Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1937, Síða 5
LESBÓK MORBUNBLAÐSINS
220
veig hefir verið ráðskona hjá síra
Oddi 10 fyrstu árin, sem hann var
prestur á Miklabæ (1767—1777),
eða þar til hann kvæntist. Ollum
lieimildunum her saman um, að
Sólveig hafi fegin viljað eiga
prests, en verið þó um kyrt hjá
honum eftir að hann kvæntist. Þá
er það og víst, að Sólveig fyrirfór
sjer með því að skera sig á háls,
eins og þjóðsögurnar segja, tæpu
ári eftir að prestur kvæntist, eða
þann 11. apríl 1778. Einnig ber
heimildunum, saman um, að Odd
prest hafi dreymt Sólveigu og
hiin haft í hótunum við hann, ef
hún fengi ekki leg í kirkjugarði,
og er það vitanlega eftir sögn síra
Odds sjálfs. Er og auðsætt, að
strax hafa myndast sagnir um
það, að Sólveig lægi ekki alls kost-
ar kyr. Um hvarf Odds bér heim-
ildunum að miklu leyti saman við
þjóðsöguna. Það gerðist aðfara-
nótt 2. okt. 1786, rúmum 8 árum
eftir dauða Sólveigar. Prestur
hafði niessað á Silfrastöðum um
daginn og kom við á Yíðivöllum
á heimleiðinni. Var honum boðin
þar fylgd, en hann þá ekki eða
úr henni varð ekki af einhverjum
ástæðum. Hann hafði því ekki
fylgd heim að túngarði, eins og
þjóðsagan segir. En hins vegar
ber heimildunum saman um það,
að hans hafi orðið vart heima á
Miklabæ á vökunni um kvöldið,
líkt og þjóðsagan segir, svo og
um hitt, að aldrei fanst lík prests,
og veit enginn enn í dag, livað um
liann varð.
Það var ekki nema eðlilegt á
slíkri . hjátrúaröld, að alþýða
manna setti hið sviplega hvai'f
prests í samband við Sólveigu.
Svo virðist sein prestur hafi sjálf-
ur ekki verið laus við hjátrú í
því efnic og ekki er víst, að sam-
viska hans gagnvart Sólveigu hafi
verið alls kostar lirein.
En hvernig er það, þar sem Sól-
veigu tólcst að koma áðurnefndri
beiðni til skila? Hvort myndi hún
ekki vera fáanleg til þess að skýra
frá því á miðilsfundi, hvað um
síra Odd varð? Og hver var orsök-
in til þess, að hún vildi heldur
hvíla í Glaumbæ en á Mildabæ?
Ef til vill getur einhver leyst úr
því, og væri það ekki ófróðlegt
Um drenginn, sem
ekki gat dáið!
Frásögn
Arnbjarnar
Árnasonar.
Jeg varð sjötugur !). júlí. Eu
er jeg var á ellefta árinu
ætlaðist víst enginn til þess, að
jeg næði þó þessum aldri.
Ógæfa mín í bernsku var af
tvennum rótum runnin. Fyrst var
það, að faðir minn var óviðjafn-
anlegur drykkjurútur og dó síðast
í ölæði. Af þessu leiddi alhliða
evmd og volæði á lieimili foreldra
minna, er bjuggu við þröngan kost
á tíunda partinum á Olvaldsstöð-
um í Borgarhreppi. í túninu á
Olvaldsstöðum stóðu þá fimm bæj-
arhús og bjuggu foreldrar mínir
í einum þessum bæ, á móti öðrum.
Svo bar það til um hávetur, er
jeg var á fyrsta ári, að fjós og
heygarður foreldra minna, og mót-
býlisfólksins, brann til kaldra kola
að næturþeli, og vissi það enginn
fyr en um fótaferðartíma. Þá var
alt horfið — kýr og hey — og
síðasta sjálfsbjargarvon foreldra
minna að engu orðin.
Þetta hratt mjer út í ógæfu og
þjáningar uppvaxtaráranna. For-
eldrar mínir siigðu, sig til sveitar
um vorið, heimilið var leyst upp,
þeim komið í vist og mjer og
systur minni komið niður sitt í
hvoru lagi. Mjer var fyrst komið
fyrir hjá góðu fólki, er kvað hafa
farið vel með mig — en þaðan
varð jeg að hröklast eftir árið. Þá
var mjer komið fyrir á lieimili,
þar sem jeg á að hafa fengið mjög
viðunandi aðbúð. En þaðan þurfti
jeg líka að hrekjast, og fjögra ára
var mjer komið að Litlu-Brekku
í Borgarhreppi. Þar hófst mín
sársauka-saga.
*
að var fyrsta haustið, sem
jeg var á LitluHBrekku. -Jeg
man það greinilega. Móðir mín
var komin til að sjá mig og færði
mjer að gjöf rauða sokka og vet-
linga. Jeg man svo vel, hve mjer
þóttu sokkarnir fallegir. Er móðir
mín hafði tafið góða stund bjó hún
sig til brottferðar og var byrjuð
að kveðja heimilisfólkið. Þá veitti
jeg því eftirtekt, að tár hrukku
uiður vangana á móður minni —
og þótti mjer þetta harla kj-n-
legt, því jeg liafði aldrei sjeð full-
orðið fólk gráta. En rjett í því,
að-móðir mín ætlaði að kyssa hús-
móðurina í kveðjuskyni, rekur
hún henni bylmings löðrung. Ætl-
aði móðir mín þá að lilaupa á
dyr — en húsmóðirin varnaði
henni útgöngu og hreytti út úr
sjer þessari setningu, sem alt mitt
líf hefir suðað mjer fvrir eyrum,
— því það var þá, sem jeg fann
til með öðrum, í fvrsta sinni:
• „Jeg held þú megir þakka fyrir,
garmurinn þinn, meðan guð og
menn vilja Ijá þjer þak yfir höf-
uðið .. ..“
Móðir mín þagði, greip mig í
fangið — og var af nóttina. Mun
hún hafa gert það til að forða
mjer frá því, að hásmóðirin Ijeti
reiði sína bitna á mjer. Ekki veit
jeg livað þeirn^ liefir borið í milli.
En vafalaust liefi jeg verið or-
sökin fyrir orðakasti hinnar smáðu
móður og voldugu húsfreyju. Það
hlýtur að vera!
Frá öndverðu leið mjer illa á