Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1937, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1937, Blaðsíða 6
30 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Þórunn Sveinsdóttir hefir frá mörgu að segja. Hún er 96 ára og er Elsfa kona í Reykjavík Elsta konan í Reykjavík heitir Þórunn Elín Sveinsdóttir, og er nú til heimilis á Bergþórugötu 10. Þórunn er fædd að Efri-Mýrum í Engihlíðarhreppi í Húnavatns- sýslu 19. janúar 1841, og er því fullra 96 ára. Þegar gamla kouan er spurð hvað henni sje minnisstæðast úr lífinu, þá segist hún ekki minnast þess, að neitt liafi borið fyrir sig, sem ekki hljóti að koma fyrir hverja þá konu, sem lifað hafi í 96 ár. En þegar hún fer að hugsa sig betur um, þá er margs að minnast — og þetta fyrst: — Jeg var lengi gift og fæddi í heiminn 9 börn — það voru góð börn! Nú eru þau öll dáin. nema tvö. Jeg er hjer hjá dóttur minni Maríu — og svo á jeg einn son á lífi. Hann heitir Sveinn. Það er langt síðan að maðurinn minn dó — jeg hitti hann nú bráðum aftur! Að minsta kosti vona jeg að enginn hafi tekið hann frá mjer! Ef þjer viljið vita um efna- hag mimi, þá hefi jeg altaf verið fátæk — en það eru nú svo marg- ir sem hafa þá sögu að segja. Og það er skoðun mín, að það sje ekkert verra að- lifa í fátækt og basli í 100 ár, en 20—-30. Maður venst þessu öllu saman svo furð- anlega. Annars hefi jeg enga ástæðu til að kvarta, því mjer líður ágætlega, og mjer hefir eig- inlega altaf liðið vel — eða það finst mjer nú að minsta kosti. — Hvenær yfirgáfuð þjer svo æskustöðvar vðar, Þórunn mín? — Jeg, — já, jeg! Þá var jeg rúmlega tvítug. Móðurbróðir minn, sjera Sveinn Skúlason frá Staðar bakka, var þá prestur á Akureyri og rjeðist jeg til hans sem þjón- ustustúlka og hjá honum var jeg í tvö ár. Mjer þótti skelfing gam- an á Akureyri og fekk jeg þar lítilsháttar undirvísun í dansi, og æfði mig svo heima á kvöldin við kústaskaft. Jeg var eiginlega orð- in býsna góð! Svo fluttist frændi minn hingað Þórunn Sveinsdóttir. suður, og þá fór jeg aftur heim og rjeðist sem vinnukona. Þar kyntist jeg kaupamanni hjeðan úr Rej'kjavík og feldum við hugi saman. En svo kom haustið og fór hann þá aftur suður. Liðu svo þrjú ár, að jeg sá hann ekki. En þá kom hann gangandi norður og sótti mig, blessaður. Giftum við okkur þá um haustið og byrjuðum biiskap í Pálshúsum við Vestur- götu — þettta var 1867. Nokkrum árum seinna fluttum við í Bergs- kot við Bræðraborgarstíg. Mað- urinn minn hjet Bergur Pálsson, og stundaði hann sjómensku til dauðadags, nema þetta eina sum- ar, sem hann var í kaupavinnu og kvntist mjer. Já, hann gerði það! Einu sinni dró hann á færi sitt kvenmannsfót í bláum sokk hjer úti í Flóanum — og meira fekk hann ekki þann daginn! — Og frjettuð þjer aldrei af unnustanum í þessi þrjú ár, sem hann var syðra, og þjer nyrðra? — Jú, endrum og eins skrifaði hann mjer, en það var sjaldan, og þá voru brjefin býsna lengi á leiðinni. Og þessi blessuð brjef mín, sem jeg geymdi eins og sjá- aldur auga míns, ollu mjer jafn- an miklum heilabrotum, því sá Ijóður var á mínu ráði, að jeg kunni ekki að skrifa og var of stórgeðja til að leita á annara náðir með að svara Bergi mínum. í þessu ráðaleysi mínu kom það mjer að góðu liði, að mamma mín hafði, meira af vilja en mætti, kent mjer að staulast fram úr skrift og tók jeg mig nú til og „plokkaði“ stafi og samstöfur úr brjefum Bergs og sendi honum þetta hrafl innan í umslagi, sem hann hafði sjálfur skrifað utan á og stungið innan í brjefið til mín. Við þetta pukur vakti jeg marga nótt við glætu af grútar- kolu og með gamlan tannstöngul í hönd, sem jeg notaði fyrir penna. Jeg treysti því þá, og jeg sann- færðist um það seinna, að Bergur mimf kunni vel að meta þessa við- leitni mína. — Hafið þjer svo dvalið hjer síðan 1867? — Nei — ekki nú hreint. Við flúðum hjeðan á fiskileysisárunum milli 1880 og 1890 vestur á Dýra- fjörð. Fyrst fór Bergur vestur og áður en hann fór, bað hann bæjarstjórnina að sjá til þess að jeg sálaðist ekki úr hungri, með börnin 6 í ómegð. En svo skrifaði hann mjer, þegar hann kom vest- ur, og bað mig að selja kotið okkar og bátinn, borga það, sem jeg væri búin að fá frá bænum — sem ekkert var — og koma svo vestur með hópinn. Þetta gerði jeg og bærinn fekk kotið og bátinn fyrir að borga farið fyrir mig vestur. Þegar jeg seldi fasteignina, fór jeg fram á það, að fá einhverjar flíkur utan á börnin mín, en þá var mjer sagt, að jeg ætti ekkert inni! Jeg gat nú ekki fallist á það, og til að jafna málið bróðurlega, fekk jeg eina þríhvrnu, sem jeg hafði á hana Kristjönu mína sálugu. En síðan jeg fekk þríhyrnuna þá hefi jeg aldrei átt neina fasteign hjer í heimi! — Og hvenær fluttuð þjer svo aftur hingað til Reykjavíkur? — Það var 1928. Síðan hefi jeg verið hjer hjá dóttur minni. Jeg kann vel við mig í Reykjavík —

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.