Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1937, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1937, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBL AÐ SINS 79 Sunnudagur á er stirður og stígvjelin liál og manninum verður íotaskortur.En um leið og hann byltir sjer á fæt- ur úr þessu fiskikviksyndi missir hann hnífinn úr munninum. Líf- laus er hníflaus maður, segir mál- tækið, og það á ekki hvað síst við um slægingamanninn. Aldrei hefði jeg þó trúað því, að nokkur maður ynni það til fyr- ir einn vesælan „fiskekniv“, að leggja sig flatan ofan á allan þenna þorsk og vaða með hendina upp að öxl niður í slíkt gínandi víti af gapandi þorska- og stein- bítakjöftum. En þetta gerði há- setinn og sakaði ekki. Karlinn í hrúnni horfði á að- farirnar og brosti. ver er þessi kall?, mundi ein- hver spyrja. Skipverjar á öllum íslensku skipunum kalla skipstjóra sinn aldrei annað en kallinn, þegar hann ekki heyrir sjálfur til. Og jeg hefi einu sinni heyrt gamlan sjómann segja frá því, að hann hafi verið í þrjár saltfiskvertíðir með sama skipstjóra án þess að hafa vitað hvað hann hjet! Það er orðin hefð að kalla skipstjórann „kallinn“, og það er sagt án þess að vera nokkuð íiiðrapdi. Svona kallar eru líka góðir kall- ar! Og eftir því, sem mjer heyrð- ist, voru skipverjarnir á „Gull- toppi“ harðánægðir með sinn kall — ef hann bara vildi hætta þessu blövuðu kolaskaki svona dag eftir dag! Meðan árdegissól leikur á þilj- um og stirnir á deyjandi fiska, er Viggó kyndari bullandi sveittur niðri í dýflissunni sinni, þar sem eldarnir brenna. Þar skarar hann í hvítglQandi eldinn með stórum og þungum járnpálum, sem hann not- ar jafnframt til að snúa við glóð- inni og verka frá öskuna og gjall- ið. Síðan grípur hann kolarekuna sína og mokar kolum á bálið. Á gufukatlinum kraumar vatnið og síður — og vjelarnar stynja og frísa, æða og kveina. Þetta er hjartsláttur skipsins! Viggó kyndari og Einar em- sjónum (frh.) bættisbróðir hans vinna hvor um sig fyrir 312 krónum á mánuði — og er álit sumra að svo fram- arlega að nokkur bankastjóri í landinu vinni fyrir 100 krónum á mánuði, þá vinni þeir Einar og Viggó fyrir þessum 312 krónum! Það er nefnilega óþverra vinna að vera kyndari. Þannig var unnið á þilfari, upp í brú og niður „dýflissu“ — og þetta var á sunnudagsmorgun, á þeim tíma, sem Reykjavíkingar, sumir hverjir fara í sparifötin og ganga niður í dómkirkju til að heyra prestinn biðja fyrir konungi vorum og stjórn — —. En á sjónum er enginn sunnu- dagur. Og þar er heimur viðhurð- anna vinnan sjálf. Þrifnaður þjóðanna. Daily Mail birti um daginn skýrslu yfir það, hve mörg baðherhergi væru á hverja 1000 íbúa í ýmsum lönd- um. í Ameríku reyndust vera 35 baðherbergi á hverja 1000 íbúa landsins, í Englandi 31, Þýska- landi 26, Sviss 21 og Danmörk var nr. 5 í röðinni, með 20. Holland, sem annálað er fyrir þrifnað, var nr. 6, og reyndust þar vera 19 á 1000 íbúa. — Hvað heitir hann pabbi þinn, litli minn? * Fyrstu kú síiía fengu Ameríku- menn til landsins, þegar Colum- bus kom þangað í annað sinn. Það var árið 1493. — Hjá mannætum. — At hann leikfimismann í mið- degismat ? Ótrúlegt! — Flýttu þjer góða mín, þú þarft nauðsynlega að fá þjer nýj- an hatt! Á grímuballi. — Vegna hvers viltu vera Eva eftir syndaflóðið? — Vegna þess að mjer fanst hún full fáklædd fyrir synda- flóðið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.