Lesbók Morgunblaðsins - 02.05.1937, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 02.05.1937, Blaðsíða 6
134 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS kom það fvrir að Cavliiif? sat fundinn með þeim, sem einn af „oss“ og ljóstaði síðan upp hin- um helgustu leyndarmálum and- stæðinganna. Allir þessir „skandal- ar“, „bombur“ og „sensationir“ — eða hverju nafni, sem það nefnist, varð. með öðru fleiru, til að stór- auka sölu blaðsins, en ekki að sama skapi virðingu þess. Loks var ('avling látinn fara frá bæjar- frjettunum og fengið það veglega starf að vera „flugandi fregnrit- ari“ hlaðsins erlendis. * Hjer hefst nýtt tímabil í sögu þessa fjölgáfaða og snar- ráða nianns — það er tímabil æt'- intýranna og revnslunnar meðal framandi þjóða. Xæstu árin dvaldi hann oft mán- uðum saman á ferðum erlendis, bæði vestan hat's og austan og skrifaði þykkar bækur um veru sína í Bandaríkjunum og París — auk þeirra kynstra, sein hann skrifaði í Politiken undir merk- inu Ignotus, sem alt sá og hevrði. Einnig skrifaði hann um þessar mundir leikrit og skáldsöguna: Fra de dybe Dale. mátt og smátt varð flokkur Hörups fjölmennari og á- hrifameiri og Politiken óx og út- breiddist með hverju ári. Eftir sigur vinstri flokkanna við kosningar 1901, var Hörup kjör- inn samgöngumálaráðherra og fól þá ritstjórnina í hendur Edward Brandes, er brátt reyndist litlum ritstjórnarhæfileikum gæddur. — Samvinna Brandes og Cavlings fór öll út um þúfur og lauk með því, að Cavling ráfaði einn og hugsi latiga og hrollkalda nótt fram og aftur í kringum Furuvatnið og þegar dagur ranu var hann á- kveðinn í því að safna hlutafje til að stofna kvöldblað. Það voru að- eins 200 þúsund krónur, sem hann vantaði! Og sjálfur átti hann þá ekki nema ljeleg húsgögn í eitt þakherbergi. Vinir og velunnarar Cavlings brugðust vel og drengilega við inálaleitun hans og að fáum dög- um liðnum hafði liann handa á milli 170 þúsund krónu í reiðu fje til hinnar fyrirhuguðu blaðútgáfu. Síðan tók liann að ráða til sín fólk og semja um kaup á nýrri „rotationspressu“ frá Frakklandi 1— en þá var engin slík vjel til á Norðurlöndum. Þegar tók að kvisast um fyrir- ætlanir Cavlings leist hlutafjár- eigendum Politiken óglæsilega á að fá hann fyrir keppinaut á blaðamarkaðinum — og fóru svo leikar að þeir fengu hann fyrir aðalritstjóra í stað Brandesar — en hlutafjeð, sem Cavling hafði safnað, lagði hann á borð með sjer og Politiken fekk „rotations“-vjel- iua og notar liana enn. Þetta var árið 1904, og þegar Cavling tók við ritstjórn Politiken var upplag blaðsins orðið 17—18 þúsund eintök á dag og því vel sambærileg við hin gömlu þjóð- grónu blöð: Berlingske Tidende og Dagens Nvheder. En þegar hann ljet af ritstjórn 1927 var upplagið komið nokkuð á annað hundrað þiisund og var þá, og er eun, útbreiddasta blað á Norður- löndum. Þessu æfisögubroti er lokið. * eg hverf aftur heim að Stut- gaarden — hvíta húsinu í rjóðrinu norðan við hallargarðinn í Hilleröd, þar sem Cavling bjó síðustu ár æfi sinuar. ásamt konu sinni og tveim börnum, er þá voru í æsku. Þau hjetu Elsa og Jens. Þetta heimili var eins og ofur- lítil paradís, þar sem hver og einn mátti sitja og standa eins og haun vildi — þar var næturgala söngur í sjerhverri sál! Það þótti mjer kynlegast við háttalag Cavlings. að liann virtist aldi’ei sofa — því á daginn sat hann tímum saman niðri á Frið- riksborgarsöfnunum, á kvöldum gekk hann út í skóg þegar rökkva tók og er heim kom settist liann við skrifborðið sitt í bóka- herberginu og skrifaði fram á nótt. — En áður en hann tók til starfa fekk hann sjer stund- um glas af kampavíni og til að fullkomna hressinguna dróg hann fram munntóbaksdósirnar sínar og fekk sjer ,,spotta“! Síðan greip hann blýantinn og skrifaði hægt og bítandi án }>ess að nema staðar til að liugsa sig um, Hann var þá C'avling, þegar hann tók við ritstjórn. að skrifa uppkast af æfisögu sinni, er síðan kom út undir nafninu: Eftir Redaktionens Hlutning. 1 daufri ljósglætunni frá græn- um lampakúplinum, því liann vildi ekki nota annað en olíuljós, gat að líta þennan ellihruma, þjálf- aða skriffinn önnum kafinn og niðursokkinn í liandritadyngjuna seint á kvöldin. Og þegar haninn gól og endurnar tóku að vappa letilega framan við trýnið á sof- andi bolabítnum í húsagraðinum morguninn eftir, þá var gainli maðurinn aftur kominn á stjá. Nú var það morgunkaffið og nýju blöðin. Oft spaugaði Cavling, og sagði hinar ótrúlegustu sögur — af öllu nema flugvjelum, sem hann mátti ekki heyra nefndar —, en þegar hann ætlaði að brosa var eins og brosið storknaði á andlitinu, þó augun leiftruðu uiidir loðnum brúnunum. Þannig átti maður víst að sjá hann brosa að miusta kosti einu sinni á hverjum morgni, en það var þegar hann fletti nýrri Politiken og skygndist eftir því „helsta“. Þá brosti hanu æfinlega með augunum — en enginn vissi af hverju! * inu sinni varð jeg Cavling samferða til Kaupmanna- hafnar og upp á ritstjórnarskrif- stofu Politiken. Er inn á biðsalinn kom sáttu þar fjórir menn út við

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.