara landsins. Upp úr því byrjuðu bardagar og blóðsút- hellingar hroðalegar. En það var ekki fyrri en þ. 3. ág. 1521, að Cortes lagði fmdir sig höfuðborg- ina með hervaldi). VEISLA í VIÐEY. FRAMH. AF BLS. 27. sínum sjeð eða heyrt íslenskum manni stökkva bros. Ólafur Stephensen var 79 ára gamall, er þeir hittu hann á höf- uðbólinu Viðey. Hann fæddist 1731, var stúdent úr Hólaskóla 1751. Varð amtmaður fyrst 1766 og stiftamtmaður 1790, en ljet af því embætti 1806. Hann dó tveirn- ur árum eftir að Mackenzie kom í heimsókn þessa — árið 1812. frú Jónína? — Þjer lieimtið 6 krónur fyrir herbergið, og jeg sem verð að sofa á billiardborðinu. — Það er einmitt ódýrt, herra minn, því venjulega tökum við eina krónu og fimtíu aura um tímann fyrir billiardborðið. — Jakkinn fer mjer ágætlega, og sjálfsagt getur þú notað bux- urnar, Jón.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.