Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1937, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1937, Blaðsíða 2
74 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS því er hiin hyggur — hefir ekki af því er sjeð verði, neina hug- mynd um að hann á heima á jarð- Btjörnu, (S. 17—18). IV. Sá kafli bókarinnar, sem mjer virðist helst ástæða til að segja nokkru nánar frá, heitir, The World Crisis (S. 124), og er um títnamót þau, sem nú eru í sögu mannkynsins og svo stórkostleg, að aldrei hefir á jafnmiklu oltið. „Vjer hevrum menn (á jörðinni) vera að tala um tímamót í sögu mannkynsins“ — segir Morris — „og vjer, sem framliðnir erum, fáum varla skilið vegna hvers menn á jörðinni geta ekki sjeð hvemig á heimskreppu þessari stendur. Vrjer (hjernamegin) sjá- um glöggar og það er vegna þess, sem það er ósk mín að koma og tala um það mál, sem svo er mikilvægt . . . Alla mína ævi hafði jeg mikinn áhuga á því, sem var að gerast á jörðinni, og þess- um áhuga hefi jeg haldið að mjög miklu leyti. Ef ekki væri svo, þá mundi jeg ekki vera að reyna að koma bók þessari fjrrir almenn- ingssjónir_ Jeg þrái að sjá jörðina bjartari og hamingjusamlegri dvalarstað en hún er nú, stað, þar sem menn og konur lifi við farsællegri ástæður en þær, sem nú eru........ Vjer (hinir fram- liðnu) sjáum fram á endalok alls lífs á jarðarsviðinu (The earth plane!) og það á fárra alda fresti, ef menn sem nú hata náunga sína í stað þess að elska þá, hverfa ekki af sínum vondu vegum.... Þetta er leyndardómur heims- kreppunnar, lesendur mínir. Ekki að það sje ekki til nóg af pen- ingum til umferðar manna á milli, eða nóg til viðurværis handa fjöldanum, heldur það, að nú á dögum er ágirndin í heiminum ákafari en hún hefir nokkru sinni verið áður“. (S. 124—25). V. Mjög virðist mjer líklegt, að það sje satt sagt, að William Morris, snillingurinn, sem hafði vit og andagift til að sjá betur aðalsmerkið á hinni þjökuðu og fátæku íslensku þjóð, en nokkur útlendingur hefir anuars gert, haix verio að reyna txl að verða mannkyninu aö liði á þessum timamoium, og að það sje eklii houum aö kenna, að ekki er í bók þessari, sem honum er eignuð, einu orði minst á þjóðina, sem hann liatði kent við Uaidur, held- ur hugaríari miðilsins og þó ekki síður stilliahrifunum á hana. Tel jeg ekki vafa á því, að mun fróð- legar muudi þarua í bókinni hafa verið ritað um örlagatíma þá, sem nú eru, ef Morris hefði tekist að koma íram í meðvitund miðilsins því, sem hann hafði sjálfur í huga um það eíni. Eftirtektarverðust allra þeirra orða, sem Morris heíir tekist að fá rituð, virðast mjer þessi: „Hvílíkur skaði, að menn skuli vera blindir, þar sem nú á tímum eru frelsarar á jörð- inni“ (S. 127). Virðist þarna ótví- ræðlega gefið í skyn, að til sjeu þeir menn, sem viti hvað það er, sem þarf til þess að aldaskiftin geti farsællega tekist, eða hafi jafnvel sagt það, án þess að því hafi verið gaumur gefinn. En þar sem bætt er við (S. 127—28) „Vision is what men need to- day — that inner vision which permits those who come to their aid to unfold before their eyes the vision of life eternal“ — þá er auðsjáanlega um hina vanalegu „parafrastik“ að ræða; eða m. ö. o. talsvert annað ritað en það, sem til var stefnt með innblæstrinum. En það hygg jeg hafi verið þetta: Það, sem þarf nú, er að menn öðlist hinn náttúrufræðilega skiln- ing á framhaldi lífsins, því þegar sá skilningur er fenginn, þá verð- ur hinum fullkomnari lífverum miklu auðveldara en nú er, að rjetta mannkyninu þá hjálpar- hönd, sem svo mikil er þörfin á. Og víst er um það, að takist ekki að færa út náttúrufræðina á þann hátt, sem gefið er í skyn, þá mun illa fara, aldaskiftin verða til hins verra, þannig að tilraunin til æðra og fullkomnara lífs á þessari jörð, mistakist með öllu. Jeg hefi aldrei orðið þess var, að þeir, sem ritað hafa um þau efni, sem hjer koma til greina, hafi veitt því eftirtekt hvað það þýðir, að allri sókn lífsins upp á við hjer á jörðu, hefir jafnan fylgt nokkur afturför, svo að hin æðsta vera jarðarinnar nú, er að verulegu leyti ófullkomnari held- ur en hinir fyrstu foreldrar henn- ar, fyrstlingarnir, sem uppi voru fyrir þúsund miljónum ára, eða svo, og að tímamótin í sögu lífs- ins þyrftu að verða þau, að fram- vindu (evolution-) lífsins fylgdi engin afturför. En það er það, sem á vísindamáli má nefna diexeliktiska evolution eða diexe- lixis. Er þá helstefnan sigruð þeg- ar svo er komið, og opin leiðin að hinum óendanlegu möguleikum til góðs, sem alheimurinn býr yfir. Eru á þeirri leið margar og vax- andi aflraunir, en engin, er of- raun verði þeirri lífveru, sem leit- ar fraxn í fullu samræmi við hinn æðsta vilja. En hjer í ríki hel- stefnunnar hefir oft, eða jafnvel oftar, verst tekist, það sem best var viljað, því að einmitt þa var síst samúð og góðum undirtektum að mæta. 21. 2. ’37. Helgi Pjeturss. Nauta-at á Spáni. — Ætli hann sje litblindur? — Af hverju hlóstu ekki að skrítlu skrifstofustjórans? — Það er búið að segja mjer upp frá mánaðamótum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.