Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1937, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1937, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLABSINS 239 Leikkonan þögla GRETA GARBO. að kemur sjaldan fyrir í Ev- rópu, að frægir menn neiti blaðamönnum um viðtal, neiti þeim um að segja þeim álit sitt, sejrja þeim um hugsanir sínar og daglegt líf. En í Ameríku er slíkt eiginlega talið gersamlega ómögu- legt. Þó er í því sem öðru undan- tekning, og það er Greta Garbo. Hún hefir til þessa dags þvertekið fyrir það, að blaðamaður fengi nokkurntíma að tala við hana. Þegar það einstaka sinnum hefir komið fyrir, að fuiidum hennar hefir borið saman við forvitna blaðamenn, og frjettafúsa, hefir hún annað hvort vísað þeim á bug all-ókurteislega, eða steinþag- að. Ekki orð hefir þá komið fram á hennar varir. Hvernig stendur á þessu? Hvernig hefir hún getað haldið þessu áfram í nærri því tuttugu ár ? Mörgum getum hefir verið að þessu leitt, því að hin einfalda skýring, sem maður nokkur kom með fyrir nokkrum árum, getur áreiðanlega ekki verið rjett, en hún var sú: „Greta Garbo er svo heimsk, að menn þora ekki, að láta almenning fá vitneskju um það“. Hin fræga leikkona fór í mál við mann þenna, Mr. Tully heitir hann. Það varð til þess, að gera hann heimsfrægan einn dag, er nafil hans stóð í stærstu fyrir- sögnum heimsblaðanna. En alt fyrir það festu menn ekki trúnað á þessa skýringu hans. Frekar getur verið, að menn faliist á skýringui ritstjóra eins, er fjuúr tveimur árum sagði: „Flótti Gretu Garbo frá öllum blöðum er sói besta auglýsingaað- ferð, sem nokkrum hefir hug- kvæmst“. Greta Garbo var orðin fræg menn vildu fá að lesa eitthvað um liana í blöðunum. En hún sjálf neitaði að segja nokkurn skapaðan hlut. Þetta varð til þess, að blaða- mennirnir urðu að leita annara heimilda en til hennar sjálfrar, ellegar jafnvel finna upp eitt og aiinað frá sjálfs síns brjósti. En sífelt heimta blaðalesendui' um allan heim að fá skýringu á því, hvers vegna Greta Garbo er svona mannfælin, og þá sjerstak- lega hrædd við blaðamenn. En þetta út af fyrir sig gefur blöð- unum tilefni til þess að tala um þetta mál sí og æ. Þess vegna fá menn að heyra um það, hvernig hún forðaðist, blaðamenn, er hún ferðaðist yfir Atlantshaf á sænska skipinu Gripsholm. I hvert skifti sem hún sá nýtt andlit, sem hún ekki þekti áður, meðal farþeganna, varð hún skelkuð og fór í felur. Leitað var að henni með dunum og dynkjum á því skipi, sem sagt var, að hún ætlaði að fara á. En þar fanst hún hvergi. Undir fölsku nafni og jafnvel í karlmannsfötum fór hún þessa ferð yfir hafið. Og þegar blöðin í Gautaborg voru í marga daga búin að furða sig á, hvað af henni hefði orðið, og biðu eftir lienni með eftirvæntingui, þá var hún komin til Svíþjóðar fyrir löngu. Altaf eru fundnar upp nýjar og nýjar sögur um það, hve Greta Garbo elski einveruna, elski föður- land sitt og hati umgengni við alla menn. Einu sinni átti bróðir hennar að liafa keypt handa lienni stóran herragarð nálægt Stokkhólmi. í annað sinn átti hú sjálf að hafa keypt mikla höll, sem Ivar Krúger eldspýtnakonungur átti. Þar átti hún að hugsa sjer að setja upp leikhús, þar sem leikin væru m. a. ieikrit Strindbergs. Eitt sinn átti hún að hafa keypt litla eyju í Malorcaeyjum, og þar átti hún að hugsa sjer að byggja stóra höll uppi á háum klettum, þar sem hvorki væri gas nje rafmagn, vatnsleiðsla, útvarp, eða nokkuir nýtísku tæki. Síðustu frjettir herma, að ame- rísk fjölskylda, sem á heima í Italíu, sje að leita að stað fyrir hana þar í landi, þar sem hún geti notið einveru sirtnar. Fyrir nokkrum árum Var stofn- að fjelag, til þess að vinna á móti öllum þeim miklu áhrifum, sem reta Garbo hafði á kvenþjóð- ina í Ameríku. Fjelagsmenn litu svo á, að þetta væri orðið alger- lega óþolandi. En þetta varð vitanlega einhver sú besta amglýsing fyrir . Garbo, sem hugsanlegt var. Eitt sinn kom það fyrir að tveir menn háðu einvígi út af Gretu Garbo. Það var leikarinn Mac Kay og blaðamaðurinn Robin- son. Hvorugur þeirra liafði nokk- ur persónuleg kynni af Gretu Garbo. En annar þeirra hafði kom- ist í hinn mesta geðæsing, út af því, live mikið veður var gert út af þessari íeikkonu og vildi vinna á móti því með öllu móti. En hinn hafði orðið yfir sig ástfanginn af þessari ljóshærðui sænsku leik- konu, sem hann hafði horft hug- fanginn á í kvikmyndum. Um ]iað leyti var sagt m. a„ að Greta Garbo væri svo siðlaus kven maður, að það væri engin leið að lofa henni að halda áfram að eiga heima í Ameríku. Henni var og gefið það að sök, að hún hefði kært leikkonuna Lily Damita fyrir það, að herma eftir sjer á leiksviðinu. En skoðun manna á því, að Greta Garbo notaði þögn sína til þess að láta bera meira á sjer, styrktist, þegar hvxn kom aftur xir Svíþjóðarför sinni. Þá fekk hv'm tilboð frá vvtvarpsstöðvum í Ame- ríkvii um það, að henni yrði borg- aðir 25 þús. dollarar, fyrir það að koma einu sinni fram í útvarp- ið og segja: „Jeg er ánægð yfir því að vera komin hingað aftur“. Greta Garbo sagði nei. Hún tók ekki þessu tilboði. Þessa neitun hennar geta menn athtigað frá því sjónarmiði, að ef hún hefði talað gegnum ameríska útvarpið, héfðu 10 miljónir hlust- enda heyrt liana. En þessa einu neitun hennar hafa áreiðanlega Jesið að minsta kosti 500 miljónir blaðalesenda ttm allan heim.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.