Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1937, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1937, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS I ? | i ¥ 1 ¥ | ! ! ♦ ? I i ? i LAUFVINDAR Unpur var jeg og upgir austan um land á hausti laufvindar bljesu ljúfir; . ljek jeg mjer þá að stráum. Svo kvað Jónas Hallgrímsson um það er hann var að alast upp í Öxnadal. — Annað skáld, Hulda, hefir kveðið um laufvindana — en hún sagði mjer, að hjer sunnanlands þekti þá eng- inn og fóék tryði því ekki að þeir væri til á íslandi. Þó eru laufvind- arnir til — dásamlegasta tíðarfarið norðanlands. En í Þingeyjarsýslu, þar sem við erum upp alin, koma þeir ekki úr austri, heldur iir suðri. Dag eftir dag og jafnvel viku eftir viku á haustin, hlása þessir ljúfu vindar, hlýrri en nokkur vorblær, og hera með sjer angan af föllnum fjólum, holtasóleyjum, vallhumli, reyr og bliknandi fjalldrapa, og hafa fangið fult af visnuðu birkilaufi. Þaðan er komið nafnið lauf- vindar. —- Eftir köld vor og vota sumarveðráttu hlökkuðu allir til laufvindanna, börnin, sem nutu þeirra vegna þess hvað þeir voru un- aðslegir, og fullorðna fólkið vegna þess, að bæði daga og nætur þurk- uðu þeir heyið, sem hrakist hafði vikum saman, því að jafn hlýir voru þeir daga og nætur. — Þess vegna þykir okkur öllum, Norðlending- um, vænt um laufvindana — enda þótt enginn þekki þá hjer sunnan- lands. Þeir verða þá einkaeign okkar Norðlendinga. Árni Óla. Er leið á sumar og lækkaði daga hófst laufvinda sælutíð, þeir komu frá suðri og kvölddöggum vörðu og kulvísi engjar og hlíð. Þá nætur lengdi og töfrandi tunglið við turnborgum klettanna hló, þeir fóru með hlýsúg um heiðar og dali og liaustboð frá óbvgð að sjó. Þeir komu að sunnan — með seið og drauma um suðursins óþektu lönd, um hafið — og öræfin suður af sveitum, um svanaver, eldfjöll og strönd, um drangana syðstu, þar síðast er tafið af svipulli farfuglaþröng. Um duldustu álfa og útlaga bygðir við uppsprettuvatnanna göng. Úr Ódáðahrauni barst ómvir af hói, frá eldfornri Sprengisandsleið kom berginál af þúsundum blossandi hófa í biskupa og þingmanna reið. — Einn riddari prúður sjer reyk upp stíga úr rjóðri í brunahraunsgeim og leynist vvr flokknum, um laungötur ríður á litla kotbæinn heim. Og máninn í austrinu, fullur og fagur ljær frið til að dreyma í ró um alt, sem að ske kann — og skeð hefir forðum við skin hans í síðaftans fró. í lyngi þýtur og lágum viðum og laufin hníga í svörð. Það er, sem að gjörvalt sje æfintýri, — sem eitt sjeu himinn og jörð. Og næsta morgunn — þvi máske óttast að muni þá alt vera breytt: dögunin hversdagsgrá, draumarnir flúnir og daglífið unaði sneitt, nei, ekkert þvílíkt: um þekjuna streymir sá þj7tur, er sofnað var frá, þú vaknar í haustsól og vindhörpuniði og veist það, að loft eru blá. Svo líða dagar í laufvindatíðum. — Hve löngun mig hugtók og sorg þá síðustu fjallvindar flognir voru fir fjarlægri suðursins borg, og lognið og nátthrímið lagðist yfir með lamandi stórviðragrun. Ei langt var þá yfir í hríðar og hörkur og hamrammra froststorma dun. — Jeg' minnist og sakna þín, laufvindur ljúfi mig langar hvert ár á þinn fund er ágústmáninn í heiði hækkar og haustfuglar hvarfla yfir grund. Þá veit jeg í Norðurlands djúpu dölum af dýrðlegri unaðarstund: sunnlægu vindanna frjálsa flugi og fegurð í tunglbjörtum lund. Hulda. :-x-:~:-x-:“X-:-x-x-:-x-x-x-:-x**x-x-x-x-x-x-:-x-x-x-x-x-x-:-x-x-x-x-x-x->*:-x-:*x*:

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.