Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1937, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
45
af Jóni sterka,
Daníelssyni Dbrm í Stóru-Vogum.
er víst a5 Jón hjelt þessari
,,premíu“ á meðan að liann lifði,
og átti skúturnar (jaktirnar),
Getur verið að þessi „premía“ hafi
verið hliðstæð þóknun „Dúsiu“
þeirri sem kölluð var hjer á landi
á síðustu öld, og fyr, en þessi
„Dúsia“ var uppbót dönsku sel-
stöðukaupmannanna, til hinna
bestu viðskiftamanná sinna hjer
á landi. En þetta orð „Dúsia“ hef-
ir sennilega verið orðskrípi mynd-
að úr franska orðinu „Douceur“
(Dúsör — vinagjöf — lítil gjöf).
*
Að Friðrik Danaprins hafi þótt
mikið til Jóns Daníelssonar koma
má marka af því, að þegar að
hann tók við ríkisstjórn í Dan-
mörku 1848—1863, þá sæmdi hann
Jón dannebrogsorðunni, en sem í
þá daga var talinn hinn mesti
heiður og vegsmerki, sem íslensk-
um bændum gat hlotnast, enda
líka voru orður og titlar í þá
daga ekki eins sandþjett súluger
niður í, mannhaf menningarland-
anna, eins og nú tíðkast orðið.
¥
Skal hjer nú greint frá nokkr-
um aflraunum og afreksverkum
Jóns Daníelssonar, sem geymst
hafa með aðdáun og virðingu í
huga ýmsra afkomenda hans, frá
manni til manns.
Karl í krapinu.
Eina vetrarvertíð, þegar Jón
var kominn á efri ár, en var þó
formaður með áttæring sinn á
vetrarvertíðunum, var það einn
dag í landsynnings roki og ill-
viðri, svo að ekki var róið, að einn
af hásetum Jóns kom inn til kaus
og sagði honum að fram í bæjar-
dyrunum væri manntröll ei.tt mik-
ið, sem vildi fá að tala við hann.
Býsnaðist hásetinn mikið yfir því
hvað maður þessi væri stór og
tröllslegur, þungur á brún, og að
öllu hinn ægilegasti. Jón fór strax
fram að finna komumann, og er
þeir höfðu kastast á köldum
kveðjum, segir komumaður strax
við Jón: „Miklir bölvaðir sjóslóðar
eruð þið hjer í Vogunum að róa
ekki í þessari vindgolu“. Jóni
hnykti við, en svaraði þó sam-
stundis: - „Ójá, satt kann það að
vera, en kannske þú viljir koma
og róa með mjer?‘‘ En komumað-
ur var þess strax albúinn. Fór
Jón svo inn með manninn og ljet
gefa honum mat og drykk að
þörfum, og fekk honum svo fcjó-
klæði af sjálfum sjer, því Jón var
með hæstu mönnum, fullar 3 álnir.
Þegar þeir lögðu á stað til skips,
ætluðu hásetar Jóns að fylgjast
með og hjálpa þeim að setja átt-
æringinn fram, en Jón bannaði
þeim að fara eitt fet út úr hús-
inu: „Ef við ekki erum einfærir
um að setja skipið fram, þá erum
við heldur ekki einfærir um að
róa því“, sagði Jón, og varð svo
að vera, sem Jón lagði fyrir, að
hásetar hans sátu kyrrir heima,
en Jón og gestur hans heldu báð-
ir til skips.
Þess er ekki getið að neinu,
hvernig þeim gekk að koma áttær-
ingnum frám, en litlu seinna
sigldu þeir út úr Stóru-Voga-vör-
inni og stefndu á Hólmsberg, en
þegar þeir voru komnir fram á
móts við Keflavík, var suðaustan
rokið orðið það mikið, að Jón
áleit ógerning að halda lengra
vestur, lægðu þeir því segl og
lögðust við stjóra, fram af svo-
kölluðum „Stakk“, sem er stand-
klettur fram af suðausturhorni
Hólmsbergs, norðvestan við
Keflavíkurhöfn. En rokið var þá
orðið það mikið að skipið rak
hraðfara undan vindinum. Var því
ekki um annað að gera, en að
draga stjórann strax inn aftur, og
leita lands, beint á móti veðrinu.
Þegar þeir höfðu dregið stjór-
ann inn settust báðir undir árar
á fremstu þóftu (andófsþóftu) og
tóku til róðurs, og heldu stefnu á
Vogastapa.
Það sagði Jón Daníelsson síðar,
að als hefði hann orðið að gæta
og aldrei mátt á róðrinum slaka,
fyrir þessu trölli, sem hann þreytti
róðurinn á móti. Því maður þessi
hefði verið eftir því lagræðinn,
sem hann hefði verið jötunn að
afli og harðfengi. Hjeldu þeir svo
róðrinum áfram án þess að mæla
orð af vörum alla leið inn á móts
við Stapakot í Innri-Njarðvíkum.
En þá herti þessi háseti Jóns svo
á róðrinum, og hamaðist á árinni,
að Jón varð líka að taka nálega
á öllu því er hann átti af orku og
afli, svo að róðurinn ekki hallað-
ist á hann. En svo alt 1 einu fell-
ur maðurinn aftur á bak niður í
barka skipsins, og segir um leið
með þungri stuuu: „Þó þú rækir
hníf í hjarta mitt, þá get jeg
ekki róið eitt árartog meira“.
Tók Jón þá stjórafærið og bjó
sjer til róðrarbelti og reri tveim
árum til lands, en þá var líka
farið að draga úr veðrinu, og
landvar komið af Vogstapa.
Þegar þeir voru lentir, tók Jón
þennan fjelaga sinn og leiddi sjer
við hönd heim til sín, og hjelt
honum hjá sjer við gleðskap og
góðan kost í heila viku, en kapp-
róður áttu þeir ekki frekara við.
en í þetta eina skifti.
Hvaðan maður þessi var hefi
jeg aldrei getað komist fyrir, en
hitt er mjer kunnugt um að hann
kom ofan úr Grindavík, þegar að
hann kom að Stóru-Vogum, en
hvert hann átti þar heimili og
húsaskjól, veit jeg sem sagt ekki.
Skútustrandið.
Eins og áður er sagt, þá átti
Jón Daníelsson tvær jaktir, sem
hann hafði bæði til fiskiveiða og
flutninga, úr Reykjavík og Hafn-
arfirði, til ýmsra hafna í sunnan-
verðri Gullbringusýslu. Einn sum-
ardag kom Jón á annari skútunni,
siglandi innan úr Hafnarfirði, en
hvernig sem það nú atvikaðist
eða hvaða orsakir lágu til þess, er
mjer ekki kunnugt, en hann sigldi
skútunni í strand á „Svartasker“
fyrir framan Ásláksstaði á Vatns-
leysuströnd! Jón og þeir, sem með
honum voru, gerðu ýmsar tilraun-
ir til þess að ná skútunni aftur af
skerinu,- en hún sat föst, og
hreyfðist hvergi! Loks leiddist
1 %
FRAMH. Á BLS. 47.