Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1937, Síða 7
LESBÓK morglnblaðsins
231
látinn fá larfana mína — því jeg
átti að fara aðra leið....Það var
auðskilið mál.
En hvað að mjer liefir gengið
veit víst enginn maður — en senni-
lega hefir það verið ofþreyta, eða
ef til vill taugaveiki.
*
in þær muindir, sem jeg var
að skríða saman kvæntist
sonur húsbænda minna og byrj-
aði búskap á litlu horni af jörð-
inni. Mjer var komið til lians.
Hann var maður latur og sjer-
hlífinn en miskunnarlaust fól.
Fekk jeg oft að kenna á konum,
því gæti jeg ekki gert honum til
geðs nægði honum ekki að berja
mig, hvar sem var, í höfuðið og
skrokkinn, heldur henti hann
mjer niður og sparkaði í mig og
tróð á mjer með fótunum. Og
jafnan ljet hann mig vinna það
erfiðasta, en gutlaði sjálfur við
það, sem hlest var á mínu með-
færi — eins og til dæmis þegar
rista þurfti torf, stóð hann yfir
mjer og brýndi ljáinn, en ljet
mig rista og velta úr flaginu —
og ógnaði mjer með því að reka
í mig ljáinn „ef jeg ljeti þetta
ekki ganga. Hann naut þess blátt
áfram að kvelja mig í einu og
öðru.
Aftur á móti var kona hans í
aðra röndina ekki slæm kona, þó
hún sýndi mjer í hvívetna mikinn
ribbaldaskap og óbilgirni og ljeti
sjer einu gilda hvernig hiisbónd-
inn fór með mig. Strax og jeg
kom í hennar „umsjá“ græddi
hún þó í mjer geiturnar, er höfðui
ágerst svo voðalega í veikindum
mín. Ofholdgun liafði hlaupið
í keitusoðin sárin undir legu-
þæfðum, svitastorknum og mor-
lúsugum hárluibbanum. Sár mín
græddi hún með því að þvo þau
fvrst upp úr stöðnu vatni og
leggja síðan á þau tólgar- og
tjöruplástra. En jeg misti alveg
hárið — og fann mikið til þess.
Þegar jeg var fermdur var ekki
hár á mínu höfði — ekki hár. En
seinna, er mjer fór að vaxa skegg
rakaði jeg á mjer höfuðið í hvert
sinn og jeg skar skegg mitt. Fyrir
það fekk jeg, með tíð og tíma,
þennan kragahíung, sem er í
hnakkagrófinni á mjer og aftan
við eyrun. En sjáið þjer örin uim
alt höfuðið ?
*
Er jeg var á tólfta árinu var
farið að hugsa til þess „að
kenna mjer eitthvað til trúar-
bragða“ — svo ekki yrði jeg
hundheiðinn ofan á alt annað.
Fyrst var mjer kent að þekkja
stafina og þegar þeirri eldraun
var lokið var mjer kent að kveða
að eins atkvæðis orðum. Að því
búna var mjer fengið „kverið“ og
sett fyrir ein síða á dag, sem jeg
skyldi ,,skila“ kvöld hvert fyrir
háttatíma. En tíminn, sem mjer
var ætlaður til þessa náms var á
kvöldin, þegar jeg hefði lokið
gegningum, vatnsburði í fjós og
bæjarhús, flórmokstri og síðan
allri kornmölun til heimilisþarfa.
Það ljet því nærri, að jeg hefði
tvo tíma á kvöldi til að læra þessa
blaðsíðu í kverinui, sem jeg, ofan
í kaupið, alls ekki gat lesið. Enda
kunni jeg marga greinina reip-
rennandi, þó jeg gæti ekki lesið
hana — það var nú svo skrítið.
Húsmóðir mín hafði yfirumsjón
með þessari fræðslu og löðrung-
aði mig óspart með „þeirri hinni
helgu bók“, ef mig rak í vörð-
urnar. , ]
Þennan fyrsta „uppfræðsluvet-
ur“ minn var á heimilinu frænka
húsfreyjuinnar. Hún var á líku
reki og jeg, og átti að nema
kvenlegar dygðir af frænku sinni,
húsfreyjunni, en bókvísindin hjá
húsbóndanum! Hann kunni ofur-
lítið að skrifa og stuudum tók
hann „heimasætuna“ á hnje sjer
og reyndi að kenna henni að
draga til stafs. Jeg ljet í ljós þá
ósk, að mig langaði líka til að
læra að skrifa, en þá var hiis-
bóndinn ekki seinn til svars og
sagðist ekki búast við, að jeg
yrði nokkurn tírna fenginn til að
skrifa meðlagið mitt á hrepps-
bækurnar. Það mundu aðrir gera.
Þar með var því mál lokið.
En seinna lærði jeg að skrifa —
fyrst með því að hirða sendibrjefs-
snepla og eftirlíkja úr þeim stafi
og orð og rispa þaui með koli á
fjárhúshurðir og jötubönd, og
með því að „skrifa“ með priki í
snjó og leirflög. Þá þekti jeg eng-
an skrif-staf. En jeg lærði það
seinna.
*
annig liðu árin eitt af öðru.
Hver dagur var öðrum lík-
ur — alt þreytu- og þjáninga-
dagar.
Jeg var tæpra fjórtán ára. Það
var áliðið vors. Húsbóndi minn
var að reisa sjer hesthús úti á
túni og hafði mig í verki með
sjer. Hleðsluefnið voru „kvía-
hnausar“ — en það eru hnauisar,
sem stungnir eru af grunnum
jarðvegi, svo neðan í þeim er möl
og sandur. Hnausar þessir voru
hin mestu bákn og þungir. Ljet
hann mig rjetta sjer þá upp á
vegginn, en hlóð þeim sjálfur. Alt
gekk þetta stórslysalítið uns röð-
in kom að stórum hnaus, sem jeg
ætlaði aldrei að koma upp á vegg-
inn. En er mjer heppnaðist það
loks eftir mikið þrauk var hiis'
bóndi minn orðinn mjer svo reið-
ur, .fyrir helv. . . . silaskapinn,
eins og hann nefndi það, að hann
þreif hnausinn, hóf hann á loft
og sólhenti honum í hausinn á
mjer. Meira -veit jeg ekki — og
veit þó.
Þegar jeg kom til sjálfs mín
aftur ]á jeg uppi í rúmi með hvít-
an kodda undir liöfðhm Þetta var
á „öðrum“ bæ — bænum smiðs-
ins. Smiður þessi hafði af hend-
ingu rekið höfuðið út um skeramu-
dyr sínar rjett í því, að hnaus-
inn reið í hausinn á mjer. Hljóp
hann þá til, lyfti af mjer farginu
og bar mig meðvitundarlausan
inn í bæ og bað konu sína fyrir
mig.
Hugði hann mig í fyrstu dauðan
— en þegar jeg raknaði úr rotinu
gerði hann sjer hægt um hönd og
kærði húsbónda minn fyrir hrepps
nefndinni og sagðist krefjast þess,
í nafni laganna, að mjer yrði
komið á gott heimili — til góðra
húsbænda — því jeg verðskuld-
að ]>að fylíilega.
*
Hjer með er minni harmasögu
lokið. Jeg komst til ágætis fólks
— og síðan hefi jeg yfirleitt um-
gengist gott fólk.
En sannleikurinn er sá, að sum-
ar manneskjur eru skelfilegar
skepnur". S. B,