Lesbók Morgunblaðsins - 02.05.1937, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 02.05.1937, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSTNS 131 Loðnuveiðar munu vera alvepr einstæð atvinnu- og: afla- prein fyrir Horanfjörð, því mjer er ekki kunnufrt um að loðnuveið- ar hafi verið nje sjeu stundaðar annarsstaðar á landinu o^ ekki veit jeg heldur til að loðna hafi verið hagnýtt til beitu, svo nokkru nemi, annarsstaðar. Fyr á öldnm mun loðna þó hafa verið veidd lít- ilsháttar norðanlands (í háf) til manneldis, en þótt hallærismatur. I undanfarinn hálfan annan ára- tug hefir veiðiskapur þessi verið stundaður meira og minna hjer í Hornafirði á hverri vertíð, til mik- iila hagsbóta fyrir bátaútveginn, sem við það hefir fengið ódýra, góða beitu. Jeg tel mig hafa átt nokkurn þátt í því að veiðar þessar voru hjer upp teknar, eins og síðar mun að vikið, og þar sem þær eru lítt kunnar öðrum en Hornfirð- ingum og þeim Austfirðingum sem sjó stunda hjer á vetrarver tíð, datt mjer í hug að minnast á þær nokkrum orðum til gamans og fróðleiks þeim sem lítt eða ekki hafa hevrt þeirra getið. Ósagt skal látið hvort hagnýt- ing loðnu geti átt sjer stað ann- arsstaðar á landinu, með svipuðum hætti og hjer hefir verið, en ekki virðist það óhugsandi og væri vel ef þessi orð mín yrðu til þess, að vekja einhverja til atlmgunar á því. All-ýtarlegan fróðleik um þenn- an litla fisk (loðnuna), sköpulag hans, lífshætti og heimkynni er að finna i Fiskunum eftir dr. Bjarna Sæmundsson, og verður ekki farið frekar út í þau atriði hjer. Um nytsemi loðnunnár segir þar að hún sje mikilsverð næring fvrir aðalnytjafisk vorn, þorskinn, og hafi mikil áhrif á göngur hans' hjer við suðurströndina á vetrar- vertíð, eins og síðar mun að vikið. Þar segir ennfremur: ,,Oft er liún hirt til beitu og er ágæt beita fyrir þorsk, en gevmist illa. Síð- ustu vetur hafa menn veitt hana í nætur í Hornafirði til beitu á vetrarvertíð, til mikilla hags- muna“. Þetta er það eina sem jeg hefi sjeð ritað um veiðar og Jiagnýt- ingu loðnu hjer við land. Loðnuveiðar í Hornafirðí. Útvegurinn oj? austfirsku farfuglarnir. m og eftir 1908 fóru Aust- firðingar að líta Hornafjörð hýru auga, sem verstöð fyrir vjel- báta sína á vetrarvertíð. Þeir sáu að hjer var um atvinumöguleika fyrir þá að ræða í febrúar-f mars- og aprílmánuðum ár hvert, þeim tíma sem dauðastur er sjór hjá þeim sjálfum. Þetta komst og í framkvæmd og með áræði og dugn aði hófust þessar erfiðu ferðir mótorbáta, aðallega frá Eskifirði, Norðfirði og Sevðisfirði. Má öllum vera ljóst að harðsótt hefir þetta oft orðið, um hávetur, og ósjaldan hættulegt að siga misgóðum bát- uin til fjarlægrar, afskektrar, ó- tryggrar hafnar. En ekki var að því spurt, þar sem hjer var um að ræða möguleika til viðreisnar útvegi þeirra, og aukinnar atvinnu við fiskverkun heima fyrir, með því að flvtja aflann austur til verkunar. Austfirsku sjómönnunum mátti líkja við farfugla hjer á Horna- firði, og við komu þeirra hingað var mörgum tengd eftirvænting, ekki ósvipuð þeirri sem flestir finna til nndir komu hinna eigin- legu farfugla. Mjer er óhætt að segja að þeir hafi átt óskifta sam- úð og hluttekningút allra hjer og allir óskað að þeir næðu allir landi heilir á húfi. Með þeim færð- ist aukið líf og fjör í útveginn og begar fór að bóla á siglutoppum báta þeirra, sem stefndu hjer til hafnar. var eins og athafnalíf manna hjer tæki viðbragð og vfir færðist tímabil vss og anna. Nokkrir af anstfirsku útvegs- mönnunum byggðu hjer verbúðir og fiskhús og fluttu svo afla sinn heim til Austfjarða til verkunar Aðrir voru hjer á vegum Þórhalls kaupm. Daníelsonar, sem þá var orðinn eigandi verslunarinnar fyr- ir nokkrum árum. Leigði hann hús og bryggjur og keypti fisk, eink-*;j nm á stríðsárunum og fram tilí- 1920. Nú er mest af útveginum á vegum Kaupfjelags Austur-Skaft- fellinga og á síðari árum hafa nokkrir innanhjeraðsmenn komið sjer upp útvegshúsum. Hefir vjel- bátaútvegurinn hjer í héild farið sífelt vaxandi, þó á ýmsu hafi gengið með afkomuna, en útgerð opinna báta stöðugt minkandi og er nú á síðustu árunt alveg horf- inn. Beituskortur. ftir að Vjelbátaútvegurinn fór að vaxa hjer til muna, fór betur og betttr að koma í ljós vandkvæði það sem einna rnest hefir háð honum, en það eru beitu- vandræði. Þau höfðu marga vertíð hindrað það að hjer fengist upp- gripaafli, þegar fiskur virtist mik- ill á miðum. Þessir beituerfiðleikar stöfuðu einkum af því, að h.jer var enginn síldarafli og engin frystihús til þess að legg.ja í beitusíld til geymslu. Reynslan sýndi það fl.jót- lega að aðflutta beitan, síldin, einkum frosin, skemdist meira og minna á hinum löngu flutningum frá Norður- og Austurlandi, oftast í kælirúmslausum bátum og skip- um. Beituliðurinn í útgerðarkostnað- inum varð því tilfinnanlega hár, bæði vegna hinna kostnaðarsömu flutninga og vegna rýrnunar á beitunni, sem lá fyrir skemdum. auk þess sem óbeinn skaði er auð- vitað að því að verða að nota hálfskemda beitu sem lítið fisk- ast, á. Hjer var því um mikið vanda- mál íítvegsins að ræða, sem hafði » mikla fjárhagslega þýðingu fyrir hann. Úr þessu vandkvæði rættist nú að mjög vernlegu levti, er sú ný- lunda var upp tekin að afla loðnu. er hana var að fá. og hafa til beitu, fvrst í litlum mæli jafn- hliða síldinni, en síðan meir og meir svo að nú er hún eingöngu FRAMH. Á BLS. 135.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.