Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1937, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1937, Blaðsíða 6
70 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Hið óvænta (framh.) eru ólæstar, hvíslaði hann. — Jeg þori að sverja, að jeg læsti þeim, þegar við fórum út. Hjer hafa verið þjófar að verki! Að svo mæltu ruddist hann inn. Þegar þangað var komið rak liann upp öskur. Kona hans kom veinandi á hæla honum. I stofunni var ljótt um að litast. Allur silfurborðbúnað- urinn var horfinn af borðinu. Skrifborðið brotið upp og skúff- an lá tóm á gólfinu. — Guð, silfrið! stundi frúin. — Og peningarnir okkar! hróp- aði hann. Þetta hafa þá verið inn- brotsþjófar! Hvar er síminn? Hann þaut að símanum og náði sambandi við lögreglustöðina. Að því loknu smelti hann hevrnartól- inu á og leit til konu sinnar. Hún starði á hann á móti. Þarna stóðu þau hreyfingarlaus og hlustuðu. Þeim heyrðist einhver liggja inni í svefnherberginu og bvlta sjer af kvölum. Þau litu aftur hvort á annað, síðan varð þeim báðum á að skotra augunum að borðinu. Þá var gengið hratt um anddyr- ið og í sömu svifum stóð lögreglu- foringi í dyrunum, ásamt tveim- ur lögregluþjónum. — Frá Scotland, sagði sá sem næstur stóð og sýndi lögreglu- þjónsmerki sitt. Síðan fór hann líka að hlusta. — Hann er þarna inni, sagði lög regluforinginn, og allir þrír rudd ust þeir inn í svefnherbergið. Skömmu síðar kom einn þeirra fram aftur. — Það er Malony Jack, sagði hann og gekk að sím- anum. Okkur þykir nú fengur í þeim fugli. — Og á hann nú að fara í stein- inn? spurði söngvarinn. — Nei, á sjúkrahús fyrst, sagði lögregluþj ónninn. Hann hefir jet- ið eitthvað, sem hann þoldi ekki, sagði hann. Mjer heyrðist hann vera að röfla eitthvað um gæsa- steik. Söngvarinn leit á konu sína. — Hún hefði nú getað orðið dýr, gæsin sú, Elsa, sagði hann. — Ja, úr því sem komið er held jeg að hún muni borga sig, sagði lögregluþjónninn, því til höfuðs þessum bófa er sett stór fje, hundrað pund. Og að mínum dómi hljótið þjer og frú yðar að fá þá peninga. — Þetta var það óvæita númer tvö, sagði frú Elsa og vafði hand- leggjunum um hálsinu á manri sínum. Á. Þ býddi. Vorí varplandi. FRAMH. AF BLS, 60. til vill átt þrjá eða fjóra. Komið getur og fyrir, að ein æður sölsi undir sig alt að þrjátíu ungum. Synda þeir þá að jafnaði í hala- rófu í kjölfari hennar, og sumir jafnvel sitja á baki hennar. — Versti óvinurinn á sjónum er veiðibjallan. Hún jetur ungana oft unnvörpum. Komið hefir það fyrir, að veiðibjöllur hafa fundist dauðar af ungaáti, og dæmi eru til þess, að í þeim hafi fundist 18—20 æðarungar. Mun síst að furða, þótt þeim verði bumbult af slíkum málsverði. Varpinu er að þessu sinni lok- ið. Fuglinn er horfinn úr varp- landinu og þar er aftur kyrð og tóm. Hreiðrin standa opin og ein- staka dúnhnoðri, sem dúnleitar- manninum hefir sjest yfir, liggur í hreiðurbotninum eða blaktir á strái á barmi þess. Hann er fljótt á litið einasti votturinn um það líf, og þá ötulu baráttu, sem ný- lega var háð á þessum slóðum. En bráðum fýkur hann líka, og varplandið er autt og tómt — þar til aftur vorar á nýju ári. (Myndirnar sem fylgja grein þessari eru úr ferðabók þýska fuglafræðingsins Schonger, er hjer var á ferð fyrir nokkrum ár- um. í bók þeirri er fjöldi ágætra mynda úr íslensku fuglalífi og eru margar þeirra framúrskarandi vel teknar). ------<«t>—------- Var boðin prinsessan og ríkið. Margt kemur fyrir á langri leið, segir máltækið. Þetta hefði ljettadrengurinn getað sagt með sanni, sá er talaði í breska út- varpið um daginn og sagði frá ferð sinni umhverfis jörðina. Hann hafði verið 4 ár í ferð- inni. Eitt sinn kom skip hans að lítilli eyju, sem telst til Filips- eyja. Pilturinn fjekk að fara í land, til þess að vera viðstaddur mikil hátíðahöld við hirð blökku- manna, er búa á eynni. Segir ekki af hátíðinni. En daginn eftir var pilturinn vakinn með þeim skilaboðum, að konungur eyjarinnar væri þang- að kominn og vildi tala við hann. Hinum dökka Filipseyjakon- ungi hafði litist svo vel á svein- inn, að hann vildi fyrir hvern mun géfa piltinum dóttur sína og láta hann erfa ríkið eftir sinn dag. En eftir mikið stapp gátu skips menn fengið hann til þess að sætta sig við, að pilturinn vildi ekki prinsessuna. * Fyrir hundrað árum hefði eng- inn látið sjer til hugar koma, að lögð yrði járnbraut yfir þvera Canada. Landnemar börðust þá við hungurdauðann þar sem nú eru stórar og blómlegar borgir. Og það er ekki nein fjarstæðu- kend bjartsýni að spá hinum ó- ræktuðu og órannsökuðu auðnum Norður-Canada þjettbýlis og vel- megunar. Það er þessi litur, sem jeg á við.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.