Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1937, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1937, Síða 4
44 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Sagnir SKRÁÐ HEFIR ÓLAFUR KETILSSON, Tilgangur minn með ritgerð þessari, er ekki sá, að fara að skrifa hjer heildaræfisögu þessa merkilega manns, sem af samtíð sinni þótti bera af öllum öðrum mönnum þessa lands bæði að afli og vitsnmnum, höfðingslund og rausn. Og ekki ætla jeg mjer heldur að fara að rekja hjer ætt Jóns Daníelssonir að langfeðga- tali, og þess gerist heldur engin þörf, því að á Jóni Daníelssyni sannaðist öðrum freinur indverska orðtækið — að: „Sá maður þarfn- ast eugra göfugra ættfeðra, sem sjálfur hefir verið ættjörð sinni til sóma“. Hins vegar ætla jeg mjer hjer að skýra frá nokkrum af aflraunum hans og afreksverk- uin, sem óhrekjanlegar sannanir eru fyrir, þó sumt af því muni þvkja næsta ótrúlegt. En samfara hinu undraverða afli haus og frækleik, var hann líka svo mikill vitsmunamaður, og snilligáfa lians svo fjölþætt, að hann var. af sam- tíðarmönnum sínum talinn ramm- göldróttur, eins og jeg síðar mun greina frá. ¥ Jón Daníelsson var fæddur að Hausastöðum í Garðahverfi í Gull- bringusýslu 21. mars 1771. Voru foreldrar hans Daníel Erlendsson og kona hans Guðríður Jónsdóttir. ólst Jón upp hjá foreldrum sín- um við fremur kostalítil kjör, því foreldrarnir voru fremur fátæk. en fjölskyldan fremur fjölmenn. En eitt var það þó, sem Jón aldrei skorti í æsku og uppvexti, en það var hákarlalýsið og hákarlalýsis- bræðingurinn, sem hann og neytti, sem feitmetis eingöngu alla sína löngu æfi. Hann bragðaði aldrei smjör, að því er hann sjálf- ur sagði. Og triiað gæti jeg því að hið mikla afl sit og vit hafi Jón að meiru eða minnu tekið til sín frá hákarlinum, án þess að jeg þó hafi hina minstu hug- mynd um hversu mikil vitsmuna- skepna „gráni gamli“ sjálfur er. Árið 1792 giftist Jón Daníelsson frændkonú sinni Sigríði Magnús- dóttur, systir Hákonar „ríka“ á Stóru-Vatnsleysu. Fluttu þau hjón það sama ár suðui að Stóru- Vogum, og bjuggu þar allan sinn búskapartíma, við liinn mesta höfðingskap og rausn. Græddist Jóni brátt svo mikið fje, að liaun eftir fá ár gat kevpt alla Stóru- Voga torfuna, og auk þess tvö þilskip, sem hann notaði til fiski- veiða og flutninga. Þau hjóu eignuðust 5 börn, sem öll náðu fullorðins aldri, og mikl- ar ættir eru nú komnar frá. Hjer í sunnanverðri Gullbringu- sýslu eru nii þrír ættliðir frá þeim hjónum, sem eru þriðji maður frá þeim: 1. Sigvaldi Kaldalóns hjeraðs- læknir i Grindavík og bræður hans Snæbjörn skipstjóri og Egg- ert söngvari (sonar-sonar-synir). 2. Sigurjón óðalsbóndi í Stóru- Vogum og svstkini hans (sonar- sonar-börn). 3. Jeg og systkini mín (dóttur- sonar börn). Og í Reykjavík Páll Eggert Ólason skrifstofustjóri í Stjórnar- ráðinu, fjórði maður frá þeim (sonar-sonar-dóttur-sonur). Auk þess er mesti fjöldi afkom- enda þeirra hjóna víðsvegar um landið, einkum þó í Reykjavík, sem eru fjórði og fimti maður frá þeim hjónum Jóni Daníelssyni og Sigríði Magnúsdóttur. Jón Daní- elsson andaðist 16. nóvember 1865 84% árs og hafði þá verið blindur í 16 ár, og í kör síðustu árin. * Hinn mæti og merki maður Guð- mundur Brandsson alþingismaður í Landakoti á Vatnsleysuströnd (druknaði 1869) helt ræðu yfir moldum Jóns Daníelssonar vinar síns, og samverkamanns, og byrj- aði hann ræðuna með þessum lík- ingarorðum: „Hjer var Egils afl og áræði, frækleiki Gunnars, fram- sýni *Njáls, hyggindi Snorra, hag- virkni Þórðar, Áskels friðsemi, ígrundir Mána“. Þessi lýsing Guð- mundar Brandssonar, af Jóni Daníelssyni er svo yfirgripsmikil mannkostalýsing, að engu er þar liægt við að bæta. Það væri að- eins að „bera í bakkafullan læk- inn“. En því eftirtektarverðari er þessi mannkostalýsing Guðmund- ar af Jóni Daníelssyni, þar sem Guðmundur var eins og mörgum eldri mönnum mun kunnugt, eng- iun öfgamaður eða skrumari í orð- um hvorki í ræðu nje riti, heldur þvert á móti, orðlagður stilling- armaður, sem ígrundaði öðrum fremur grandgæfilega öll sín orð, áður en að hann mælti þau af vörum fram, enda lika kemur þessi lýsing Guðmundar af Jóni Daníelssyni lieim við þær óhrekj- anlegu sannanir og heimildir, sem jeg hefi af Jóni langafa mínum. En síra Jakob Guðmundsson, sem var prestur á Kálfatjörn 1851—1857 og jarðsöng Jón Daní- elsson, telur Jón verið hafa hinn sterkasta og hraustasta Islending, sem þetta land hafi borið og barn- fætt. * Árið 1834 þegar Friðrik Dana- prins kom hingað til íslands fór hann suður að Stóru-Vogum til að heimsækja Jón, og sátu þeir á tali allan daginn fram til kvölds prinsinn og Jón. Faðir minn Ketill Ketilsson dbr.m. í Kotvogi var þá 11 ára gamall unglingur, og var þetta sumar, eða part úr sumrinu hjá Jóni Daníelssyni móðurafa sínum, og sá prinsinn. Sagði faðir minn mjer og öðrum, að áður en þeir skildu um kvöldið, hefði afi sinn beðið prinsinn að hlutast til um við dönsku ríkisstjórnina, þegar að hann kæmi til Danmerkur aft- ur, að hann fengi að halda ,,premíu“ þeirri, sem ríkisstjórnin danska veitti þeim fáu íslending- um, sem þá áttu dekkskip til fiski- veiða, en á meðal þeirra var Jón með tvær ,,jaktir“. En til orða hafði þá komið að afnema þessa ,,premíu“. En hvernig þessi „premía“ var undir sig komin, hvert hún var verðlaun fyrir á- kveðna aflaupphæð, eða þá þókn- un til þeirra fáu, sem pilskip áttu, er mjer ekki kunnugt im, en hitt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.