Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1937, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1937, Qupperneq 8
68 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Breska flugfjelagið Imperial Airways er að láta byggja nýja tegund flugbáta til farþega- og póstflugs. Þessar flugvjelar geta flogið með alt að 18 tonna þuuga. Þær hafa fjóra stóra hreyfla, sem eru rekn- ir af 3000 hestafla vjelum. Flugbátarnir geta farið með 300 kílómetra hraða á klukkustund. Á mynd- inni sjest einn af þessum risaflugbátum á höfninni í Southamton. Farþegarnir eru fluttir um borð í vjelbát til þess að fljúga beint til Egyptalands. Ferðalagið tekur aðeins einn dag. — Hvað hefir kötturinn mörg eyruT — Tvö. — Og hvað mörg augut — Tvö. — Og hve margar fæturí — Vitið þjer alls ekki neitt um köttin sjálf, kennarií * Vindlasalinn: Vill frúin sterka vindla? Frúin: Já, eins sterka og þjer hafið. Maðurinn minn kvartar alt- af yfir því, að þeir brotni í vasa sínum. — Hvað mynduð þjer gera, ef konan yðar eignaðist fimbura ?, spyr norskt blað lesendur sína. Einn lesandi blaðsins svaraði: — Síma til Stalins: Fimm ára áætlunin framkvæmd á einu ári. — Herra skrifstofustjóri, bók- arinn kyssir —--------- — Þá verðið þjer sjálfar að gefa honum löðrung, til að venja hann af því. — Ungfrú Jónína neitar því. — Ungfrú Jónína? — Já, það er hana, sem hann kyssir. — Jeg keyrði nú ansi vel, Óli, þangað til þetta bannsetta trje varð fyrir. * — En hvað það er sorglegt, að kærastan yðar skuli hafa mist all- ar eigur sínar. — Já, það er leiðinlegt fýrir hana. Haldið þjer að hún sakni mín mikið. * — Varð húu ástfangin í honum við fyrstu sýn? — Nei, við aðra, þá kom hann í nýja bílnum sínum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.