Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1937, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1937, Blaðsíða 2
66 því, að þeir kastist í þilið og stokk inu, þegar illa lætur. Og svo eru þau altaf við hendina, ef eittkvað bjátar á. Það má því segja, áð skip- verjar sofi flestir í björgunar- beltum þann hluta æfinnar, sem þeir eru á sjónum — og er þeim það síst láandi. Því aldrei er svo gott í sjó eða skip nærri landi, að ekki geti orðið þeirra þörf! * Það getur stundum verið nógu gaman að blýða á samræður hásetanna, um hversdagslegar á- hyggjur þeirra, lífsskoðanir, við- horf og endurminningar, að fornu og nýju, á meðan tveir eða fleiri þvo sjer um hendurnar upp úr sömu vatnsfötunni, undir vatns- dælunni. Það væri synd að segja að mál þeirra væri skrúfað og skreytt skáldlegum líkingavaðli. Sje það ópersónuleg frásögn byrjar hún vanalega á þessa leið: Það var einu sinni á Gylfanum, eða einu sinni var íslenskur sjómaður út í Hull! En sje æfintýrið endur- minning sögumannsins sjálfs er ekki ólíklegt að það sje eitthvað á þessa leið — .... — og svo rauk blókin á mig og jeg gaf hon- um sinn undir hvorn og kíkir á báðar glyrnurnar............ Síðan löbbuðum við upp á „Koparhaus- inn“ og þjóruðum þar, það sem eftir var kvöldsins! En stundum hverfur æfintýra- blær hins liðna fyrir dægurmál- unum og er þá óspart kastað hnútum koll af kolli uns orðnar eru ærumeiðandi skammir og sví- virðingar. En það undarlega skeð- ur, að enginn reiðist öðrum — sumir brosa, aðrir skellihlæja og bíða rólegir hins rjetta tækifæris fyrir nýja svívirðingu. Þetta er íþrótt andans í fjarveru hlaðanna, sem daglega gefa fólki beint og óbeint tækifæri til að verja hug- sjónir sínar með því að ausa sjer yfir þann, sem er á gagnstæðri skoðun — jafnvel þó hann sje besti vinur manns og fjelagi. Jeg vil taka þeim vara fyrir því, sem í fyrsta sinn gista í lúgar, að þeir mega ekki kippa sjer upp við það, þó hart sje kveðið að orði og óvægilega að mönnum LESBÓK MORGUNBLAÐSINS veist. Þetta er græskulaust gam- an á sjónum, eins og það er græskulaust að keppa í glímu og knattleik fyrir þá, sem aðstöðu hafa til þeirra hluta. Og þar, sem menn eru opinskáir í orðum er vondur jarðvegur fyrir baknag og undirferli. Stundum, og ekki sjaldan, ræða menn alvarleg mál og svo er þag- að um það, sem hverjum og einum er kærast. Heimili hvers og ein- staks eru friðhelg og undanþegin öllum umræðum, og þegar minst er á konuna, unnustuna eða móð- urina þá er gætt meiri virðingar en títt er, þar sem samverustund- irnar eru fleiri og meira lagt á altari ástarinnar, en þessum mönn- um er unt. Líttu á þiljurnar. Yfir hverju nimi hangir konumynd — það er mynd af „konunni minni“. Uppi í horninu við fótagafl- inn er lítill kassi, sem hefir að geyma handklæði, sápu, rak- áhöld og tannbursta. Tannburst- inn hefir náð mikilli útbreiðslu á togurunum, segja kunnugir. * Jeg spurði marga skipverja eft- ir því, hvort þeim leiddist ekki sjómenskan — eða hvort þeir kysu sjer ekkert annað frekar. Öllum bar saman um það, að ekkert væri þeim kærara en að fá einhverja vinnu í landi, sem líf- vænleg væri. — Það er þreytandi til lengdar að koma heim eins og gestur, og vera þá eltur á röndum með skuldaskilareikninga frá öll- um mögulegum og ómögulegum stofnunum. Bráðum verðum við skyldaðir til að borga hálft kaup- ið okkar í tekjuskatt og útsvar! sagði einhver. En eins og alt virðist nú komið á landi, sjó og í lofti þá megum við þakka fyrir að hafa vinnu. --------- * Það er víst alment litið svo á, að sjómenn sjeu ekki trúaðir menn, og það eru þeir víst held- ur ekki í þröngum og hvers- dagslegum skilningi þess orðs — en þó segir mjer svo hugur, að eitthvað á þessa leið muni þeir hugsa, þegar þeir halla sjer á koddann, þreyttir og svefnþurfi eftir 16 stunda vinnu: Þú mikli, eilífi andi, sem stýrir hamingju okkar og ræður yfir hverju fótmáli okkar manna, viltu vera þeim nálægur, sem mjer eru kærir og leyfa mjer enn lengi að dvelja samvistum með þeim? Eða skjátlast mjer? En þegar lúgarbúinn — koju- vaktmaðurinn á Jökuldjúpi — dregur rekkjutjaldið fyrir, þá segir hann ekki meira daginn þann. En lítil er lifrin í kolanum! Góða nótt. Api skorinn upp. Læknir einn í Köln, v. Haberer að nafni, hefir nýlega skorið upp 5 ára gamlan Orangutangapa og tekið úr honum botnlangann. Cirkusstjóri einn átti apann. Hann hafði gleypt nagla og stóð naglinn í botnlanganum. Þetta sást á röntgenmynd og því var apinn skorinn upp. Annars var honum dauðinn vís. Uppskurðurinn fór fram með mjög svipuðum hætti og venju- legir botnlangauppskurðir, að öðru leyti en því, að apinn var bundinn á skurðarborðið. Aðgerð- in tókst vel, og hresstist apinn fljótt eftir. Sál ostranna. Japanskur auðmaður, Kobicki Mikimota að nafni, er oft nefnd- ur „perlukóngurinn“ af því að hann hefir safnað auði sínum með perluveiðum úr ostruskeljum. Hann á mikil ostrumið. Eftir japönskum hugsunarhætti lítur hann svo á, að alt sem menn hafa gagn af, skuli menn tigna sjerstaklega. Þar sem það eru ostrurnar, sem hann á auðlegð sina að þakkn, þá tók hann upp á því að fela Buddha sál ostrunnar til verndar. Hann hjelt hátíðlega veislu og bauð þangað öllum vinum sínum. Þar færðu prestar Buddha fyrstu ostruna, sem Mikimota hafði veitt, og fólu hana, ásamt öðrum heims- ins ostrum, Buddha til varðveislu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.