Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1937, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1937, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 71 ^ A liveravöllum. ^ Hjer er niður brotinn bær, í brunastorku, forn má líta furðumerkin, Fjall’-Eyvindar handaverkin. Hjerna stóð ’ann hagvirkur og hóf til veggja kletta þá, er kyrrir liggja í kofatóft, sem fyr við byggja. Einmana og eirðarlaus í útlegð sinni; flakkaði vitt um fjalla ranna, flýði návist allra manna. Fylgdi honum fast og lengi um fjöllin Halla, örlaganna ógn og villa ekki máttu skapið stilla. Banhungraður braust hann út til bjargar, hræddur Svömnn eyddi, silung veiddi, sauði stolna að hreysi leiddi. Finst mjer eitthvað ömurlegt í atburð slíkum, og jafnvel sjálfan sorgarleikinn sje jeg gegnum hverareykinn. Eitt var þó, sem enginn mátti af ’onum vinna, það, að hafa í kyrþey kunnar kærleiksraddir náttúrunnar. Sá hann oft á síðkveldum í sólarleysi, upp af jökulgnýpum gjósa geislavendi norðurljósa. Gladdi hann fögur sólarsýn um sumarmorgun, þegar rofin rönd á hjarni roðnaði eins og kinn á barni. Á oddaflugi sá hann svani söngva glaða, svífa frjálsa ljóss á leiðum löngum yfir jökulbreiðum. Hylt’ ’ann vorsins háfamál og hulduómar, inst við fjallaauðnir geima átti bjarta draumaheima. Þegar aftanglóey gylti græna hálsa, gleymd’ ’ann sínu farna frelsi, flóttalífi og þrælahelsi. Páll á Hjálmstöðum. Ilmefni úr hákarlslifur. Framleiðendur ilmefna nota mjög margskonar efni í fram- leiðslu sína, sem kunnugt er, bæði úr dýra- og jurtaríkinu. En það mun þykja saga til næsta bæjar, þegar hákarlinn kemst svo til vegs og virðingar, að hann er notaður í ilmefnagerð. En efnafræðingarnir leysa margar þrautir nú á tímum. Nú hafa þeir að sögn fundið það út, að hægt er að vinna dýrmæt ilm- efni úr hákarlslifur, og er ilmur þess engu líkari en hinni bestu blómaangan. Lengi vel var hákarlinn veidd- ur til þess eins að vinna lýsi úr lifrinni — ekki sjerlega vellykt- andi efni. En nú er hákarlinn notaður í fiskimjöl, skrápurinn í leðurvörur — og lifrin til þess að framleiða ilmvörur. Ástarsorg. Margar sögur eru sagðar um það, hvernig ástarsorg lýsir sjer. Ein sú nýjasta sem heyrst hefir, er um prentnema einn. Unnustan hafði yfirgefið hann, og hann fann þá uppá því, að setja nafn hennar með smá let- urstöfum, og gleypti þá síðan. Til allrar hamingju hafa nú læknar sjeð fyrir því, að stafirnir í nafni hennar hafa líka ,,yfir- gefið“ hann. Lappinn og- síminn. — Hvítvín eða rauðvín, herra? —> Mjer er sama — jeg er lit- blindur. Bóndi einn í Lapplandi, sem aldrei hafði sjeð síma, kom inn í búð í Finnmörk, til þess að fá að tala við kunningja sinn símleiðis. Honum gekk ekki sem best að gera sig skiljanlegan, og símastúlk an sagði stöðugt: „Talið þjer hærra!“ „Hærra“, sagði Lappinn að lok- um fokvondur. „Haldið þjer, að jeg hefði farið að nota þetta bann- sett verkfæri, ef jeg gæti kallað alla leið! —-—<m>----------- — Gætuð þjer ekki sett gáfu- legri svip á manninn minn? — Frú, jeg er listamaður, ekki galdramaður.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.