Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1937, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1937, Blaðsíða 4
236 LESBÓK MORfllUNBLAÐSINS ]>á“. Og hvar er hann nú? spurði M. Konunni varð felmt við. Hún fölnaði upp sajrði: Kæri herra. Það er víst best að jeg segi yðuy upp alla stigu. 1 mörg ár hefir maður nokkur leigt J>etta herbergi. Ilaim var mjög hæglátur og kurt- eis. Við reyndum að gera honum alt til geðs sem við gátum. — A hverju ári fór hann til Monte Carlo. Hann fór síðast fyrir mán- uði síðan. Kl. 8 í morgun fengum við skeyti. ]>ar sem sagt var að hann hafi skotið sig til bana í nótt. Þetta skeði fimm mínútum fyrir miðnætti...... Það var nákvæmlega á sama tíma, sem M. sá manninn með liauskúpuna ganga inn í húsið. ÓVENJULEGUR FERÐAFJELAGI Maður nokkur steig upp í járn- braut í London snemma að morgni dags. Ekki er getið um nafn iians. Fátt farþega var í lestinnt Hann fann sjer klefa, þar sem enginn farþegi var fyrir. En rjett í því, sem lestin var að leggja af stað, kom aldraður maður inn í klefann með farangur sinn. Hann settist niður og gerði sig mjög heima kominn. Brátt tókust með þeim viðræður um heima og geima. Það kom í Ijós í viðræðum þeirra, að gamli maðurinn var forstjóri fvrir járnbrautarfjelagi, er var að byggja nýja járnbraut. Hann sagði frá því, að hann hefði með- ferðis 70.000 sterlingspund, sem átti að nota við brautarlagningu þessa. Þykir yður það ekki varhuga- vert, sagði samferðamaðurinu, að liafa svo mikla fjárhæð meðferðis. Sei.sei *nei, sagði hann. Það veit enginn að jeg er með ]>essa pen- inga. Hver ætti að láta sjer detta í hug að ræna mig. Samtalið hjelt áfram og barst að öðrum efnum. Alt í einu sagði maðurinu með 70.000 pundin: „Jeg ]>ekki fólkið, sem ]>jer ætlið að heimsækja. Ilúsmóðirin er frænka mþi. Viljið ]>jer bera henni kveðju inína og segja henni, að í næsta auiwaa~mnn . . skíftL sem ,)eg kem að hennsækja •to ,íiiinn0BK7 T , hana, megi hun ekki kynda arin- ittíi .'iuot riBlMin B J eldinn í Bláa herberginu svo af- skaplega, eins og síðast, því ]>á ætlaði hún alveg að steikja mig. En nú verð jeg að fara“, sagði hann, þreif farangur sinn og rauk út. En áður en hann skildi við samferðamann sinn, ljet hann eftir nafnspjald sitt. A því stóð: ,,Dwerringhouse“. Ferðamaðurinn liorfði nú út um vagngluggann á eftir hinum aklr- aða manni. En í því kom liann auga á vindlingaveski, sem lá fyr- ir framan fætur hans í klefanum. Ilann tók upp veskið, og sá að á ]>ví stóð nafnið „Dwerring- house“. Lestin átti að staðnæmast í nokkur augnablik, og því hljóp nú maðurinn út á brautarstjettina til þess að kotna veskinu til skila til eigandans. Ilann sá Dwerring- house út á enda stjettarinnar og var liann þar að tala við annau mann. Sá maður var Ijóshærður, óg skein lugtarljós beint í andlit honum, svo svipurinn sást greini- lega. Ferðamaðurinn hljóp nú í áttina til ]>eirra, til þess að koma af sjer veskinu. En alt í einu liurfu þeir honum sjónum og liann sá ekki urmul af þeim. Um kvöldið leuti hann í veislu hjá gistivinum sínum. Meðan á borðhaldinu stóð, sneri hann máli sínu til húsmóðurinnar og sagði henui frá því, að hann hefði orðið satnferða frænda hennar um morg- uninn frá 1o udon. Síðan kom hann tneð skilaboðin frá gamla manninum. Hxismóðurinni varð orðfall. Hún fölnaði. — En húsbóndinn livesti á hann augun, svo skilja mátti að skilaboð ]>essi voru óvel- komin. Er borðhaldinu var lokið, kall- aði húsbóndinn á gest sinn, og sagði honuin hverskyns var. Þessi frænka húsmóðurinnar var horfinn fyrir mánuði síðan. Og ]>að sem ísltyggilegra vaf. Hann liafði haft meðferðis 70.000 ster- lingspund er hann hvarf. Lögregl- an hafði blandað sjer í málið. „En eins og þjer skiljið“, sagði hús- bóndinn, „tölum við sem minst uni þetta mál“. Tveir forstjórar frá sama járn- brautarfjelagi voru meðal gest- anna. Ferðamaðurinn sagði þeim upp alla sögu, hvað fyrir hann hafði komið. Þeir veittu því alveg sjerstaka atliygli, er að því kom að lýsa manninum, sem hann hafði sjeð tala við Dwerringhouse á járn- brantarstjettinni. Þeir báðu niami- inn um að koma á skrifstofu þeirra, er ]>eir væru komnir til London. Ilann kom þaugað. Þar sá liann strax ljóshærða manninn, sein talaði við Dwerringhouse á stjettinni. — „Þarna er maðurinn“ sagði hann. Forstjórarnir ráku upp stór augu. Þetta var fjehirðir fjelagsins. Hann rauk upp og sór sig og sárt við lagði, að hann væri ekkert við riðinn hvarf Dwerring- house. En fjehirðirinn var tekinn fyrir. Brátt játaði liann brot sitt. Hann vissi að Dwerringbouse hafði alt ]>etta fje meðferðis. Hann sat fvrir honuin og sló hann niður. — En Dwerringhouse lenti með höfuðuð á stein og rotaðist til dauða. Þetta gerðist fvrir mánuði síð- an. Ferðamaðurinn hafði setið og skeggrætt við afturgöngu hans. Og þegár málið var rannsakað kom það í ljós, að Ikverringhouse hafði einmitt setið í þessum vagni áður en hann var drepinn. Vind- lingaveskið liafði smeygst niður í bólstur bekksins, en smokrast upp aftur af tilviljlm, og dottið fyrir fætur ferðamannsins. * — Hafa lesendur Lesbókarinnar magnaðri draugasögur að segja hjerlendar ? Máltækið segir: Mikið skal til mikils vinna. Svo má segja um íbúana í Taliiti. Þeir brugga pálmavín, og verða ölóðir af. Friðsömustu menn að eðlisfari, verða hreinustu morð- vargar. En til þess að koma í veg fyrir að þeir drepi hvor annan í ölæðinu, láta þeir fjötra sig sinn við hvert trje, áður en þeir hella í sig. — Kvenfólkið gegnir þeim trúnaðarstörfum að binda þá rækilega. Síðan bera konurnar þeim vínið. Og með þessu móti mcga þeir verða eins baiulvitlaus- ir eins og vera skal. Þeir geta engum gert mein.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.