Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1937, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1937, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 101 I ár eru liðin 25 ár síðan íslandsmót í knattspyrnu var fyrst háð. — Sigurvegarar í 25. íslands- mótinu, sem háð var nýlega, urðu Valsmenn og birtist hjer mynd af kappliði Vals, ásamt tveim bresk- um þjálfurum, sem fjelagið hefir ráðið hingað til lands, til að þjálfa knattspyrnumenn sína. — Talið frá vinstri, aftari röð: Mr. Bert Jack, æfingastjóri, Egill Kristbjörnsson, Gísli Kærnested, Hrólfur Benediktsson, Bolli Gunnarsson, Jóhannes Bergsteinsson, Björgúlfur Baldursson, Mr. Murdo Mae Lean Mac Dongall, þjálfari. Fremri röð, frá vinstri: Ellert Sölvason, Grímar Jónsson, Hermann Hermannsson (með knattspyrnubikar íslands), Frímann Helgason og Guðm. Sigurðsson. ar lítillátu íslensku klukkur brugðu upp fyrir heilluðum aug- um mínum furðulegum hetjusög- um. Jeg sá Eirík rauða, þegar hann fann Grænland, komu Leifs Eiríkssonar til Ameríku, löngu, löngu á undan Kristófer Kolumb- usi, sem hlaut þó allan heiðurinn. Jeg sá Sæmund Sigfússon safna saman Eddukvæðunum, sem Nifl- ungarnir eru síðan runnir frá. Og jeg sá líka Tristan og ísoddu og örlagaþrungna ást þeirra, sem var sterkari en dauðinn . . . En nú gekk lítil klukka fram úr röð ís- lensku sveitarinnar og sagði: „Jeg á að flytja þjer kveðju frá eyðilega og mikilláta landinu mínu, þar sem ríkir ís og snjór og þögn, því að það þekkir ást þá, sem þú berð í brjósti til þess. Og jeg er einnig með kveðju til þín frá ungu stúlkunum, sem þú hefir sagt frá í bókum þínum, Arnheiði, Sigríði og svo frá Guðrúnu litki, sem sendir þjer sínar bestu kveðj- ur frá stóru sljettunni við Ölfus- árbrú, en þaðan er tveggja daga gangur til Heklu . . .“ „En hvað það er langt“, sagði jeg. Boðberinn frá hinu ágæta Thule misskildi orð mín og hafði yfir orð Norðurlanda skáldsins og sagði: „Þegar meistarinn kallar — getur enginn skorist úr leik — og hvar sem myrkrið skellur á — skelfir það okkur ei —“. „Því gleymdi jeg alveg“, sagði jeg vandræðalegur og dapur. „Það gerir ekkert til“, sagði hún. „Og komdu nú og kystu mig. Jeg sje að þú ert að deyja af löng- un til þess . . .“ Og nú kom skriður á hópinn. En áður en endanlega var flogið af stað, kyrjaði hersingin upp lofkvæðið og ferðasönginn: „Ó, þú gamla, frjálsa, fjöllótta norð- læga land, hið þögula, glaðværa, fagra — jeg heilsa þjer, eftirsókn- arverðasta land á jarðarríki — sól þinni, himni þínum og þínum grænu engjum —“. Frú Lund árnaði mjer gleði- legra páska og hjelt síðan á sinn stað í broddi fylkingar. Sterkur gustur sópaði hafnargarðinn, og á næsta augnabliki var hann jafn ömurlega nakinn og áður. Lengst úti yfir hafinu mátti greina dauf- an skugga, sem varð að óljósum depli og hvarf svo með öllu. „Búið“, sagði Fricquet. „Við getum farið heim“. Sólin, sem var að enda hring- ferð sína, stakk sjer fljótt í haf- ið til þess að geta sem lengst rent sjer eftir hinum huldu brautum Norðursins. Stundin var komin, er kveikja skyldi á vitanum. Og þeg- ar vitavörðurinn kom að skrúfu- stiganum, nam hann staðar, sýni- lega undrandi, horfði alt í kring- um sig, þefaði lengi út í hlýja gol- una og sagði við sjálfan sig, eins og þeirra er vandi, sem búa einir: „Það var skrítið. Það er engu líkara en hafið sje ilmandi“. Björn L. Jónsson þýddi úr frönsku.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.