Lesbók Morgunblaðsins - 02.05.1937, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 02.05.1937, Blaðsíða 7
glugga og spiluðu á spil. Þegar þeir sáu hver kominn var spruttu þeir á fætur og hrópuðu: Húrra fyrir Cavling ritstjóra, húrra, hx'irra, húrra — hann lengi lifi! Við þessi gleðilæti og liávaða opn- uðust skrifstofurnar hver af ann- ari og snöggklæddir menn og suni- arbúnar ungar stúlkur, með dumh- rauðar varir, slógu hring um gamla manninn. 8vo var náð í lieilan kassa af gamla-Carlsberg. egar iilið var sopið upp, og skrifstofufólkið snúið aftur til vinnu sinnar, gekk gamli mað- urinn að hornglugganum í fyrver- andi ritstjórnarherbergi sínu, studdist fram í gluggakistuna og horfði dapur í bragði niður á Ráð- hústorgið og fólkið, sem brunaði áfram, áfram — ti) að snúa aftur við. Sumir fara langt, aðrir skamt — sumir eru stórir og aðrir litlir! í dag var Henrik Cavling gest- ur blaðsins, sem hann hafði unnið upp og vaxið með. En hjer lilutu að skilja leiðir blaðsins óg hans — blaðið brunaði áfram á meðan hann sneri við. Og hjer liópuðust að honum minningarnar og ör- laganornirnar kvökuðu við eyru hans og sögðu: Ti stille, min Ven. Við ljetum rætast alla þína drauma. Þú fekst það, sem þú vildir! * imm árum síðar kom jeg til Stutgaarden. Þá hafði Cav- ling verði jarðsunginn í Lyngby- kirkjugarði fyrir nokkrum dög- um.Morguninn eftir varð jeg sam ferða Jens og Elsu, er þau fóru að leggja lifandi blóm á leiði föð- ur síns — en meðan þau lögðu niður blómin greip jeg úr jakka- boðungnum mínum silfurprjón, $em á var íslenski fáninn, og ljet liann detta niður á milli blómanna — niður í gljúpa moldina. Þetta mun rera eina viðurkenningin, sem við íslendingar höfum sýnt minningu hins mikilhæfasta forvígismanns norrænnar blaðamensku, sem enn hefir verið uppi. Hann dó í ágúst 1933. En litlu, svarthærðu stúlkuna, sem gaf mjer þenna fána í af- mælisgjöf, bið jeg að fyrirgefa. Jeg get ekki annað! S. B. LESBÓK MORGtTNBLAÐSINS Loðnuveiðdr(frh) notuð þegar nóg aflast af henni, en síldin höfð til vara ef loðnu- veiði bregst. Loðnugöngur og fylgi- fiskar þeirra. m langan tíma hafði jeg veitt ýmsu athygli um háttsemi loðnunnar hjer í og við Horna- fjörð, göngur liennar og annara fiska, bæði þeirra sem hún lifir á og svo hinna sem á henni lifa. Það var altítt fvr meir að síla- göngur kæmu hjer upp að strönd- inni ár eftir ár og virtust þær ganga austur með söndunum. Byrjaði þá sílareki á Suðursveit- arfjörum og færðist svo austur eftir, á Mýrafjörur og alla leið austur í Lón. Þá komu og oft miklar loðnutorfur inn á Horna- fjörð og fylgdi þeim þorskur og oft hvalur. Komu margir hvalir í Hornafjörð á árunum 1860— 1900, og sennilega oftast á eftir sílatorfum, en sjaldan eða aldrei komust þær stóru skepnur út aft- ur, heldur sátu þeir fastir á sand- rifjum milli álanna og voru lagðir að velli af mannahöndum með stórum sveðjum. Hafa hvalirnir þá sjálfsagt oft verið orðnir mjög dasaðir eða að dauða komnir af að bei’jast við að losa sig af grynn ingunum. Má segja að hin smá- vaxna loðna hafi þar í nokkrum tilfellum óbeinlínis komið fram hefndum á sínum stærsta óvini. Mörg af lagvopnum þeim og sveðjum, sem notuð voru á hval- ina, smíðaði Eymuixdur sál. Jóns- son í Dilksnesi, bóndi og þjóð- hagasmiður, og mun hann sjálfur hafa deytt marga hvali á þeirn árum. Eftir aldamót brá svo við að þessi stóru dýr sáust ekki hjer inni í firði og sjaldan úti fyrir. Þessi hvalafengur þótti mikið bús- ílag þegar hart var í ári í Austur- Skaftafellssýslxx, og verslun slærn og illa reittt fraixx undir alda- mótiix. Svo að liorfið sje frá þessunx útúrdixr og aftur að sílagöngxin- um, sem jeg fór að veita nánari gætur, eftir að jeg fór að stunda hjer sjó, þá varð þess oft vart, að undanfari loðnunnar var agnar- 185 ganga. Kvað oft svo mikið að því að fjörur urðu á stöku stað hálf- hvxtar af ögn sem sjórinn bylti á land. Eiixnig kom sandsíli á undan loðnugöngum, virtist fara sjer í torfum og rak á land upp utan fjarðar og innan. Smáfiskagangna þessara verður eitthvað vart á hverju ári, en mjög misjafnlega mikið og byrja misjafnlega snemma. Venjulega hefjast þær upp úr áramótum og geta svo komið öðru hverju út vertíðina. Innan fjarðar varð gangnanna mjög misjafnlega mik- ið vart, bæði eftir því hvað gang- an var stór, en ekki síst eftir veðri. I blíðviðrunx gat loðnan gengið ixt og inn um ósinn, án þess að hennar yrði mikið vart, en í stormatíð rak altaf nxeira og minna af henni á land, ef hún konx inn. Það leyndi sjer ekki að þorsk- urinn fylgdi fast á eftir loðnutorf- unum, bæði úti á miðum og inn í fjöi’ð. Var augljóst hversu mikils hann mat loðnuna sem fæðu, er hann ljet hana tæla sig inn um hinn þrönga, sti-aumhai-ða ós. A þann hátt hefir nxikið af þorski farist og verið veiddur hjer inn- fjarðar. Stuðlar mjög að því, að sjórinn eða vatnið í firðinum er svo mengað leir og sandi, sem bæði kemur úr jökulvötnunum og er þyrlað upp af straunxum xxr botni og riíjum, að það er altaf meira eða minna grátt eða mórautt. Sandurinn og leirinn sest í tálkn þorsksins, gerir hann örnxagna og e. t. v. ringlaðan svo að hann flýtur uppi eins og hálfdauður, þannig að annar eyrugginn og dálítið svæði kringu mhann, stend- nr npp xir sjónum. Er þá auðvelt að róa að honum og krækja hann, er hann flýtxxr þannig með straumnum „sofandi að feigðar- ósi“. En skarpt viðbragð tekur hann þá er borið er í hann, en þá helst tii um seinann. Þessar veiðar og handfæi’aveið- ar utan fjarðar stundaði jeg um mörg ár, og brást varla að fiskur- inn væri xittroðinn af loðnu, oft svo nýgleyptri, að gljáinn var ekki farinn af henni. Guðni Jónsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.