Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1937, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1937, Blaðsíða 8
200 LESBÓK MORGUNBLAÐSTNS MÚLAKOTS- GARÐURINN. FRAMH AF BLS. 196. um að hola þessum „vesalingum“ í jörðina. Þeir uxu saint! — 'Hvenær höfðuð ])jer aflögu tíma til að sinna garðinum? — Á nóttunni. Margt vor- og sumarkvöldið gekk jeg rakleitt út í garðinn, þegar jeg hafði svæft börin, og annað heimilisfólk tók á sig náðir. Við hjónin áttum níu börn — svo jeg hafði ærið nóg á minni „könnu“. En mig langaði svo ó- stjórnlega út í garðinn — og mjer fanst eins og jeg afþreyttist þeg- ar þangað kom. Það er vita von- laust að ætla að græða trje, ef fó'.k hefir ekki þolinmæði til að bíða meðan þau vaxa og ekki hugsun á því að veita þeim þá aðhlynningu í uppvextinum, sem hægt er að láta þeim í tje. — En maðurinn vðar. Hjálpaði hann yður ekki ? — Jú, oft gerði hann það. Hann girti fyrstur fyrir niig blettinn og gerði það traustlega. Ilonum fanst fyrst í stað fátt um þessa „viðar- anga“, en er hann sá fvrir, að þeir mundu verða að stórum trjám, líkaði honum betur og loks stórvel. Við höfum bæði tvö haft mikla gleði af þessum garði. Og ýmsir fleiri. En það er eitt, sem angrar mig í sambandi við þenna garð, ættar- ból mitt Múlakot, og alla mína sveit, segir Guðbjörg og horfir fram vfir eyrarnar og árnar í átt- ina til sjávar. Á síðustu þremur árum hefir áin (þ. e. Þverá) brot- ið og borið fram um 300 faðma þreiða landspildu. í fyrravor tók hún góða sneið af túninu. Ef þessu heldur áfram verður þess skamt að bíða, að garðurinn minn hverfi í ána, og bæjarhúsin líka. Hvernig á jeg að varna því að þetta verði? Á Þverá að fá að gera Fljótshlíðina óbyggilega? S. B. Dómarinn: Hvernig gat yður dottið í hug að stela hjólhesti í kirkjugarðinum ? Sökudólgurinn: Jeg hjelt að eigandinn væri dáinn. Christian X. hefir yiuli af kapp- siglingum og hefir átt margar góðar kappsiglingasnekkjur, sem hann hefir unnið kappsiglingar á bæði í Suður-Frakklandi og víðar. I vor fekk konungur nýja kapp- siglingasnekkju og sjest hún hjer á mvndinni. — Snekkjan heitir „Rita VI.“. — Hefir þú sagt konunni þinni hvers vegna þú komst svona seint heim í nótt? — Nei, jeg ætla að senda henni póstkort og skýra frá því. — Hvers vegna? — Vegna þess að jeg hefi ekki komist að, að segja eitt einasta orð ennþá. — Þegar jeg dansa er sem jeg svífi langt yfir jörðunni. — Þó ekki hærra, en að þjer troðið sífelt á tánum á mjer. — Jeg hefi svo mikið samvisku- bit út af rifrildi við manninn minn, jeg komst nefnilega að raun um að jeg hafði á röngu að standa. Hvað á jeg að gera? — Fyrirgefa honum af liann biður þig vel. — Jeg hefi líklega eyðilagt hattinn vðar frú með því að setj- ast á hann. En að sjálfsögðu mUn jeg bæta yður það upp. — Þetta sagði maðurinn minn þegar hann setti hattinn á stólinn. * Hiin: Hjerna stendur í blaðinu, að negri einn í Afríku hafi haft skifti á konunni sinni og hesti. Þetta gætir þú aldrei gert, Jón! — Nei, en jeg vona, að enginn komi og freisti mín með bíl!

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.