Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1937, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1937, Blaðsíða 2
LESHÓK MORGUNBLAÐSINS Smásaga eftir Kristmann Guðmundsson. 194 að var , dansskemtun í litla kauptúninu. Sunnudagskvöld og fagurt haustveður. Hver einasti fiskimaður fór Jrangað, og allar ungar stnlkur þorpsins. Vjelbát- arnir ætluðu í róður á miðnætti, svo um var að gera að nota tím- ann. Laglegasta stúlkan í salnum var Ingigerða, lítil búðarstúlka, rjett tvítug. Margir ungir menn litu hvrum auprum út í hornið, þar sem hún sat milli vinstúlkna sinna. Þeir voru allir ástfangnir af henni. Jón spilari sat og fiktaði við harmonikuna góða stund. Svo ræskti hann sig alt í einu, svo lievrðist um allan salinn, og byrj- aði síðan á fjörugu jazzlagi. I sama augnabliki stóðu tveir piltar fvrir framan Ingigerðu. Þeir komu alveg jafnsnemma, svo henni var ómögulegt að dansa við annan, án þess að móðga hinn. Hún stóð á fætur og vissi ekkert hvað hún átti að gera, gat ekki ákveðið sig; vildi mjög gjarna dansa við þá báða, til þess að særa hvorugan. Annar þeirra, Haraldur, var stærsti og sterk- asti pilturinn í öllum firðinum. Hann stóð þarna hnarreistur og öruggur með þykka brúna hárið niður á ennið, og augu hans leiftr- uðu. Skyrtan var óhnept í háls- inn og sást niður á breitt brjóstið, brunt af sól og vindi og vaxið dökkum hárum. — Hinn, Árni, var hæglátur og ljóshærður, með- almaður á hæð, með góðleg blá augu. „Eftir hverju í dauðanum eruð þið að bíða strákar“, kallaði Jón spilari. „Þarftu að biðja hennar fyrst, Haraldur, eða hvað?“ Jón spilari hló, og hjelt svo áfram laginu. „Taktu annað hvort mig eða hann“, sagði Árni stuttlega. „Jeg varð fyrri“, sagði Harald- ur og leit hvasst á hinn frá hlið. En Ingigerða leit af einum á annan og sagði ekki neitt. Það komu tvær illúðlegar hrukkur á enni Haraldar, og hún vissi vel hvað þær þýddu. Svona varð hann altaf, þegar skapið kom upp í honum. — Hún skyldi vel að nú varð hún að velja, og það fljótt, en hún varð bara ruglaðri og rugl- aðri. I rauu og veru vildi hún heldur dansa við Árna, já, ef hún liugsaði sig vel um, þá var það hann. En það var bara ómögu- legt að neita Haraldi, hann var svo óttalega uppstökkur og myndi áreiðanlega gera uppistand. „Hann eða mig“, endurtók.Árni, enn stvttri í spuna en áður. „Já — jeg — veit ekki?“ stam- aði Ingigerða. „Ognarðu stúlkunni, rokkurinn þinn!“ æpti Haraldur, og bjóst til að fara iir jakkanum. „Bíddu bara, jeg skal kenna þjer manna- siði“, hvæsti hann milli tannanna. Svo kastaði hann frá sjer jakk- anum, og sneri sjer að Árna: „Komdu ef þú þorir!“ Kalli, vjelamaðurinn á bát Har- aldar, kom þjótandi: „Blessaður vertu rólegur Haraldur“, sagði hanu. „Ekki farið þið að slást, sem eruð á sama bát“. „Hvað varðar þig um það!“ Haraldur horfði öskuvondur á hann. „Látið þið stúlkuna sjálfa kjósa“, hjelt Kalli áfram dálítið spakari. En hnefi Haraldar hitti vjela- manninn í öxlina, svo að hann kastaðist langa leið eftir gólfinu. Svo hló Haraldur hátt og hvellt. „Jeg skal segja ykkur, strákar, að það er sá sterkasti sem vinnur hjer, hann fær það sem hann vill. Og hjerna, piltar, sjáið þið þann sterkasta!“ Hann barði sjer á brjóst, og sneri sjer aftur að Árna: „Svona, komdu nú, ef þú ert ekki blauður!“ En Árni ljet sem hann heyrði það ekki. Hann starði rólegur á Ingigerðu. „Kjóstu“, hvíslaði hann. Það var eitthvað í rödd hans sem fekk stúlkuna til að líta upp gljáum augum. „Þegiðu, strákur, hjer er það jeg sem ræð!“ æpti Haraldur. í sama bili greip hann í handlegg Ingigerðu og dró hana hranalega að sjer. Hann hjelt henni svo fast að hún gat ekki hreyft sig, rjett með naumindum að hún náði andanum. Sá sterkasti vinnur, hafði hann sagt, og það var víst enginn efi á því, liver var sterkastur hjer. Hvað gat hún eiginlega gert? Þessi merkilegi óþekti ylur frá breiðu brjósti hans gerði liana svo undarlega, að hián gat hvorki veitt mótspyrnu nje sagt neitt. „Nú verðurðu að koma og taka hana, annars geturðu farið til hel- vítis“, sagði Haraldur glottandi. Árni horfði á þau. Ingigerða sneri sjer undan, svo hann sæi ekki framan í hana. Það leit ekki út fyrir annað en að henni liði vel, þar sem hún var. „Þú sjerð líklega hvar hún kann best við sig!“ sagði Haraldur ertn- islega. Þá gekk Árni rólega út að dyr- um. Þar stóð hann um hríð og horfði á. — Og Haraldur gekk í dansinn með Ingigerðu í faðmin- um. „Jæja, hvað sagði jeg“, kállaði hann til hinna. „Er það kannske ekki sá sterkasti sem vinnun í líf- inu, eða hvað?“ Svo sneri hann sjer á hæl og lyfti stúlkunni upp í háa loft. En nú var Ingigerðu farið að líða miður vel. Það var nú víst ekki Haraldur, sem hún hefði átt að dansa við? — Af hverju stóð Árni þarna svona rólegur og tróð í pípuna sína, eins og honum kæmi þetta ekkert við? KEPPI-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.