Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1937, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1937, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 195 Haraldur dansaði vel, hann næstum sveif yfir gólfið með hana. En samt-------nei, þarna var Árni að fara! Já, þarna fór hann — aleiun út í náttmyrkrið! Árni labbaði niður að sjóbúð- inni og fór að lagfæra lóðir undir róðurinn. * Nóttin var bæði björt og dimm. Máninn óð fullur í stormskýjum, kom fram og hvarf á víxl. Það þaut í fjöllunum. Inni á firðinum var ennþá alveg logn, þegar „Svanurinn“, litli vjelbáturinn hans Haraldar, lagði af stað um miðnæturskeið. Þeir voru þrír á: Haraldur sjálfur, formaðurinn; Árni og svo Kalli .vjelamaður. Árni stóð við stýrið. Haraldur sat á lestarhleranum og tugði tó- bak, en Kalli var niðri í vjelar- rúminu. Það var þögn um borð. Harald- ur horfði í gaupnir sjer, dimmur og ógnandi. Árni gaf engu gaum, nema stjórninni og sjónum fram- verðan sjó. í röstinni úti við Horn- ið fengu þeir fyrstu verulegu á- gjöfina. Nokkru síðar rann síðasti báturinn fram hjá þeim. Það var Jón gamli frá Strönd. „Hvert ert þú að fara, Harald- ur?“ æpti hann gegnum storm- inn. „Er ekki runnið af þjer enn- þá, eða heldurðu að þessi mann- drápsbolli þinn sje hafskip?“ Vindur og sjór ukust strax og þeir komu út úr f jarðarmynninu. Brátt stóð sjórinn í hvítum skafli. En „Svanurinn" var góður bátur, og Árni var sagður besti stjórn- ari í öllum firðinum. Hann hall- áði sjer í vindinn og hjelt stýris- taumunum með báðum höndum; báturinn hlýddi honum og var al- veg á hans valdi. Særokið ýrði í andlit hans, og gegnvætti hann. Haraldur var líka orðinn renn- votur. Hvorugur þeirra var í sjó- klæðum. En brátt varð ómögulegt að verja bátinn alveg. Stór sjór dundi yfir þilfarið, annar og þriðji NAUTAR undan. Það leit nú ekki út fvrir sem best veður, svartir skýflókar þutu upp á norðausturhimininn, og fyrir utan fjarðarmynnið milli hárra fjallanna var að sjá sem í gráan vegg í hálfbirtunni. „Hann er víst ekki blíður þarna úti í dag“, sagði Kalli er hann stakk hausnum upp úr vjelarhús- lúkunni. Hvorugur hinna svaraði. „Jeg held hann ætli að rjúka upp á norðaustan?“, sagði hann nokkru hærra. Þögn. Úti í fjarðarmynninu mættu þeir þrem bátum, sem voru á leið heirn aftur. „Við snúum allir aftur“, æpti rödd frá einum bátnum. „Hann er að fara í norðaustan ofsa!“ Þeir mættu bát eftir bát. Flestir þeirra kölluðu yfir á „Svaninn", en enginn fekk svar. Árni hugsaði ekki um annað en stýrið. Vjela- maðurinn einn var eitthvað að muldra við og við. Þeir voru þegar komnir í tals- fylgdi á eftir. Svo varð hlje uin hríð. Haraldur sat enn þver og þvkkjuþungur á lestarhleranum, og sjórinn streymdi af honum. Loksins leit hann upp, spýtti út úr sjer tóbakstölunni og fekk sjer nýja. „Vendið!“ skipaði hann stutt- aralega. Á næsta augnabliki lá bátur- inu í kafi. Þegar hann var aftur kominn upp úr, stefndi hann. á fjörðinn. Hafið var eitt freyðandi löður svo langt sem augað eygði. Hver aldan af annari reið yfir bátinn. En Haraldur sat kyrr, tugði tóbak eins óg berserkur og var súr á svip. Sjóhatturinn var farinn af honum, og hárið hjekk rennvott niður á andlit hans. * I miðri röstinni utan við Hornið reið stór alda yfir bátinn. Þegar hann rjetti sig aftur, sat Harald- ur ekki á lestarhleranum lengur. — Alllangt fyrir aftan bátinn' sást eitthvað svart á sjónum. Aftur var báturinn á kafi í sjó, og angistaróp frá vjelarmannin- um kafnaði í stormhvininum. „í miðri röstinni manneskja! Guð minu góður, okkur er dauð- inn vís!“ æpti Kalli fölur sem nár. „Við getum ekki bjargað honum hvort sem er. — Gættu að þjer vmaður!“ En Árni heyrði það ekki. Hann hafði tekið stýristaumana um herðaruar, og veik bátnum undan hræðilegum sjó. Svo stefndi hann aftur á svarta depilinn. Og nú brosti hann. Það logblæddi úr lófunum á honum, og saltið sveið í sárunum, en hann gaf því engan gaum, og brosti eftir sem áður. Þarna úti, aðeins nokkra metra frá, var Haraldur og buslaði alt hvað af tók, til að halda sjer uppi. í næsta augnabliki var hann við hlið bátsins. Vjelamaðurinn rak upp angist- aróp, því að Árni hljóp alt í einu frá stýrinu. Rjett á eftir heyrðist Haraldur bölva hressilega, Árni slengdi honum frá sjer á þilfarið, og stóð í næsta augnabliki róleg- ur á sínum stað við stýrið.------ Er þeir voru komnir gegnum röstina, fekk Haraldur sjer stóra tóbak’stuggu, gekk svo til Árna og tók stýristaumana úr blóðugum höndum hans. — Þeir horfðust þögulir á um stund. „Fjandinn hafi að jeg hefði þor- að að venda þarna úti!“ sagði Haráldur síðan lágt og hörkulega. Hann ræskti sig nokkrum sinnum og skirpti langar leiðir. Svo hjelt hann áfram háum og ákveðnum rómi, um leið og hann tók þjett í hönd fjelaga síns: „Þú hefir mi unnið samt, skrattakollurinn þinn. ,Þú verður víst að fá Ingigerðu!“ Læknirinn: Nú getið þjer farið á fætur, en munið eftir því að neyta ekki tóbaks eða áfengis. Sjúklingurinn: Til hvers á jeg þá að fara á fæturf * Kennarinn: Ilvað lijetu hinir 12 synir Jakobs, Óli? Óli: Hvað þeir hjetu . . . bræð- urnir Jacobsen.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.