Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1937, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1937, Blaðsíða 4
68 LESBÓK MORQUNBLAÐSINS Vor Æðarfugl í könnunarferð í varplandi. Blárökkurmóða hinna fyrstu vornátta umvefur fjöll og hálsa, og hin fagnandi og gróandi nátt- úra vekur mönnum og málleys- ingjum nýtt þrek og þor til að starfa og lifa. Inn til dala, út til nesja og við ystu eyjar og hólma, alstaðar vekur vorið blundandi öfl úr læðingi vetrar. — Við eyna, varplandið, verður þessara klæðaskifta náttúrunnar á marga vegu vart. Sundin milli lands og eyjar verða krök af fugli, og hleinar og fjörur eyjarinnar eru þaktar þesum velkomnu vorgest- um, sem á hverju vori á svipuð- um tíma heimsækja fornar stöðv- ar, eftir vetrardvölina á fjörðum inni eða við ystu nes og út- kjálka. Koma þeirra er einn af kærkomnustu vorboðum eyjabónd ans, sem um langan vetur hefir háð baráttu sína við ógnandi öfl óblíðrar íslenskrar náttúru á sjó og landi. En nú er ljett í lofti. ómurinn af kvaki og gaggi fuglsins við sjóinn lætur ljúfar í eyrum eyja- bóndans en þungur og óheilla- vænlegur brimniður á dimmum síðkveldum skammdegisins. Og það er eins og trii hans á landið, sjálfan sig og mátt hans og meg- in treystist og skapi honum bjart- ara útsýni. Að jafnaði er þetta í fjórðu viku sumars. Á víkum og vogum kringum varplandið er krökt af fugli. Kliðurinn af gaggi hans og gargi þagnar naumast nokkurn- tíma. Tilhugalífið er í algleym- ingi. Þarna berjast hugprúðir æð- arblikar um yndisfríðar æðarkoll- ur og sigurinn fellur sennilega þeim sterkasta í hlut, eins og víða annarsstaðar. Hann syndir ef til vill að lokum hreykinn út úr hópnum, og bylgjurnar velta yfir- lætislega undan bringu hans og hinnar umdeildu brúðar hans, en á sjónum í kring fljóta oft all- margar fjaðrir hans og hinna sárt leiknu meðbiðla, því að rifrildið er illvígt og þyrmir þar enginn öðrum. Meðal æðarfugls er ann- ars álitið, að strangt einkvæni ríki. Tilhugalífinu og erjunum á sjónum lýkur og fuglinn fer að hy&gja á landgöngu til þess að litast um og hefja hreiðurgerð sína. Landgöngu sína byrjar hann að jafnaði með aðfalli sjávar og um flæði. Þessar könnunarferðir sínar fer fuglinn ávalt fótgang- andi. Hjónin, kollan og blikinn, fylgjast að, og af öllu er auðsætt, að kollan ræður förinni. Yirðist blikinn sætta sig vel við slíkt konuriki og fylgir henni fast eft- ir með allskonar einkennilegu lát- bragði, hneigingum og stöðugri annari tilgerð með höfði, ásamt því að gefa frá sjer annarleg hljóð við og við. Margs er að gæta á þessu ferða- lagi. Með óþreytandi elju og eft- irtekt virðist fuglinn skoða sig um á þessum fornu stöðvum. Heil- ar nætur og daga notar hann til þessara gönguferða sinna um varp landið. Allar mannaferðir um varplandið á þessum tíma eru injög óheppilegar, og varast verð- ur að líta við fuglinum eða horfa á hann, því þá er hættar við að hann styggist. En loksins lýkur þessari könn- unarferð og kollan hefir fundið hreiður sitt. Hún verpur jafnan í sama hreiðrið ár frá ári, en hafi ung kolla orðið fyrri til að nema land í hreiðri þeirrar gömlu, verður fullur fjandskapur úr, og lýkur jafnan þannig, að sú gamla nær rjetti sínum, eða þær verpa báðar í sama hreiður. Þarna, á þrepinu undir bæjar- veggnum, hefir gömul æður hreiðr að um sig. Elli hennar er auðsæ á því, hve gráleit hún er orðin. Hún er eins og hvít fyrir hærum. Dökkbrúna slikjan er horfin af lienni, og höfuð hennar er hjelu- grátt. Yfir hægra auga hennar liggur gráhvít hula — augað er blint. Annar vængur hennar er dálítið bæklaður, og tvær eða þrjár flugfjaðrir hans standa stífðar og gagnslausar út í loftið. Ef til vill hefir hún einhverntíma fengið hagl í vænginn í æsku sinni. Þarna undir bæjarveggnum hefir hún orpið og unað um mörg ár, og nú er hún komin á ný. •— En hún er enn við sama sinni. Hún er skrautgjörn og eins og dálítið tilgerðarleg. Hún hefir gaman af brimhvítri krákuskel, sem liggur við hreiðrið hennar, og veltir henni stundum inn í hreiðrið til sín til eggjanna. Og jafnvel þótt skelin sje tekin úr hreiðrinu af mannavöldum, veltir hún henni bráðlega upp í það aft- ur. — Þegar hún hefir legið einn sólarhring í hreiðri sínu, hefir hún orpið einu eggi. Þá hverfur hún aftur til sjávar og er nú einn eða tvo daga í brottu. Því næst verpir hún öðru eggi og fer síðan aftur til sjávar. En nú er frístundum hennar lokið. Eftir einn dag kem- ur hún aftur alkomin og verður nú að liggja þar til takmarkinu er náð. Hún skreppur að vísu einu sinni á sólarhring til sjávar til þess að fá sjer að drekka og baða sig, en mat fær hún engan þær 3—4 vikur, sem útungunin stend- ur yfir. Jafnvel þó henni sje bor- in venjuleg fæða hennar að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.