Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1937, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1937, Blaðsíða 4
172 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 'n\ \' í C^un PlURR‘ 51* 10 U»» iS CrrT M W h ic ?$ c^ni ___ _________£UjjL Slysavarnir Slysavarnir á landi eru nýr þáttur í starfi Slysavarnafjelags íslands. Yfirstjórn þessa nýja starfs hefir verið falin Jóni Oddgeir Jónssyni. í eftirfarandi grein lýsir Jón Odd- .yeir Jónsson þessu merka starfi sínu. Burðarþol íssins. Starfsemi mín ó þessu sviði má heita í undirbúningi ennþá, enda þótt jeg hafi byrjað í ýmsum greinum, því þetta verður víðtæk og margþætt starfsemi, eins og best verður sjeð á erindisbrjefi mínu, sem yður er velkomið að birta. „Starf fulltrúa Slvsavarnaf je- lagsins um slysavarnir á landi á að vera ciukum inn’faliðð i livt, sem hjer i-.-gir: 1. Að starfa að auknum slysa- vörnum á landi með því að vekja áhuga almennings og ráðandi manna bæja og sveita fvrir þessum málum. 2. Að hvetja menn til þess að nota ailskonar öryggistæki við vinnu sína, þar sem því verð- ur við komið, og koma fyrir allskonar viðvörunarmyndum á vinnustöðvunum. Jafnframt að vinna að því, að í verk- smiðjum sjeu til lielstu áhöld og umbúðir, ef slys ber að höndum. 3. Að kynna sjer hvernig gild- andi lögum um umferðarregl- ur, eldsvarnir og öryggi vinnu tækja er framfylgt c»g til- kynna stjórn fjelagsins það, sem hann finnur ábótavant í þeim efnum og vinna jafn- framt, að því, að sltku verði kipt í lag. 4. Að vinna að því, að haldin sjeu námskeið fyrir almenn- ing og í skólum í eftirfarandi atriðum: Umferðaregluin, orsökum elds- voða, björgiuiarsundi og lífg- un druknaðra, hjálp í viðlög- um, um slvs af völdum eitr- aðra lofttegunda og eitraðra lyfja, um slys af völdum áfengis og um *slys af skot- vopnum. 5. Að stuðla að því, að út verði gefnar handhægar bækur og leiðbeiningar um slysavarnir á landi og blöð og útvarp feng- in til þess að sinna þessum málum sem besl. (i. Að stuðla að því, að fengnar verði fræðslukvikmyndir uni orsakir umferðaslysa, eldsvoða o. s. frv. 7. Að stuðla að því, að á öllum baðstöðum sjeu jafnan til taks hin helstu björgunartæki. 8. Að flytja fræðaudi fyrirlestra og halda námskeið, eftir því sem við verður komið, meðal almennings og meðal deilda Hlysavarnafjelags íslands. 9. Að safna og semja skýrslur um slys og eldsvoða hjer á landi. * Jeg hefi þegar haldið námskeið hjer í Reykjavík og í Hafnarfirði í umferðareglum og framkomu á götu. A þessum námskeiðum hefi jeg stuðst við kensluaðferðir, sem notaðar eru í dönskum barnaskól- um og sagt er rækilega frá í bók, sem jeg hefi frá dönsku slysa- varnafjelagi, er heitir „Större Pærdselssikkerhed“. Kenslan fer fram í leikfimissal. Á gólfið eru teiknaðar venjulegar götur, kross- götur og gangstjettir. Börnin sjálf eru látin tákna ýms farar- tæki, þannig að 4 börn tákna t. d. bíl, 2 börn tákna reiðhjól o. s. frv. Síðan fara farartæki þessi út á götuna og þá er þeim kent að víkja rjett, fara fram úr öðrum farartækjum. beygja fyrir horn, mætast á krossgötum o. s. frv. Einnig er börnunum keiidar um- ferðareglur gangandi fólks, livernig fara á vfir götu, víkja á gangstjettunum, raða sjer upp í raðir við samkomuhús og annars- staðar, þar sem þröng myndast, kurteisisreglur á götum o. fl. Við þessa kenslu hefi jeg eiunig not- að stórar og góðar kenslumyndir, sem enskt slvsa varnafjelag hefir látið mjer í tje. Þessi námskeið hafa verið vel sótt og það er saun- færing mín, að kensla í þessum efnum sje spor í rjetta átt til þess að bæta úr því vandræða- ástandi, sem hjer ríkir í allri götu- urnferð. Jeg hefi leitað samvinnu við skólastjóra allflestra skóla hjer í bænum, um að koma slíkri kenslu inn í skólana, og hefir því verið vél tekið. í sumar mun jeg kynna mjer nánar ýmsar kensluaðferð- ir, sem notaðar eru erlendis, og vinna að því á komandi hausti, að kensla verði sem víðast tekin • v upp í þessum fræðum, eftir því sein best reyndist erlendis. Þá hefi jeg haldið námskeið fyrir baðverði Sundhallarinnar í lífgun druknaðra og kent þeim hina nýju dönsku lífgunaraðferð, setn kend ér við Holger Nielsen. * Nýlega var haldið hjer í bæn- um margþætt námskeið fyrir bif- reiðarstjóra þá, sem ljúka áttu ,,meiraprófi“ bílstjóra. Einn þátt- urinn í námskeiði þessu var „Hjálp í viðlögum“. Hafði jeg það atriði með höndum og lagði einkum áherslu á að kenna bíl- stjórunum um hættur af eiturlofti í bílum og bílgeymslum, auk hinna venjulegu atriða í hjálp í viðlög- um. Einnig tók jeg fyrir elds-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.