Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1937, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1937, Blaðsíða 2
170 lesbók morgitnblaðsins William Forrest, höf. þessarar greinar, átti mikinn þátt í -því> að sex breskir þingmenn fórn til Madrid til að kynna sjer ástandið þar. Þegar Bilbao var hætta búin af hálfu uppreisnarmanna, geng ust þingmenn þessir fyrir því, að börn voru flutt á burtu þaðan og er myndin tekin þegar fyrsti barnahópurinn kom frá Bilbao til Frakklands. Um alla þessa atburði höfðum við, sem vorum eftir í Madrid, enga hugmynd. Við vissum ekki einu sinni að stjórnin væri farin frá Mad- rid. Engir vissu það, nema þeir, sem brottförin varðaði persónu- lega. Eftir kvöldhringing söfnuðumst við allir saman í setuskálanum í Gran Via hótelinu. Sumir blaða- mannanna, sem höfðu fast aðset- ur í Madrid, ákváðu að dvel.ja heldur á hótelinu um nóttina, heldur en að fara heim í bústaði sína. Þeir vildu helst vera allir saman í einum hnapp. þar sem á öllu virtist vera von. Já, öllu. Aður en birti í austri gat svo farið, að hersveitir Francos væru komnar um alla Ma- drid. Eða anarkistar gátu fengið berserksgang. Eða fimta sveitin (leyniskyttur Francos í Madrid) kynni að láta frá sjer heyra. Þessir leynilegu flugumenn óvin anna voru þegar farnir að læðast fram úr fylgsnum sínum. Þeir voru sannfærðir um, að Franco myndi halda innreið sína næsta morgun, og hversvegna skyldu þeir ekki gera honum leikinn auð- veldari með því að losa haun við nokkra af óvinum hansf Á leið- inni til hótelsins um kvöldið hafði jeg sjeð tvo varðmenn liggja í blóði sínu á götunni, er fimta sveit hafði drepið. í útvarpstækinu í einu horni setuskálans, sem ávalt var opið, heyrðum við skipanir gefnar um að þessi eða hin fjelagsdeildin ætti að gefa sig fram tafarlaust — sem síðan voru sendar á víg- stöðvarnar. Þess á milli var jafu- an leikinn rússneski alþjóðasöng- urinn. Kvöldið áður höfðu tveir liinna nýbökuðu ráðherra anarkistanna setið þarna í skálanum og um- hverfis ])á verið lífvörður þeirra. En þetta kvöld vantaði þá. Hefð- um við verið raunverulega snjall- ir blaðamenn, eins og blaðamenn- irnir sem menn sjá á bfó, mynd- um við hafa veitt því athygli, að þeir voru fjarverandi; enda gerð- um við það, að öðrum kosti myndi jeg sennilega ekki liafa minst á þetta nú. En við „kyntum okk- ur það ekki nánar“, en. að gera ]>að, það er einmitt leyndardóm- ur allra sannra blaðamanna. Þetta stafaði e. t. v. af því, að öll athygli okkar beindist að hátt- settum embættismanni í utanrík- ismálaráðuneytinu, sem óð fram og aftur um setuskálann og greip hendinni endrum og eins í bak- vasann á buxum sínum til þess að handleika skammbyssu sína. Við þóttumst sannfærðir um, að hann myndi þá og þegar hleypa af byssunni — annaðhvort á sjálf- an sig eða okkur. Þessi inaður sagði mjer nokkru síðar um kvöldið leyndarmál sitt. ,,Forrest“, sagði hann, „þjer reynd uð að ná tali af del Vayo um nón- levtið“. „Þjer munuð ekki geta náð tali af honum nú, ekki nema þjer far- ið til Valencia“, hjelt hann áfram. Og þvínæst fjekk jeg alla söguna, eins og jeg hefi sagt hana hjer. ,„En ekki eitt orð um þetta við nokkurn mann“, sagði hann að lokum. „Enginn í Madrid veit að þeir eru farnir. Enginn má vita það fyr en í fyrramálið“. Stjórnin er enn í Valencia. En Franco hefir þó ekki enn haldið innreið sína í Madrid.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.