Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1937, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1937, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 197 Hvar var Hof í Hróarstungu? Höfundur greinarinnar, Guðmundur Jónsson, sem er 75 ára að aldri, er fæddur í Hósey í Tunguhreppi og bjó þar nokkur ár eftir föður siun, Jón Jónsson, þangað til hann fluttist til Vesturheims árið 1903. Hef- ir hann stundað þar landbúnað á jörð sinni í Vogum í Manitoba og smíðar af miklum dugnaði og komið upp og vel til manns 8 börnum, sem þau hjón áttu. Hann var kvongaður Jónínu Björnsdóttur Hallasonar, þess er einnig bjó lengi í Húsey og andaðist þar í hárri elli. Kona Guðmundar dó í fyrra og elsta son sinn misti hann í vetur. — Guðmundur er greindur maður og vel a.ð sjer í íslenskum fræðum og athugull og hefir mikið reynt að glöggva sig á örnefnum og sögustöðum í Fljótsdalshjeraði. Hefir hann unnið mikið að því, að bera saman þær heimildir, sem hann hefir náð í um slíka staði þar eystra og unnið að því að semja ritgerð um það efrfi, sem mun vera um það bil að vera fullgerð. Bróðir Guðmundar, Jón Jónsson alþingismaður frá Sleðbrjót, fluttist til Vesturheims um sama levti og Guðmundur og er látinn þar fyrir nokkrum árum. V. E. Landnáma er fáorð um land- nám í Tungu. Þar segir að- eins, að Þórður, son Þórólfs hálma, hafi numið Tungulönd, milli Jök- ulsár og Lagarfijóts, fyrir utan Rangá. Þess er ekki getið, hvar hann bjó og ekki um afkomendur hans. I Fljótsdælu er getið um Hróar Tungugoða, en ekki er þar getið um ætt hans. Þar segir svo frá: „Hróar hjet maðr. Hann bjó á þeim bæ, er at Hofi hjet, þat er í Fljótsdalshjeraði fyrir vestan Lag- arfljót, ok fyrir utan Rangá fyrir austan Jökulsá. Þessi sveit hefir tekit viðnefni af Hróari, ok heitir Hróarstunga. Hann fekk ok við- nefni af Tungunni ok var kallaðr Tungu-goði. Barnlaus maðr var hann, ok átti mergð fjár“. (Bls. 8 í útg. Sig. Kr.). Þar segir líka, að Hróar hafi tekið til fósturs Þiðranda Geitis- son frá Krossavík, og hjet að gefa honum eftir sinn dag „fje ok staðfestu ok ríki“. Af því má ráða, að Hróar liafi haft manua- forráð í Tungu. En hvar var Hof í Tungu ? Ekk- ert bæjarnafn eða örnefni er nú þekt, sem bendir til þess. Eflaust hefir það verið stórbýlisjörð, og er ekki ólíklegt að húu hafi verið nærri miðri sveit. Er þá varla um aðrar jarðir að ræða en Hallfreð- arstaði eða Kirkjubæ, sem líklegar væru fyrir höfðingjasetur. Þó get- ur ekki verið um Hallfreðarstaði að ræða, því sú jörð hefir eflaust haldið nafninu síðan á dögum Hallfreðar landnámsmanns, föður Hrafnkels Freysgoða, þótt Land- náma geti hans ekki. Eru allar líkur til, að þar segi Fljótsdæla og Hrafnkelssaga rjettara frá en Landnáma. Þá getur varla verið um aðrar jarðir að ræða en Kirkjubæ. Það eru líka meiri lík- ur til, að nafnið Hof hafi þótt of heiðinglegt á kirkjustað, og hafi því verið breytt eftir kristnitöku, og þá sjerstaklega þegar bærinn var fluttur, sem síðar mun getið. Norðarlega í Kirkjubæjarlandi eru rústir miklar eftir fornbýli, sem nú er kallað Fornustaðir. Það stendur hátt á ávölum ási, sem kallaður er Fornustaðaás. Er það- an víðsýni mikið, svo að óvíða mun betra í Tungu. Þar er nú stórþýft mólendi, lítið blásið upp og hefir eflaust verið skógi vaxið fyr á árum. Þar sjer glögt móta fyrir stórum byggingum og garða- lögum eða svo var það fyrir 46 árum, þegar jeg kom þar síðast. Túu hefir verið þar stórt og sjer víða móta fyrir timgarði og öðr- um girðingum. Mætti vel vera, að þar fyndist gömul hoftóft, ef jeg man rjett lögun á rústum, sem jeg fann nokkuð frá bæjarrúst- unum. Um þetta eyðibýli er til gömul þjóðsaga. Það á að hafa eyðst af ásókn tröllkonu, er bjó í helli, sem enn sjer móta fyrir skamt frá rústunum. Hún hafði þann ósið að jeta prestana um jólin, og undu menn því illa. Því átti bær- inn að hafa verið færður þangað, sem hann er nú og að nafninu hafi þá verið breytt er ekki ólík- legt, þegar óvættatrúin var ann- ars vegar. — Hvað sem þessari þjóðsögu líður, er mjög líklegt að það sje rjett, að þar hafi kirkjustaðurinn verið í fornöld. A það bendir líka nafnið. Fornistað- ur, þótt það sje nú borið fram Fornustaðir. Að þarna hafi verið annað stórbýli í Kirkjubæjarlandi samhliða kirkjustaðnum, sem nú er, getur varla komið til mála, til þess er ekki landrými nóg. Eftir afstöðunni kemur það vel heim við frásögn Fljótsdælu, að þarna hefði Ilof verið. Þar segir svo frá um ferðalág Þiðranda frá Hofi: „Hann ríðr við hinn sjö- unda mann, út með Lagarfljóti ok ofan eftir Hróarstungu, ok þar yfir fljótit, er lieitir at Bakka- vaði, ríða’ út eftir hjeraði ok koma um kveldit á Kóreksstaði til Þor- bjarnar“. (Fljótsdæla bls. 61). Bakkavað hefir eflaust verið litlu utar en Hof. Hjer er því dálítil áttaskekkja, sem vel gæti verið svo til komin að afritari hefði FRAMH. Á BLS. 199.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.