Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1937, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1937, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 199 bætir líðan þess, sem eitrið tekur, fyrst í stað. En það líður ekki á löngu, áður en hin skaðlegu og drepandi áhrif eiturlvfsins fara að gera vart við sig“. * En það var ekki altaf að eitrið var notað til þess að ráða menn af dögwn. Stundum var það líka notað til þess að vekja ást karla eða kvenna. Þá var því blandað í drykk, sem kallaður var „ástardrykkur“; og sá drykkur var töluvert notaður í gamla daga. Prófessor Lewin heldur því fram, að þessar „ástarveigar“ hafi ekki verið með öllu hjegilja ein. Við athugun á hinum ýmsu vökv- um, sem blandað var saman í drykkinn, hefir það komið í ljós, að þeir höfðu eiturefni að geyma, er höfðu fjörgandi og æsandi á- hrif. Oðru máli er að gegna hvort þær tilfinningar, sem drvkkurinn átti að vekja, hafa beinst gegn þeim tilætlaða manni eða konu. * Þegar minst er á eiturlyf má þó ekki gleyma því, að flest af hin- um nauðsvnlegustu læknislyfum, geta verið’banvæn eiturefni. T. d. er það eitur, sem Cæsar Borgia notaði mest, arsenik, ágæt- is læknislyf, sje það gefið í smá- skömtum. Af öðrum eiturlyfum mætti nefna ópíum, morfin, ltokain og fleiri deyfingarmeðul, sem menn- irnir mega vart án vera sem lækn- islyfja í baráttunni gegn sjúk- dómum og þjáningum. Karbol, sublimat og mörg fleiri eiturefni eru til, sem læknavísindin geta ekki án verið, og án þeirra myndu mennirnir vera hjálparvana gegn sársauka, sjúkdómum og dauða. Hvar var Hof í Hróarstungu? (frh.) — Ætlar þú ekki að fara að koma þjer hingað upp? Hjer er ágætis útsýni. snúið við setningu. Hefði þar stað- ið :Ofan eftir Hróarstungu og út með Lagarfljóti. Þá var rjett frá sagt, því að Ilof hefir staðið hátt, og er því talsvert brattlendi ofan að Fljótinu. Jón bóndi á Nefbjarn- arstöðum hefir skrifað mjer, að hann hafi nýlega fundið vað á Fljótinu, sem eflaust hefir verið Bakkavað hið forna, þótt það hafi verið óþekt á síðari árum. Þar er tangi að vestan verðu við Fljótið, sem heitir Bakkar og má þar sjá fornar götur, sem liggja að Fljót- inu. Skemri og beinni leið er ekki hægt að fá milli Fornustaða og Kóreksstaða en þessa. En hefði Hof verið í Fram-Tungu, en þá er varla um aðrar jarðir að ræða en Bót eða Rangá, þá er þetta stór króknr, .því að þá hefði legið beinna við að ríða Fljótið á Hest- eyrarvaði eða Steinsvaði, en þau vöð munu bæði hafa verið þekt í fornöld. Ef trúa má þessum staða- lýsingum, sem á flestum öðrum stöðum eru mjög nákvæmar í Fljótsdælu, þá getur varla leikið efi á því, að Hof hafi verið þar, sem nú eru kallaðir Fornustaðir. * Hver var þessi Hróar Tungu- goði? Þeirri spurningu er örðugra að svara, því að þar er ekki á neinum frásögnum að byggja, sem jeg þekki. Eflaust hefir maður verið til, sem Hróar hjet, og hefir haft mannaforráð í Tungu. Er því * frásögn Fljótsdælu þar rjett. En það er undarlegt, að hans er hvergi getið í sögum Austfirðinga nema í þessum eina stað. Hróars Tungugoða er að sönnu getið í Landnámu. Hann er talinn sonur Una Garðarssonar landnáms- manns, þess er flýði frá landnámi sínu í Utmannasveit, fyrir austan Lagarfljót, og var drepinn suður í Skógahverfi. Ekki verður annað sjeð af Landnámu en að Hróar sá hafi tekið arf og mannaforráð eftir móðurföður sinn, Leiðólf kappa, þar suður frá, og þar er sagt, að hann hafi fallið, en að Hámundur halti, sonur hans, háfi hefnt hans. Hjer getur því varla verið um sama mann að ræða, enda var Hróar á Hofi talinn barnlaus. En hvaðan kemur þessum Hróari suð- ur í Skógahverfi nafnið Tungu- goði. Þarna væri rannsóknarefni fyr- ir fornfræðingana heima. Það má vel vera, að eitthvað mætti finna í fornum skjölum, sem gefi upp- lýsingar um Hróar þennan. Riist- irnar á Fornustöðum eru æva- gamlar og mætti vel vera, að þar fyndust fornmenjar. Þær eru fá- orðar sögurnar okkar Austfirð- inga, en flestar staðalýsingar eru þar nákvæmlega rjettar. Margir sögustaðir et'u þar, sem vert væri að athuga, t. d. þingstaðurinn á Þinghöfða. Þar mátti sjá búðar- tóftir margar, þegar jeg kom þar síðast. Austfirðir hafa orðið út- undan um fornminjarannsóknir eins og svo margt annað í seinni tíð. Guðm. Jónsson frá Húsey. — Er það á upplýsingaskrif- stofunni ? Þjer getið víst ekki sagt mjer hvar konan mín hefir látið spariskyrtuna mína. en

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.